Leita í fréttum mbl.is

Þetta er virkilega SKÍTT!!

Sumarið sem átti að vera það besta hingað til breyttist í martröð.  Við höfum fengið eitt súper gott sumar síðan Maístjarnan mín veiktist'04 og þetta átti að vera sumarið númerið tvö, við ætluðum svo að njóta þess í botn að vera saman.  Vávh hvað ég ætlaði "bara" að njóta þess að vera heima með þau hérna í sveitinni okkar en ég get það ekki lengur, mér líður ekki lengur vel HEIMA hjá mér. 

Ég get ekki verið ein heima, ég hefði átt að vera ein heima eftir hádegi í gær en gat það ekki, ég gat ekki hugsað mér að fara heim og stinga lyklinum í skráargatið - ég var svo hræddum að þessi sama sjón myndi birtast mér einsog á föstudag.  Jú ég veit að það eru litlar líkur á því en ég er samt hrædd, þessi sjón fer ekki úr huga mínum.  Sjá að einhver hefði labbað í rúminu mínu, rótað í lyfjum Maístjörnu minnar, sturtað úr þeim yfir allt eldhús og stofu, rótað í öllum skápum, tekið bauk barnanna minna og brotið hann upp (ég er búin að henda tveimur hnífum sem þeir notuðu við það),  hent öllu um koll í svefnherberginu mínu, farið inní ísskápinn minn, farið inní "brúðkaups"skápinn okkar og tekið þar hluti sem mér eru mikilvægir.  Þetta hryllir mig!

Maístjarnan mín skilur enganveginn afhverju hún er ekki búin að fá myndavélina sína sem var henni svo kær - allar myndirnar sem hún var búin að taka eru farnar - "mamma hvar er ipodinn minn?".  Nei hún skilur þetta enganveginn, hvað þá hvar eru peningarnir sem ég var búin að safna og ég ætlaði að kaupa mér fyrir en það var síðasta sem hún spurði mig um í morgun.  .....ég varð að plata hana og segja henni að það væri á kortinu mínu en auðvidað eru þeir ekki þar, sagði henni bara að við yrðum að nota það þegar hún ætlaði að kaupa sér eitthvað fyrir þá en hún er ekki sátt. 

Þeir stálu ÖLLU, þeim er ekkert heilagt en jú við erum búin að fá hluta þýfsins en einsog ég hef sagt áður þá gæti mér ekki verið meira sama um það allt saman nema myndavél Maístjörnu minnar þar sem allar hennar flottu myndir sem hún var búin að taka og mig langar bara að hætta að vera með þetta kramda hjarta, mig langar að öðlast öryggið mitt aftur, mig langar að líða vel á mínu EIGIN heimili þar sem ég elskaði að vera, fannst oft notalegt að vera ein heima en það er enganveginn í boði á næstunni.  Mig langar að henda ÖLLU út og byrja uppá nýtt.

Blómarósinni minni (8ára) líður hörmulega, hún hangir utan í mér, þorir ekki að vera ein en hún var farin að þora að vera ein heima á meðan ég skrapp útí búð en þeir eru gjörsamlega búnir að brjóta hana líka niður.  Hún sofnar uppí hjá okkur á kvöldin en ég verð að vera hjá henni þanga til hún sofnar, við ætlum bara að taka einn dag í einu í þeim málum.  Hún verður ekki pínd til neins og ekki ég heldur.

Maístjarnan (10 ára) mín skilur ekki afhverju hún fær ekki dótið sitt einsog ég sagði hér að ofan og er eitthvað að átta sig á þessu öllu en hún á við mikla þroskahömlun vegna sinna veikinda bæði andlega og líkamlega.  Þegar hún var t.d. að fara sofa á laugardagskvöldið þá mátti hún ekki heyra þrusk frammi þá byrjaði hún að "ofanda" og var virkilega hrædd en ég sé hana ekki oft hrædda eða smeyka.

Já þetta er SKÍTT og hrikalega erfitt!!

Við hittum prestinn okkar uppá spítala hann Vigfús Bjarna sem hefur hjálpað okkur mikið í veikindum Maístjörnu minnar og mikið ofsalega var það gott.  Yndislega gott að tala við þennan mann.  Blómarósin mín hafði virkilega gott af því og ég veit að það hjálpaði henni, það hjálpaði mér.  Ég VEIT að við komumst í gegnum þetta á endanum - þó svo ég viti líka að það mun taka tíma og ég ætla heldur ekki að pína mig í einhverja hluti sem ég er hrædd við.  

Það hefur verið grátið mikið á mínu heimili síðustu daga og núna ætla ég mér að gráta ekki fyrirframan börnin mín -  nota bara Skara-fang.  Þau verða að finna öryggið sitt aftur en strákarnir mínir (3 og 6 ára) taka þessu ekki alveg jafn illa og systurnar.  Þeim verður að líða vel á OKKAR heimili, þeir mega ekki skemma okkar líf líka.

Ég skil bara enganveginn í því "afhverju er alltaf eitthvað slæmt að henda okkur?"  Hvað höfum við gert?  Nei ég þoli EKKI meir!  Þetta er komið gott!

GETA - ÆTLA - SKAL!!

Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið sent mér - bæði hérna á síðunni minni - tölvupósti og símtölum.  Jú þau gera ofsalega mikið!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi þér faðlag...vildi ég gæti töfrað þetta allt burt. Þú getur og skalt...þetta kemur og þið öðlist frið á ný.  Nú þarf að fókusera á það sem er best af öllu og það er lífið og það sem það hefur upp á að bjóða.  Ekki láta þetta skítapakk eyðileggja meira!  Þið hafið EKKERT gert til að eiga svona skilið mundu það...þið eruð bara óheppin að verða fyrir barðinu á þessu liði. 

Gangi ykkur vel og munið að kalla eftir hjálpinni - svo margir þarna úti fullir af kærleik og geta lagt ykkur lið.

Kæarleiksrisaknús 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 08:50

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

♥ sendi ykkur huglægann verndarhjúp ♥

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.6.2012 kl. 09:47

3 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Ég sendi ykkur hjónum baráttukveðjur. Finnst eins og þessir lánlausu þjófar hefðu mátt velja annað heimili til að brjótast í.. Ef Skari hefði verið á staðnum þá hefði hann tekið í lurginn á þeim.

Róbert Þórhallsson, 12.6.2012 kl. 11:07

4 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda. Gangi ykkur vel að vinna úr þessari erfiðu reynslu. Ég veit að það tekur tíma, það sá ég þegar Bryndís systir mín varð fyrir alveg þessu sama fyrir nokkrum árum. Þið eigið bara það langbesta skilið.

Þorgerður (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 12:00

5 identicon

Elsku fjölskylda ég finn til með ykkur, þetta er hræðilegt og þið hafið auðvitað ekki gert neitt en ég vona bara að þið komist í gegnum þetta, sem gerist auðvitað á endanum. Get ekkert gert nema senda ykkur öllum baráttukveðjur og vona það allra besta sem þið eigið svo innilega skilið.

Birna S. Jónsdóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 12:15

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

elskurnar mínar ég hugsa mikið til ykkar og ég vona innilega að þetta lagist og að börninn fái öruggið sitt aftur .knús til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 12.6.2012 kl. 14:50

7 identicon

Elsku Áslaug og Óskar. Þeir eru búinir að skemma nóg þessir aumingjar, ekki leyfa þeim að skemma yndislega sumarið ykkar, þetta heimili er ykkar og um að gera að þvo þessa aula út á stundinni. Ég hef ekki lent í þessu sem henti ykkur og kann svo sem engin ráð en ég hef þurft að tileinka mér heimilið mitt aftur og það tókst, ég veit að ykkur tekst það líka. Gangi ykkur vel, GÆS er einmitt málið hér og stærri og meiri og mikið erfiðari verkefni hafa rúllast upp hjá ykkur. Er með hugann hjá ykkur, risa knús

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 15:43

8 Smámynd: Þórdís Bachmann

Rosalega er sláandi að lesa þetta!

Hvar getur maður þá verið, ef maður getur ekki verið heima hjá sér - vegna sjúkra aðilasem maður hefur aldrei gert nokkurn skapaðan hlut.

Elsku Áslaug og fjölskylda.

Blessið allt húsið.

Biðjið prestinn að koma inn og blessa það og ykkur. Gerið krossmark við allar dyr og glugga.

Takið heimilið ykkar til baka frá þessum ógæfumönnum, sem áttu ekkert með að ryðjast inn í ykkar líf og eru búnir að skaða ykkur nóg nú þegar.

Biðjið bænirnar með börnunum.

Blessi ykkur góður Guð

Þórdís Bachmann, 12.6.2012 kl. 16:04

9 identicon

absasas

sigga (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 17:35

10 Smámynd: Ragnheiður

Elskurnar mínar, fáið prestinn til að koma og blessa húsið. Þetta tekur áreiðanlega tíma að ná sér eftir svona brot gegn friðhelgi manns. Heimilið á að vera friðhelgt en því miður er það ekki þannig. Ég bið ykkur blessunar og vona af heilu hjarta að ykkur öllum fari að líða betur.

Sérstök kveðja til Óskars með sterka fangið sitt. Kletturinn ykkar allra.

Ragnheiður , 12.6.2012 kl. 19:19

11 identicon

Úff, elsku fjölskylda, ekki gaman að heyra. Sendi ykkur mínar fallegustu hugsanir og styrk. Kv. Bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 20:48

12 identicon

mikið skelfing er maður hjálparvana, vona svo að góðar hugsanir styrki ykkur því að ég hugsa oft til ykkar með hlýju.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 21:45

13 identicon

Knús@kærleik og allt það besta sendi ég ykkur ÖLLUM..

Minn hugur er algjörlega hjá ykkur með von um að þið getið unnið úr þessari skelfilegu árás inná friðhelgi ykkar..

Leyfið okkur að hjálpa með hvað sem er ef það gerir líf ykkar eitthvað betra að ykkar mati,hversu smátt sem það er..

Það þykja svo mörgum vænt um ykkur..

Við eigum ykkur líka SVO mikið að þakka með ykkar kærleika og hvatningu til handa okkur til hvers lífið er,þið eruð einstök öll sömul,takk fyrir...

Guð veri með ykkur..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 22:15

14 identicon

Kæru bloggskrifarar hér...Viljið þið vera svo væn og kveikja á kertum hér líka...

Þakklæti..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 22:18

15 identicon

Kæra fjölskylda, þetta er hreint ömurlegt.

Það tekur örugglega svolítinn tíma að komast yfir þetta áfall, en ég er viss um að þið eigið eftir að sigrast á þessu með glæsibrag, hetjurnar sem þið eruð.

Ég hef fylgst öðru hvoru með ykkur í gegn um árin, með því að lesa þetta blogg, og alltaf dáist ég jafn mikið að ykkur.

kv. Jóhanna (ókunnnug 3ja barna móðir)

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 23:54

16 identicon

Elsku Áslaug, Óskar og fjölskylda,

Hvað getur maður sagt við svona löguðu? Það jákvæða í þessu er þó styrkur ykkar og fullvissan um það að þið komist yfir þetta - að þið skapið aftur öryggi og vellíðan á heimilinu, eins og ykkur einum er lagið.

(Er að koma í smá heimsókn til Íslands. Vonandi náum við að hittast :)

Bestu kveðjur!

Hallur Þór Sigurðarson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 07:34

17 identicon

Þegar það var brotist inn hjá mér þorði ég bara að vera þar inni með litla chihuahua hundinn minn eftir það (hann var ekki heima þegar brotist var inn) því ég vissi að ef einhver væri í húsinu þá myndi hann sko gelta og láta mig vita. Smám saman fer manni aftur að líða betur í húsinu það tekur bara tíma, tekur tíma að fara að finnast allt vera orðið manns aftur og allt orðið hreint aftur!

En ég skil ekki frekar en aðrir af hverju þetta þurfti að gerast fyrir ykkur. En það er alltaf eins og allt þurfi að gerast fyrir suma. Þetta kemur smátt og smátt og sumarið er ekki ónýtt þið gerið það besta úr því :)

Guðrún (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 08:22

18 identicon

Æ mikið er þetta leiðinlegt, vonandi finnast þessir andsk.....   Gangi ykkur vel að takast á við þessa erfiðleika.  Knús

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband