Leita í fréttum mbl.is

Mont dagsins.

Ég get að sjálfsögðu ekki hætt að monta mig af börnunum mínum enda endalaust stollt af þeim öllum.  Núna langar mig aðeins að monta mig af blómarósinni minni sem ég stundum skil ekki hvað hún stendur sig vel í öllu sem hún tekur að sér og það er alveg sama hvað það er svona án gríns.  Hún er ekkert búin að eiga auðvelt líf en hún hefur að sjálfsögðu fylgst með systir sinni berjast fyrir sínu lífi og alltaf verið til staðar fyrir hana, hjúkrað henni og passað vel uppá hana.  Hún þekkir ekkert annað en að eiga veika systir og oft mjög svo veika, oft verið ofsalega brothætt vegna hennar enda ekkert auðvelt fyrir ungt barn horfa á systkinið sitt mjög veikt.

Þrátt fyrir þetta þá er hún mjög svo samviskusöm með allt sem hún gerir og hefur mikin metnað, kanski stundum of mikinn.  En einsog ein vinkona hennar sagði við mömmu sína "mamma ég held að Oddný sé góð í öllu sem hún gerir" og ég held svei mér þá að það er bara rétt.

En á föstudaginn skelltum við fjölskyldan okkur í Hörpuna þar sem Blómarósin okkar 8 ára var tilnefnd til íslenskuverðlauna unga fólksins og við erum að sjálfsögðu ótrúlega montinn af henni, enda ekki annað hægt.
pb167692.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hérna er hún með verðlaunin sín - þegar hún tilkynnti mér þetta (reyndar var aðstoðarskólastjórinn búinn að hringja í mig og tilkynna mér þetta) þá var hún rosalega klökk og átti erfitt með sig en ótrúlega montinn og stollt af sér.  Vávh hvað ég átti líka erfitt með mig!

pb107645.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 



Svo ákvað ég líka að skella inn einni mynd af henni síðan síðustu helgi en þá var hún að keppa og varð liðið hennar í fyrsta sæti en ekki hvað.  Hún er hefur mikinn metnað í fimleikunum og segist stefna hátt enda veit ég ef hún finndist hún ekki góð eða flott í því sem hún gerir þá fengi engin að sjá það.  Hún æfir alla daga og aldrei heyrist "kvart" í henn.

Jú er ég mjög stollt af henni og öllum hinum - það er náttúrlega ekkert skrýtið að ég get ekki hætt að fjölga mér, ég fæ svo rosalega góða "uppskrift" af þessum börnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mátt svo sannarlega vera stolt af þeim öllum með tölu, eðalhópur enda eðalgen :-)

fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 16:52

2 identicon

Til hamingju með blómarósina ykkar, já og reyndar með öll börnin eins yndisleg og dugleg sem þau eru. Megi Guð leiða ykkur alltaf :)

Kristín (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 16:54

3 identicon

Innilega til hamingju með þetta allt saman, fjölgunina og öll hin börnin. Þið eruð sannarlega flott fólk öll sömul!!

Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 20:49

4 identicon

Stórbrotin Gull sem þið eigið....já Blómarósin hefur svo sannarlega reynst klettur fyrir stóru hetjuna sína..

Ætti að setja ykkur í frost...og svo þýða reglulega á milli...eruð einstök:)

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 21:04

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 18.11.2012 kl. 23:27

6 identicon

endalaus til hamingju, hún er sannkölluð RÓS, það væri heiður fyrir hvern og einn að hafa hana í hnappagati sínu. kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 12:32

7 identicon

8Yndislegt að heyra þetta allt.

Ykkar hús er fullt af snillingum

Kær kveðja frá Sólveigu

Solveig (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 00:23

8 identicon

yndislegt, til lukku með flottu stelpuna og hin öll líka, gæfan fylgi ykkur :)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 19:39

9 identicon

Og til hamingju með Blómarósina. Dugleg stelpa.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband