Leita í fréttum mbl.is

Hver hefði trúað því???

Hver hefði trúað því fyrir rúmum fjórum árum já eða tveimur að Maístjarnan mín væri á leiðinni uppá Esju??  Pottþétt ekki læknarnir fyrir rúmum fjórum árum því þá hefði hún átt bara nokkra mánuði ólifaða - hún hefði ekki einu sinni átt að ná 6 ára bekk.  Jú Maístjarnan mín er á leiðinni upp Esjuna með krökkunum í skólanum, nei ég hef ekki trú á því að hún fari langt en hún er samt að fara og viljinn var rosalegur þegar hún fór afstað - hún var að deyja úr spenning í gærkveldi þegar hún var að finna lítinn bakpoka og brúsa til að taka með sér.  Ég get ekki beðið með að ná í hana á eftir og heyra hvernig gekk.Grin

Viljinn fyrir að gera hluti eru miklir hjá henni, það er ótrúlega gaman að sjá hvað henni langar að gera hina og þessa hluti og gefst ekkert auðveldlega upp.  En ég finn líka hvað hún verður leið ef hún fær ekki að gera sömu hluti og jafnaldrar hennar því henni langar svo mikið eða hún sér að hún getur það ekki og það er líka ofsalega sárt.

Henni langar líka ofsalega mikið að eiga BESTU vinkonu og geta leitað til hennar en svoleiðis á Maístjarnan mín ekki og það finnst mér sárast og þegar ég skrifa þetta þá verkjar mig rosalega í hjartað og fæ alveg í magann.  Hún horfir uppá systkinin sín eiga bestu vini og hafa alltaf einhvern til að leika en þannig er ekki með hana - já það er virkilega sárt og erfitt.

Við erum annars að fara á fullt í uppbyggingu eftir sumarið, búnar að bóka sjúkraþjálfun á hestum sem byrjar reyndar ekki fyrr en eftir áramót en við erum mjög skipulögð.  Stefnum á að fara á sjúkraþjálfun á skíðum, reyndar er hennar aðal sjúkraþjálfi búinn að bjóðast til að taka hana í svoleiðis kennslu þegar líður á veturinn svo þá er "bara" eftir að redda skíðum.Smile ....reyndar hægt að leigja svoleiðis. Hún ætlar að halda áfram í frjálsum hjá fötluðum 1x í viku, sjúkraþjálfuninn hennar hjá greiningarstöðinni heldur áfram og svo má ekki gleyma því að stúlkan fær "einkaþjálfun" í fimleikunum 1x í viku.  

Fólki finnst alveg ótrúlegt þegar ég segi þeim frá því að Maístjörnunni minni var boðið "einkaþjálfun" í fimleikum en hvers eiga börn að gjalda sem eiga við einhverja þroskahömlun að stríða?  Afhverju ætti þetta bara ekki að vera sjálfsagt - reyndar fannst mér það EKKI þegar henni var boðið þetta en er svo þakklát því hvað þau eru frábær hjá Fimleikafélaginu Ármanni.  Þau vilja ALLT fyrir hana að gera en hún á erfitt með að vera í hóp þegar hún sér allar stelpurnar eiga auðvelt með að fara í handahlaup sem hún getur ekki og ég vil ekki leggja það á hana því hún verður leið en langar samt svooooo mikið.  Þannig þau buðu henni þetta og hún fær meir að segja stelpu með sér sem þekkir hana vel sem ég er ennþá glaðari með - veit að ég get treyst henni 100% sem er að sjálfsögðu mjög mikilvægt.   Það mættu reyndar fleiri íþróttafélög tak Fimleikafélagið til fyrirmyndar og bjóða uppá svona - mér hefði reyndar fundist sjálfsagt að vera með henni inní sal en auðvidað er þetta miklu sniðugra og skemmtilegra fyrir hana.  Við erum þá ekki að "pirrast" útí hvor aðra.Tounge

Við mæðgur ætlum sem sagt að nýta þennan vetur í uppbyggingu og hún skal fá að gera það í friði þar að segja ekkert æxli eða of miklir krampar að stöðva það.

GETA - ÆTLA - SKAL.

Ég get aldrei þakkað nógu oft fyrir það hvað við erum ótrúlega heppin með fólkið í kringum okkur, hvað það hefur raðast fullkomið fólk í kringum Maístjörnuna okkar.  Þá meina ég allsstaðar frá - það eru ALLIR tilbúnir að gera lífið hennar GOTT og skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við hvert og eitt - gerum ekki nóg af því að þakka fyrir það sem við höfum -  bloggið þitt Áslaug minnir mig svo vel á hvað ég er heppin í mínu lífi.

Bíð spennt eftir fréttum af Esjugöngu hetjunar   

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.8.2012 kl. 10:30

2 identicon

Yndislegt að heyra (lesa) Hún hefur ekki langt að sækja viljann og ákveðnina sú stutta með ykkur Óskar sem foreldra. Gógirl :)

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 11:10

3 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

þetta var skemmtilegt að heyra  og gangi ykkur svo vel í uppbyggingunni 

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 27.8.2012 kl. 21:29

4 identicon

Yndislegt að heyra þessi plön.

Spurning hvort STJARNAN ofreynir sig ekki í öllu þessu, nei GRÍN, hún er sins og þið öll í þessu húsi. FRÁBÆR.

knús í hús

Sólveig (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 15:09

5 identicon

Duglega ofurhetjan, hún á eftir að njóta timans framundan og hafa nóg að gera. Verður gaman að fá að fylgjast með. 

Kristín ókunnuga (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 13:23

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 29.8.2012 kl. 19:34

7 identicon

Falleg færsla - full af ást og kærleik - og vilja.  Þuríður á eftir að gera stóra hluti...klára fullt af verkefnum..það er hennar verkefni í lífinu.  Sagan ykkar er lærdómur og viska, hugsunarefni fyrir marga sem eru hér að lesa og fylgjast með.  Lífið er undursamlegt og fullt af kraftaverkum. 

Sendi ykkur ljós og bæn um góða daga.

Kærleikskveðja yfir fjöllin sem nú skarta hvítum toppum í hauslitunum.

4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 10:56

8 identicon

Frábært að heyra

Maja (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 15:29

9 identicon

Duglega  hetjan.

Sólveig Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband