31.10.2012 | 12:42
8 ár síðan Maístjarnan mín veiktist fyrst....
Það er mánudagur 17.október 2006. Ég og maðurinn minn vorum að koma á Barnaspítalann en við eigum fund með læknunum okkar vegna stelpunar minnar, Þuríðar. Hún fór í rannsóknir þann 11. október en hefur hún barist við góðkynja heilaæxli síðan 25. október 2004, en hún fæddist árið 2002.
Með réttu hefðum við átt að koma daginn eftir á fund með þeim en við báðum þá að fresta því aðeins því við ætluðum að gera eitthvað skemmtilegt helgina eftir og vildum ekki eyðileggja þá helgi ef við fengjum slæmar fréttir sem við töldum að við fengjum vegna þess hvað Þuríður mín var orðin veik.
Hjúkkan okkar kemur fram og vísar okkur inn í eitt viðstalsherbergið, eftir henni koma tveir læknar okkar. Þau eru öll frekar þung að sjá og óvenju róleg. Mér verður óglatt, ég fæ verki um allan líkamann og langar mest að hlaupa út úr viðtalsherberginu.
Eftir smá þögn heyrist í lækni Þuríðar, þeim sem hefur fylgt henni frá því hún veiktist: Við höfum ekki góðar fréttir, æxlið hefur stækkað mjög mikið og núna í fyrsta sinn er hægt að skilgreina það illkynja.
Mig langar að öskra en kem engu frá mér, mig langar að gubba en get það ekki enda hafði ég ekkert borðað um morguninn vegna kvíða. Ég berst við tárin en það er ekki hægt nema í sekúndubrot eftir að læknirinn hafði sagt þessa setningu.
Það fyrsta sem kom í huga minn var: Hver hefur lifað af illkynja heilaæxli? Enginn sem ég vissi um því við vitum líka bara alltaf af því slæma. Við fáum aldrei að vita af kraftaverkunum, kanski vegna þess fólkið er svo hrætt um að það kraftaverk verði tekið af þeim ef þau deila því?
Læknirinn heldur áfram: og við getum ekkert meira gert fyrir hana, hún mun hætta í lyfjameðferðinni sem hún er í, því hún er ekkert að gera fyrir hana.
Hugsanir mínar eru á fleygiferð: Ha? Ætla þeir bara að gefast upp, bara sísvona, það kemur ekki til mála! Ég spyr lækninn hvort þeir geti í alvöru ekkert fleira gert? Hvað með að hafa samband við þá í Boston (hún fór í aðgerð þangað ári undan) og leita ráða hjá þeim? Þeir jú samþykktu (væntanlega bara til að róa okkur) en létu okkur samt vita að það væru frekar litlar líkur á því að þeir gætu gert eitthvað.
Þeir voru alltaf búnir að segja að þeir gætu kannski skorið aftur en töldu það samt litlar líkur ef æxlið myndi stækka meira, bara ef það minnkaði. Mér var alveg sama ég ætlaði ekki að gefast upp, stelpan mín fær ekkert að fara frá mér.
Hjúkkan okkar tekur við: Stúlkan ykkar er ekkert að fara frá ykkur á morgun en hún á mesta lagi nokkra mánuði ólifaða. Það fyrsta sem ég hugsaði var: Hvernig í andskotanum getur hún sagt þetta?
Við höfum reyndar alltaf sagt við læknanna okkar að við viljum að þeir séu hreinskilnir við okkur og ekkert að tala í kringum hlutina, við viljum aðeins heyra sannleikann og loksins þegar við heyrðum hann þá var hann of sár til að heyra.
Mig langar að klípa mig, mig langar að vakna af þessari martröð, þetta er ekki satt! Stelpan mín mun læknast, hún gefst ekki svo auðveldlega upp eða við.
Við finnum lækningu fyrir hana, hún getur, hún skal og hún ætlar.
Hjúkkan heldur áfram að tala: Þið fáið svo að ráða hvar hún fær að eyða sínum síðustu dögum hvort sem það er hér á spítalanum eða heima.
Hvað er hún að rugla? hugsa ég strax, Er ekki allt í lagi? Hvar hún eigi að eyða sínum síðustu dögum?! Hún er ekkert að fara frá okkkur, alveg sama hvað helvítis (afsakið) læknavísindin segja þá er þessi hugsun ekki í boði.
Ég er allt í einu hætt að hlusta á læknanna, ég get ekki höndlað meir, augun mín eru næstum það bólgin að ég var hætt að geta séð með þeim. Mig langar að fara út úr viðtalsherberginu NÚNA, mig langar að fara heim og knúsa stelpuna mína og segja henni að þetta verði allt í lagi.
Það síðasta sem ég heyrði frá hjúkkunni var: Þið getið fengið að hitta prestinn núna ef þið viljið.
Svona upplifði ég versta klukkutíma í lífi mínu sem mig langar aldrei nokkurntíma að upplifa aftur.
Þeir í Boston ákváðu að senda Þuríði í 20 geislatíma en það átti bara að lengja tímann hennar með okkur. Eftir fyrstu 10 hætti hún að fá krampa en hún var að fá sirka 50 krampa á dag.
Æxlið hennar fór að minnka 9 mánuðum eftir fyrstu geislana og hún er ennþá meðal okkar. Hún greindist reyndar aftur maí 2010 með þannig æxli sem getur poppað upp aftur og aftur en byrjaði að fá krampa aftur út frá því. Þuríður var send til Svíþjóðar í júlí í svokallaða gammahníf.
Hún fær krampa í dag, kvelst oft mikið í höfðinu, er með lömunareinkenni á hægri hluta líkamans og berst við fullt af aukaverkunum vegna sinna veikinda, en við vitum að kraftaverkin gerast og við munum ALDREI hætta að trúa á þau.
Næstu rannsóknir hennar eru í febrúar 2013 og að sjálfsögðu er ekkert annað í boði en að fá góðar fréttir en við erum alveg meðvitð um það að vondar fréttir geta komið "á morgun".
Munið hvað er mikilvægast í lífinu!
Kraftaverkin halda áfram að gerast - konan var búin að losa sig við allt barnadót (ungbarna) þegar hún fréttir að hún gangi með fimmta barnið, já þið lásuð rétt það fimmta er á leiðinni eða settur dagur er 13.maí. Við sáum það sprikla í morgun en það er alltaf jafn gaman að fara í sónar og sjá litla kraftaverkið sitt - ef allir væru svona heppnir og við Óskar, eigum ofsalega auðvelt með að "búa til" börn og þau verða svona líka fullkomin. Krakkarnir gætu ekki verið spenntari eftir litla systkininu sínu.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
266 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðrún unnur þórsdóttir, 31.10.2012 kl. 13:05
Yndislegar fréttir kæra fjölskylda !
Gangi ykkur allt í haginn og Áslaug farðu vel með þig :)
Kærar kveðjur úr Trékyllisvíkinni.
Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 13:24
Kraftaverkin gerast svo sannarlega! Yndislegar fréttir:-))) Gangi þér vel á meðgöngunni og ræktaðu sál og líkama:-) Kær kveðja.
Vigdís (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 14:52
Til hamingju með bumbubúann. Vonandi fáið þið súper góðar fréttir 8.maí og getið svo tekið á móti erfingjanum og átt yndislegt sumar öll sömul.
Harpa (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 15:55
Frábær færsla - frá því versta til hins besta
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.10.2012 kl. 16:13
Til hamingju með bumbubúann:-)
Steinunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 16:32
En yndisleg en líka átakanleg færsla, þið eigið svo sannarlega mikla baráttuhetju.
Til hamingju með litla væntanlega krílið, dásamlegar fréttir :)
Lilja (ókunnug ) (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 16:47
Til hamingju :)
Eva (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 16:51
innilega til hamingju öll sömul...<3<3<3<3<3
Guðrún ( Boston ) (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 18:03
yndislegt, til lukku, gæfan veri með ykkur:)
Didda ókunn (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 19:16
Gratúlera.
:o)
I.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 20:57
Ég eignaðist frumburðinn minn 8. maí svo að ég hef trú á því að það sé góður dagur :) Til hamingju með fimmuna!
Sigríður (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 00:34
Innilega til hamingju með bumbubúann :)
Oddný Sigurbergsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 01:12
Til hamingju með bumbubúan
og gangi ykkur allt í hagin 
Ólöf (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 07:51
Til hamingju með bumbubúann!
Love (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 11:58
Innilega til hamingju :)
Linda (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 12:08
Þú duglega Súperwomen innilega til lukku með nýjameðlimin!!!!!!Þetta verður stórt og myndarlegt heimili eftir 5börn. Bara alli að standa með mömsu litlu svo hún verði ekki of þreytt blessuð dúfean.....Enn allir til hamingju ég dáist að ykkur
Stella Markúsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 19:01
Vááá....en skemmtilegar fréttir, innilega til hamingju :-)
Það hefur verið alveg ótrúlegt að fylgjast með ykkur undanfarin ár. Þið gefist aldrei upp og hafið alltaf passað upp á það sem skiptir svo miklu máli en það er að njóta lífsins....sama hvað gengur á.
Ég brosi hringinn fyrir ykkar hönd :-)
Kveðja - Helga
Helga (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 19:25
gleði og gaman að lesa þetta. til hamingju öll sem eitt .
kv gþ
gþ (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 20:35
Innilega til hamingju með nýjasta kraftaverkið. Þið eruð yndisleg fjölskylda og maður sér kærleik, heilindi og trú skína frá ykkur. Kærleikskveðja :0)
Edda Hlíf Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 00:42
Innilega til hamingju :)
Þóra (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 15:23
Vá!!! Ég sit bara hérna með tárin í augunum eftir þetta síðasta sem þú skrifaðir! Ótrúlegt hvað þið eigið auðvelt með þetta en útkoman er alltaf dásamleg! Gangi þér ofboðslega vel á meðgöngunni, ég hef ekki hugmynd um það hvað ég á að skrifa meira... Knús á línuna :o)
Ásdís (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 23:26
Til hamingju með litla kraftaverkið og meigi Guð leiða ykkur öll :)
Kristín (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 23:50
Elsku fallega einstaka fjölskylda
Sendi ykkur hjartans hamingjuóskir með litla barnið ykkar.
Það verður örugglega eins og þið hin EINSTAKT.
KNÚS í hús
Sólveig (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 23:54
Innilega til hamingju með enn eitt kraftaverkið ykkar.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 13:09
Yndislegt
til hamingju öll 
Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 15:26
Orðið kraftaverk er það sem kemur upp í huga minn núna. Sá lærdómur sem hægt er að læra af ykkur er það að gefast aldrei upp. Þvílikur rússibani er þessi færsla. Þið eruð alveg að ná í handboltalið ;) innilega til hamingju elsku fjölskylda.
Berglind (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 23:36
Þið eruð ekta :) Hjartanlega til hamingju með bumbubúann :)
Hanna (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 21:50
Ja hérna hér innilega til hamingju með bumbubúann og gangi ykkur allt í haginn
Maja (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 15:04
til lukku
Adda Laufey , 8.11.2012 kl. 01:00
fyndið, ég sá bíl í dag eins og þið áttuð (eða eigið enn..) þegar ég vann á hofi og varð þá hugsað til ykkar og hugsaði með mér "skyldu þau eiga von á öðru barni". ég veit ekki af hverju þessi hugsun poppaði inn í hausinn á mér.. kíkti svo hingað inn í fyrsta sinn í nokkurn tíma og þá var þessi færsla það fyrsta sem ég las :)
innilega til hamingju! börn eru svo yndisleg :)
kv. arna (sem vann á rauðu deildinni á hofi)
arna (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.