Leita í fréttum mbl.is

Helvítis "pakk"....

Ég hef nú ekki verið mikið að pirrast útí þessa blessuðu ríkisstjórn eða þessu fólki sem ræður einhverju hér á landi þar sem ég hef haft nú miklu mikilvægara að hugsa um.  Jújú ég finn alveg einsog flestir hér á landi að allt fer hækkandi og ég græt í hvert skipti um hver mánaðarmót að sjá húsnæðislánin mín hækka uppúr öllu valdi en einsog ég sagði þá er margt mikilvægara en þessir allir "dauðu" hlutir þrátt fyrir að vera nauðsynlegir fyrir okkur. 

En allavega Maístjarnan mín er að taka inn þrenns konar lyf, tvö flogalyf og eitt fyrir skjaldkirtilinn.  Ég hef alltaf fengið annað flogalyfið frítt en þurft að borga fyrir hin tvö en margir halda að "við veika fólkið" fáum allt frítt því heilbrigðiskerfið okkar er svo gott en það er ekki alveg svo gott.   Svo var það núna í vikunni þegar ég ætlaði að fara ná í flogalyfin hennar sem við höfum alltaf fengið frítt að mér var tilkynnt að núna ætti ég að borga 13.000kr fyrir mánaðarskammtinn hennar þar sem "lögin" breyttust um áramótin.  Já sæll!  Nei ég hef ekki efni á því að borga þetta plús fyrir hin lyfin hennar sem eru nota bene ekki svona dýr en samt.  Til þess að fá þau frítt þarf ég þá að fá frekar einhver samheita lyf sem eru ekki 100% einsog hennar núverandi lyf og það á ekki við mig að fá einhver lyf handa barninum mínum sem ég veit engan veginn hvernig þau virka á hana en jú ég verð að gera það þar sem ég á ekki þennan pening.  Meiri helvítis pakkið sem ræður öllu hérna og finnst það svo frábært og æðislegt, við sem eigum að eiga BESTA og FLOTTASTA heilbrigðiskerfi ever ...eða þannig. Fyrsta sinn sem ég er ósátt og væntanlega ekki í það síðasta því þetta er allt að fara til "fjandans".  Jú það er hægt að reyna sækja um einhverjar undanþágur hjá TR en þeir eru ekki þeir skemmtilegustu að kljást við og þá er ég að meina þá sem ráða öllu þar - ég er þá ekki að tala um allt starfsfólkið þar.  Já ég er frekar ósátt og það er nú ekki oft eða bara nær aldrei.  En svona er okkar frábæra heilbrigðiskerfi og þetta er nú ö-a ekki hæsta upphæðin sem fólk þarf að borga - ætli við séum ekki bara í "góðum" málum gagnkvart lyfjakostnaði.

Annars er Maístjarnan mín ágætlega hress, var reyndar alveg búin á því eftir sjúkraþjálfunina í dag sem tekur heilar 40 mín (ekki langur tími).  Var  rosalega kvalin í höfðinu í kvöld og ALLTAF þegar hún er kvalin þar fer maginn á hvolf þrátt fyrir að þetta þurfi ekkert að tengjast neinu þarna uppi en svona er það bara.  Væri alveg til í að losna við þessa magapínu einn daginn, get ekki beðið eftir þeim degi.

Við fjölskyldan skelltum okkur í sumarbústað um helgina eða Hetjulund og áttum góðan tíma þar í að gera ekki neitt nema hanga í pottinum, baka, sauma, prjóna, leika sér í PS3, teikna, elda góðan mat eða sem sagt allt sem okkur langaði að gera.
p2235205.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Hérna er Maístjarnan mín að hræra í muffins.
p2235225.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Blómarósin mín æfði sig að prjóna.
untitled-5.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og teiknaði líka ansi mörg listaverkin.
p2245262_1138056.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkur spil voru líka tekin en hérna er Gull-drengurinn minn og Maístjarna.
p2245260.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjarmatröllið mitt var mikið í eldhúsinu að hjálpa til með baksturinn og eldamennskuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TR er hryllilegasta stofnun þessa lands. Er einmitt að berjast við þau núna og mamma er líka að berjast við þau. Ég veit ekki hvað ég hef eytt mikillri orku í að standa í baráttu fyrir einhverju sem ég hef fyllilega rétt á. Og sama á við um mömmu sem er öryrki vegna liðagigtar. Þegar ég var fárveik á leið til Svíþjóðar í beinmergsskiptin var Tryggingastofnunin eitt af því sem stressaði okkur fjölskylduna mest, eins og það sé ekki nóg að vera fárveikur eða með fárveikt barn. Þvílíkur tími og orka sem fer í það að kljást við þessa stofnun Og mér finnst hræðilegt hvernig komið er fram við veikt fólk og öryrkja núna. Alveg hræðilegt.

Sigrún Þórisdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 23:13

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 27.2.2012 kl. 23:57

3 identicon

Æstu þig bara það er í góðu lagi.....og hafðu hátt bara..
Dásamlegt að þið hafið átt góðann tíma á Hetjulundi,en mér sýnist þið hafið haft nóg að gera í að gera ekki neitt ....gaman að sjá að allir nutu sín við hin ýmsu störf,og dugnaðurinn í blessuðum börnunum:)
Eruð endalaust rík

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 06:40

4 identicon

Þekki þetta elsku Áslaug - Benjóinn er á 7-9 lyfjum á dag, tvisvar á dag, og umönnunarbæturnar eru svo hlægilegar að þær ná ekki einusinni yfir lyfjakostnaðinn sem við þurfum einmitt að greiða sjálf hvern mánuð.

Það sorglega er að mörg þessara lyfja eru honum lífsnauðsynleg, sem og hjá elsku Þuríði Örnu, en svarið hjá TR er einmitt: "þið getið fengið samheitalyfið frítt!!". Nú er það bara þannig að eitt af þessum lyfjum, sem einmitt er ógeðslega dýrt, er þannig að samheitarlyfið er ekki jafn gott, það höfum við fengið staðfest af mörgum læknum - öhhhh, eigum við þá að taka áhættuna að missa barnið okkar vegna þess að TR vill ekki greiða?? Nei, við gerum auðvitað eins og þið, við BORGUM SJÁLF!! Erum by the way búin að sækja um undanþágu, læknarnir okkar búnir að rökstyðja það fram og tilbaka um að hann þurfi nákvæmlega ÞETTA lyf og ekki samheitarlyf - svarið frá TR: "það liggur fyrir samþykki að greiða annað svipað lyf sem hann var á áður, og á meðan sá úrskurður er í gildi er ekkert hægt að gera - SORRÝ!".

Mæli þó með að þið látið á það reyna, en ég veit, maður hefur bara ekki orku lengur að berjast fyrir réttindum sínum, hmmmm, kannski það sé það sem okkar frábæra heilbrigðiskerfi bíður eftir - að foreldrarnir verði nógu lúnir og hætti að sækja réttindi sín - sparnaður fyrir ríkið, you know!!

Kærleikskveðja frá annarri "þreyttri á kerfinu" móður <3

Eygló (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 08:01

5 identicon

Finnst fáránlegt að það þurfi að " prófa " samheitarlyfið fyrst til þess að fá hitt kannski samþykkt og ef samheitarlyfið virkar ekki hverjar eru þá afleiðingarnar ???? er ríkið tilbúið að greiða hugsanlega fyrir þær afleiðingar ?? ég fæ bara ógeð af þessu rugli hjá TR finnst bara að blessuð börnin eigi ekki að þurfa þessi samheimtarlyf. Við sem erum fullorðin finnum fljótt ef þetta er ekki að virka. En hvernig í ósköponum eiga börn að koma því í orð að þetta virki ekki. Já helvítis fokking fokk.

Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 12:00

6 identicon

Fékk einmitt líka svona skemmtilegt bréf frá TR áramótin 2010 um að þeir ætluðu að hætta að borga ákv. fyrir okkur... allir læknarnir okkar voru sammála um við þyrftum þetta og sendu bréf til TR það var ekki nóg og við borgum 17000 á mánuði fyrir þetta + svo lyfin og fl.. Allt á hraðri leið niður á við :(

Guðrún (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 13:34

7 identicon

Rósin er ótrulega flínk að teikna, það er sem ég segi hæfileikarnir í þessari fjölskyldu eru ekki í litlu númerunum. Allir í yfirstærðum hver á sínu sviði.

Hörmulegt með þennan fjandans lyfjakostnað!!!!!!! Mér finnst samt að ég hafi heyrt að fólk með dýr lyf og eða langtímanotkun kæmi vel út úr þessum breytingum sem urðu um áramót, þeir greiddu að vissri hámarksupphæd og svo lítið eða ekkert eftir það,kannski hef ég misskilið þetta eða þeir eru hættir við. Er búin að sjá á kommentum að þetta er vegna þess að samheitalyf eru ekki eins góð, þá segi ég eins og fleiri hér helv.fokk...fokk.

Sendi eins og alltaf stórt knús á alla snillingana.

Sólveig (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 23:59

8 identicon

Kæra Áslaug og fjölsk.

Afmæliskortin eru komin í hús, þau eru svo falleg hjá Blómarósinni Þau verða sko notuð þegar kemur að næstu afmælum. Kærar þakkir Oddný Erla og gangi þér vel í fimleikunum.

Já, það má eiginlega segja það, að við búum við gott heilbrigðiskerfi EF við þurfum ekki á því að halda. Og við getum bara leyft okkur að verða reið ef við þurfum að borga tugi þúsunda í hverjum mánuði í lyf og lækniskostnað.

Gott hjá ykkur að njóta lífsins í Hetjulundi. Knús á ykkur. 

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband