Leita í fréttum mbl.is

Maístjarnan mín 10 ára í dag

Elsku besta og flottasta hetjan mín er 10 ára í dag - hún er búin að vera svo spennt eftir þessum að degi að hálfa væri miklu meir en nóg.  Hetjan mín sem okkur var sagt að hún myndi ekki ná 6 ára aldri en hún gaf "skít" í læknana sína og hefur sýnt það og sannað að kraftaverkin gerast og þau hafa svo sannarlega gerst.  Mikið er ég rosalega fegin að læknarnir okkar vita ekki allt.  Ég er endalaust stollt af þesari stelpu sem þekkir ekkert annað en baráttu við krabbafjanda, ég trúi því líka að núna hefst nýr kafli í lífi hennar og hún fái að fá að lifa án "fjandans".

Að sjálfsögðu var hún vakin í morgun (ok hún vakti okkur) með pökkum og eintómri gleði - þar sem hún er búin að halda uppá afmælið sitt þá ætlum við fjölskyldan að skella okkur á brunch á Grand hótel ásamt ömmum og öfum og fagna bæði þessum frábæra degi og fréttum vikunnar.
img_0698.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Systurnar héldu saman afmælisveilsu um daginn og hérna er afmæliskakan.
img_0701.jpg














Muffins í stíl.
p5156033.jpg
















Varð að láta eina fylgja frá rannsóknardeginum en hérna er Maístjarnan mín nývöknuð og aðstoðar systir sína í ipadinum sem þær fengu lánaðan á leikstofunni til að stytta sér stundir.  Snilldar tæki!!
005_1153406.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Svo er það afmælisprinsessan mín í lokin.  Vávh hvað við ætlum að njóta dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar hamingjuóskir með fallegu stelpuna ykkar, Guð gefi ykkur frábært sumar, njótið þess að vera til :)

Kristín (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 10:42

2 identicon

innilegar hamingjuóskir með flottu afmælistelpuna, guð og gæfan fylgi ykkur um alla framtíð:)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 11:50

3 identicon

Innilega til hamingju með stelpuna og yndislegt að heyra góðu fréttirnar já sem betur fer vita læknarnir ekki allt.Sumarið 2006 þegar Sindri minn var mjög veikur gáfu þeir honum nokkrar vikur kanski einhverja mánuði og að hann ætti örugglega ekki eftir ganga aftur.En minn maður stóð upp úr hjólastólnum fyrir jólin 2006 og var hinn sprækasti.En því miður dreifði meinið sér annað staðar í höfðinu og það fór sem fór en hann barðist eins og sönn hetja þar til yfir lauk.

Kveðja Guðleif

Guðleif Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 12:34

4 identicon

Innilega til hamingju með 10 ára afmælisstelpuna og njótið dagsins, þið eigið það svo sannarlega skilið! Ég hef lesið bloggið í nokkur ár og finnst ég þekkja ykkur þótt þið vitið ekkert hver ég er - en ég samgleðst ykkur innilega og vona að ykkar bíði frábært sumar og framtíð!

OLGA HRUND (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 13:46

5 identicon

Hjartanlega til hamingju með þessar frábæru niðurstöður sem Maístjarnan ykkar var að fá bara yndislegt - já kraftaverkin enn gerast allt í kringum okkur . Til hamingju líka með afmæli HETJUNNAR ykkar og líka Oddnýjar sem var um daginn . Guð haldi áfram að styðja ykkur öll og styrkja ,það er mín ósk. Maístjarnan verður áfram í bænum mínum - Guð blessi ykkur öll , kærleikskveðja Sigga Dabjartsd...ókunnug en fylgist með í fjarska .

Sigga Dagbjarts (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 18:59

6 identicon

innilegar hamingju óskir með afmælisprinsessuna og fréttir vikunar hún er sannkölluð hetja þessi stúlka :)

Guðrún (boston ) (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 20:02

7 Smámynd: Ragnheiður

Innilegar hamingjuóskir elskurnar með afmælið hennar, hennar sem er ekkert minna en kraftaverkastúlka.

Ragnheiður , 20.5.2012 kl. 20:53

8 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 20.5.2012 kl. 21:19

9 identicon

til hamingju með flottu stelpuna, hún er ekki bara Maístjaran hún er líka sól, blóm, og bara allt sem er fallegt. kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 22:07

10 identicon

Sendi hjartans hamingjuoskir til STÓRU STJÖRNUNNAR, sem heldur nú upp á sitt fyrsta tugafmæli, af mörgum.

Aðrir fjölskyldumeðlimir fá líka miklar hamingjuóskir með STJÖRNUNA og afmælið hennar.

Frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 22:41

11 identicon

Innilegar hamingjuóskir með hetjuna ykkar! svo sannarlega gott að læknar viti ekki allt!

Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 22:53

12 identicon

Innilegar hamingjuóskir með 10 ára afmæli prinsessunnar :)

Tinna Ósk Björnsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 23:17

13 identicon

Hér er ein síðbúin afmæliskveðja til Maístjörnunnar. Gleymdi mér aðeins.

Veit stundum ekki hvað gerist með minnið hjá mér.

Knús á ykkur kæra fjölskylda.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 11:28

14 identicon

Hjartanlega til hamingju með skísuna og sumarið sem framundan er :))

Hanna (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 14:41

15 identicon

Hér er síðbúin afmæliskveðja til Maístrjörnunna.  Ég var erlendis og tölvan bilaði, þessa vegna kemur kveðjan seint....en kemur þó.

Yndislegt að sjá allar þessar myndir og hvað það gengur vel þessa dagana.  Nú er sumarið að koma og ég veit að þið eigið eftir að eiga skemmtilegt sumar.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband