Leita í fréttum mbl.is

63 dagar til jóla (Þuríður mín er sko farin að telja niður)

63 dagar til jóla og ég og Þuríður mín erum farnar að undirbúa jólabingóið okkar (er samt eiginlega hennar verkefni og ég er henni til aðstoðar) sem "við" höldum á barnaspítalanum (leikstofunni) "árlega" í byrjun des eða miðjan.  Þar sem við vitum hvað það getur skipt miklu máli að hafa góða aðstöðu á spítalanum og ekki síður að það sé eitthvað við að vera - eins og t.d. góð afþreying.

Ef þú kæri lesandi veistu um eitthvað fyrirtæki/einstaklinga sem vilja styrkja uppákomu "okkar" með "gjöfum" þá máttu endilega vera í sambandi við mig aslaug@vefeldhus.is .  Bingóið sem verður fyrir inniliggjandi börn og önnur sem eru mikið í eftirliti á göngudeild spítalans (og systkin þeirra) er að sjálfsögðu skipulagt með vitund og samþykki leikskólakennara á leikstofu Barnaspítalans.

Við héldum svona bingó í fyrra um jólin og fengum þá Simma og Jóa til að vera bingóstjórar og það sló virkilega í gegn og svo höfum við líka verið með páskabingó síðustu tvö ár.

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta gerir mikið fyrir Þuríði mína (og mig) - hún elskar að halda bingó og gleðja aðra sérstaklega krakkana uppá spítala :)

Vonandi heyri ég frá "ykkur".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt framtak hjá henni/ykkur,það er bara satt:)

Ég hugsa........:)

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 19:45

2 identicon

:)

gþ (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 23:00

3 identicon

skemmtið ykkur í bingóinu það er gaman í bingó, knús og kram til ykkar:)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband