14.2.2007 | 12:30
Vika í niðurstöður
Ég var að átta mig á því í gær að þá væri vika í myndatökurnar hjá Þuríði minni og í dag er vika þanga til við förum á fund með læknum Þuríðar minnar og fáum að vita hvernig æxlinu líður. Þetta er ótrúlega erfið bið, einsog alltaf hugsar maður það versta en vonar það besta.
Síðustu tvær vikur hefur Þuríði minni ekki liðið vel og þá hugsar maður að sjálfsögðu það versta og hrædd um að þetta sé núna allt farið á versta veg en læknarnir sögðu við okkur að þetta gætu verið eftirmálar frá geislameðferðinni sem kláraðist föstudeginum fyrir jól en geta samt ekkert sagt. Í dag held ég í vonina að þetta var allt saman geislameðferðin því Þuríður mín getur farið í leikskólan í þvílíku "stuði". Það er rosalegur munur á henni frá því í síðustu viku að hálfa væri miklu meir en nóg, hún getur allavega notið sín aðeins í leikskólanum þó hún sofi kanski í tvo tíma af tímanum sem hún er á leikskólanum er æðislegt. Jújú hún er alveg þreytt yfir daginn og þyrfti að taka sér tvo lúra en þá er allt annað að sjá barnið og þá líka léttir svo mikið yfir manni. Líðan mín eltir alfarið líðan hennar Þuríar minnar, þannig mér líður betur núna en tvær síðustu vikur sem er æðislegt.
Hjá Dísunni var æðislegt, ekkert stress bara rólegheit og gaman. Að sjálfsögðu var regnhlífin keypt og fótboltabúningurinn sem er þvílíkt að slá í gegn á heimilinu, ohh mæ god hvað þær voru ánægðar með þetta. Oddný Erla er sveiflandi regnhlífinni um alla íbúð og er að leika Skoppu og Skrítlu og Þuríður mín hleypur um alla íbúð og bíður eftir því að strákarnir (Ari Steinn og Sindri Snær) bjóði henni með sér á æfingu eheh. Bara fyndnar!!
Annars langaði mig að nefna að ég er alfarið búin að loka heimasíðu krakkana þar að segja það er engin með lykilorð og ég veit ekki hvað ég ætla að gera með þessa síðu. Þegar ég breytti síðast um lykilorð var ég að vonast til að ég þyrfti ALDREI að gera það aftur því ég hélt að ég gæti treyst fólkinu sem fengi það en það væri ekki niðrí kringlu að dreifa því. Ástæðan fyrir því að ég lokaði síðunni fyrst var alvarleg sem ég ætla ekkert að fara nánar útí, ég ætlaði mér aldrei að loka henni alveg því mér fannst gaman að fá pepp frá ykkur en bara hafa myndasíðuna lokaða. En eftir að ég lokaði henni langaði mig þá að hafa hana bara opna fyrir vini, ættingja og fólk sem tengist okkur á annan hátt því þar ætlaði ég líka að skrifa eitthvað sem mig langaði ekki að skrifa fyrir alla.
Ég ætlaði að fara skrifa inná hana afhverju ég þurfti að loka henni en bara fyrir fólkið "mitt" en þá tók ég eftir því að það er bara búið að vera dreifa lykilorðinu sem ég er ekki að fíla, ég hélt að ég gæti treyst fólki fyrir þessum "litla" hlut. Þegar fólk biður mig um eitthvað þá er hægt að treysta mér 150% hvort sem það eru stórir eða litlir hlutir þannig ég á frekar erfitt með að hafa hana opna. Kanski mun ég loka henni alveg og senda bara vinum mínum og ættingjum slóðina af nýjustu myndum sem við ætlum kanski bara að hafa hjá símanum? Ég veit það ekki, hef ekkert ákveðið þannig það þýðir ekkert fyrir ykkur að biðja um lykilorðið allavega ekki fyrr en ég veit hvað ég ætla að gera. Það geta nefnilega komið viðkvæmar myndir á síðuna sem mig langar ekki að allir sjái og svo finnst mér heldur ekkert fólki koma við hvað við erum að gera og hvernig öll fjölskyldan líti út þó við séum alveg rosalega falleg.
Jújú einhverjir eiga eftir að vera fúlir svona er það bara, það þarf bara einn til, til að skemma fyrir öllum hinum því verr og miður en samt eiginlega helst fyrir mér.
Takk fyrir mig í dag.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bið Guð að blessa Þuríði litlu .
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 12:41
Elsku Áslaug gott að þið systur áttuð góða dvöl hjá Dísinni :) Gott að komast aðeins í burtu og hlaða batteríin. Þú ræður alveg hvort þú ert með síðu opna á barnalandi eða ekki - þú ert ekki skuldbundin einum né neinum og þó svo fleiri lesi síðuna þína í dag heldur en fyrir tveimur árum er hún engin "almannaeign". Þetta er bara eitthvað sem þið ráðið auðvitað sjálf og gerið það sem ykkur finnst réttast.
Þuríður Arna og þið fjölskyldan eruð alltaf í bænum mínum og ég kveiki á kertinu hennar Þuríðar öll kvöld - vonandi sé ég ykkur fljótlega... maður þarf að fara að taka rúnt í sveitina
Unnur Johnsen (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 12:43
Ég fer alls ekki fúll ...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.2.2007 kl. 12:48
hæ skvís eg veil bara segja þér að það fólk sem verður fúllt er ekki í lagi sorry en satt.....
fúlt að fólk skuli ekki geta haldið svona löguðu fyrir sig og vera að spreða því um allt :(
við biðjum fyrir ykkur
koss og knús
Þórunn Eva , 14.2.2007 kl. 13:29
Ég hef lesið bloggið þitt af og til síðan ég vann á Hofi (að vísu ekki á Þuríðar deild) Bara til að fá fréttir af því hvernig henni líði, því hún á allt það besta skilið. Finnst ótrúlegt að fólk sé að dreifa lykilorðinu að síðunni, ekki datt mér í hug að biðja um það því ég tel mig ekki það tengda ykkur að ég gæti farið að biðja um slíkt. Ég vona bara að þeir sem þetta gerðu iðrist og að þú getir opnað síðuna aftur ef þú vilt það seinna meir. Ég verð líka að segja að mér finnst þú ótrúlega hugrökk að blogga svona opinskátt um veikindi Þuríðar Örnu, ég efast um að ég hefði þann styrk sem þú býrð yfir ef eitthvað svipað kæmi fyrir mig.
Ég óska þess að þið megið fá góðar fréttir í næstu viku, það eru alltaf kraftaverka að gerast á hverjum degi og maður má aldrei hætta að trúa á þau.
Margrét (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:36
knús
katrín atladóttir, 14.2.2007 kl. 13:54
Gott að heyra að Þuríður sé heldur hressari en undanfarið, vonandi veit það á gott. Auðvitað er þér frjálst að loka síðunni ykkar á barnalandi, það hefur enginn rétt á því að verða fúll yfir því. En auðvitað er leiðinlegt að þú þurfir að gera það af ástæðunum sem þú nefnir. Vonandi verða niðurstöðurnar í næstu viku góðar. Guð og gæfan fylgi ykkur.
Álfheiður (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:55
Skil þig vel varðandi myndasíðuna hjá krökkunum. Mér hefur fundist voðalega gaman að geta skoðað myndir af þeim en þegar fólk er að misnota þennan aðgang enn og aftur þá er spurning hvað sé hægt að gera. Gott að heyra að ykkur líður öllum betur heldur en síðustu vikur og hvíldin um helgina hefur greinilega verið góð fyrir þig. Vonandi að það séu fleiri góðir dagar í nánd.
Kv. Hrafnhildur Ýr
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:56
Jahér hvað fólk getur verið lásí, ég hef nú bara alltaf verið það ákveðin að ef einhver biður mig um lykilorð á annarra manna síðu, að þá tala ég við eigandann & fæ svar þaðan. Það er ástæða fyrir lokuninni :( En ég hef reyndar sjálf verið með lokaða síðu & lent í því að fólk virti það ekki...
Það væri auðvitað rosalega gaman að fá eina fjölskyldumynd hér inn :)
Knús & kram, baráttukveðjur
Lilja Kópavogi
Lilja Kópavogi (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:47
Áslaug mín
Þú gerir bara það sem þú telur best fyrir ykkur. Það skiptir engu máli hvað öðrum finnst.
Gott að heyra að Þuríður er hressari og getur farið í leikskólann.
kv Unnur.
Unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 16:45
Kæra Áslaug. Mikið er gaman að heyra að henni Þuríði líður betur frábært. Vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir eftir myndatökuna. Þið eigið aðeins það besta skilið. skil þig mjög vel með lykilorðið, það er að sjálfsögðu ömurlegt að geta ekki treyst fólki og að einhver skuli leggjast svo lágt að dreifa lykilorðinu er náttúrulega mjög fúlt. alveg glatað. skil þig mjög vel. Gangi ykkur alltaf sem best, þið eruð fallegar hetjur. Bestu kveðjur Sigga Ásgeirsd.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 16:50
gott að heyra að þuriður er hressari þessa dagana og mamman hefur getað notið þess að slappa af um helgina. Já það er til mikið af skrýtnu fólki sem ekki getur haldið neinu fyrir sig. Ég þakka kærlega fyrir það taust sem mér hefur verið sýnt með að hafa lykilorð að síðu barnanna ykkar en ég skil vel að þú skulir hugsa þig um að loka henni allveg þegar svona er komið. kær kveðja Boston
Boston (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 17:11
Enn hvað þetta eru óskemmtilegar fréttir með myndasíðuna. Þó svo að ég hafi fengið lykilorðið datt mér ekki til hugar að láta það lengra. Reyndar lét eina sem missti barnið sitt úr krabbameini og er góð vinkona mín hafa það en svo ekki sögunni meir. Ég veit að þetta getur verið afskaplega erfitt svo ég skil þig mjög vel. Vonandi fer þetta allt á besta veg hvort sem um ræðir meðferð Þuríðar eða eitthvað annað. Ég mun enn vera fastagestur á síðunni og vera með ykkur í huganum.
Sendi ykkur stórt knús.
Helga Linnet, 14.2.2007 kl. 17:33
Áslaug mín þú ert ótrúlega hugsandi fyrir utan allt annað,mér hefur fundist frábært að skoða myndirnar af ykkur fallega fjölskylda, en ég skil vel að þú þarft að hugsa þig um,mér fynnst algjör óþarfi af fólki að halda ekki lykilorðinu fyrir sig,en það er kveikt á kerti fyrir stæsta gullið ykkar og gangið áfram á GUÐSvegum. Kv.Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 17:34
Gangi ykkur vel, ég er sannfærður um að þið fáið gleðilegar fréttir og að allt fari að ganga vel. Guð veri með ykkur
Kristberg Snjólfsson, 14.2.2007 kl. 17:57
Hæ Áslaug mín, mig langar bara að segja að það veit engin nema sá er reynir hvað geislarnir getað klárað alla orku, líkaminn verður algjörlega búinn og er góðan tíma að ná sér upp aftur,svo það er aldrei að vita nema að þetta séu áhrif geislanna. Ég er sjálf að fara í ct 23 og fæ niðurstöður 26 og finnst það taugatrekkjandi hvað þá þegar að framtíð og heilsu barnsins manns er að ræða. Ég vona að góður Guð gefi að þið fáið jákvæðar niðurstöður,kraftaverk gerast og ég bið um slíkt fyrir ykkur- hafið það sem best duglega fjölskylda
Þórdís tinna (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 20:24
Frábært að heyra að Þuríði líðu betur :) En vona að það verði framhald á því !! Kertin loga fyrir ykkur á kvöldin og þið eruð í bænum okkar allra. Ég bið og vona að niðurstöðurnar verið góðar í næstu viku.
Ég verð að segja að þið eruð með því einlægasta fólki sem ég hef kynnst og þú ert ótrúlega hugrökk og sterk að geta skrifað hvernig þér og ykkur öllum líður.
Mjög leiðinlegt að heyra að fólk geti ekki haft lykilorðið fyrir sig, það er svo gaman að fylgjast með ykkur og skoða sætu familiuna :) Gangi ykkur sem allra allra best hjá lækninum og í viðtalinu.
Svala (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 22:27
Um daginn var sagt við mig " Katrín, ég verð þér ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnt mig fyrir þessari fjölsskyldu... Áslaug og Óskar hafa kennt mér svo margt!" ( það er samt bara í gegnum þessa síðu). Bið fyrir ykkur! kveðja Katrín og Ólöf Alda
Katrín Ösp (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 23:14
Gangi ykkur vel og vonandi fáið þið góðar fréttir í næstu viku. Ég kveiki á kerti fyrir ykkur.
Kolla, 15.2.2007 kl. 00:28
guð blessi ykkur
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 05:42
Hugsa hlýtt til ykkar :)
Knús - ElsaFeita
Elsa Nielsen, 15.2.2007 kl. 09:29
Sæl Áslaug við sendum ykkur kveðju héðan frá Færeyjum og vonum svo heitt og innilega að þið fáið góðar fréttir næst, og þeir sem fara í fýlu út af ykkar ákvörðunum verða þá bara að fá að vera í fýlu, það segir mest um þá sjálfa. Elsebeth sendir aukaskammt af kveðjum til Þuríðar , því hún segir hana hafa þörf á því. Kær kveðja Inga og Elsebeth Kristína
Ingileif R Vang (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:36
Ömurlegt þegar fólk getur ekki þagað yfir því sem þeim er treyst fyrir og virt ykkar óskir. Ég veit þú tekur skynsamlega ákvörðun sem hentar ykkur best. Er ávalt með kveikt á kertaljósi fyrir stúlkuna ykkar hér á kvöldin. Bestu kveðjur, Thelma
Thelma (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 11:09
Skil hvernig þér líður :S
Það er líka vika í mínar rannsóknir og niðurstöður.. Er með kúkinn í brókunum þessa dagana :(
Sambandi við heimasíðuna þína ... Frekar lame að fólk geti ekki haldið þessu út af fyrir sig. Ég myndi bara breyta um lykilorð og gefa útvöldum það með skilyrðum um að dreyfa því ekki .. Þú átt ekki að þurfa að loka þessu frekar enn þú vilt :)
Knús á þig snúlla
Kv Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 18:41
Velkomin heim aftur og gott að þið systur höfðuð það notalegt og kósý.......svona er alveg nauðsynlegt stundum :-)
Gott að lesa að Þuríður hefur getað farið eitthvað á leikskólann. Nú er bara að krossa fingur og biðja fyrir því að þið fáið góðar fréttir eftir myndatökuna og ég skil vel að biðin skuli vera mjög erfið.
Lykilorðið fór ekki út fyrir mínar varir enda ekki mitt að gefa
Kærar kveðjur
Martha og krúttin
Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 20:49
Hæhæ
Þið eruð endalaust dugleg og Þuríður kemur alltaf á óvart... Þið eigið yndisleg börn og alltaf þegar ég les bloggin þín um það hvað þau séu að gera brosi ég endalaust mikið því ég sé þau svo fyrir mér.. Þau eru bara æðisleg.. En hafið það gott.. Eigum að hitta DR. Ólaf í mars svo við reynum að kíkka á ykkur þá... Eins gott að ég verði ekki aftur veik þá.. Eins og í desember....
Bestu kveðjur Esther og Guðmundur Orri
Esther Gestsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 04:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.