Leita í fréttum mbl.is

"Nördinn" minn hann Theodór Ingi

Theodór minn ný orðinn sjö ára (er í fyrsta bekk) elskar að fræðast um heiminn og veit ótrúlega mikið - sem hann lærir þá bara af sjálfum sér.  En það var keyptur ipad fyrir Maístjörnuna okkar sem hefur hjálpað henni rosalega mikið - bæði með fínhreyfingar og andlegan þroska, þá höfum við reynt að finna þroskandi leiki og fleira fyrir hana í ipadinum og systkinin hennar græða dáltið mikið á því líka.  En Theodór bað pabba sinn um að finna eitthvað um heiminn í ipadinn og þetta sem þið sjáið á myndbandinu lærði hann alveg sjálfur:

Hann er alveg ótrúlegur þessi drengur - hann t.d. ákvað tveggja og hálfs árs gamall að læra stafina án þess að biðja okkur foreldrana um aðstoð.  Sat bara einn daginn í fanginu hjá afa sínum Hinrik og var að sýna honum stafabókina og þuldi upp alla stafina fyrir hann án þess að við vissum að hann kynni þetta.  Snillingur!!  Ef honum langar að læra eitthvað - gerir hann það bara sjálfur án þess að biðja neinn um aðstoð.

Annars er allt sæmilegt að frétta - vika í rannsóknir hjá Maístjörnunni minni.  Hún er rosalega spennt að fara uppá spítala, telur niður dagana.  Elskar að hitta alla þar!!  Mamman er náttúrlega að tapa sér úr kvíða - einsog alltaf!  Jú hún er oft ofsalega þreytt, krampar of mikið, dáltið stutt í þráðinn hjá henni en það er margt að berjast í kollinum hjá henni sem hún ræður kanski ekki við og er orðin ofsalega þreytt á því að vera alltaf að berjast og langar svo marga hluti sem er oft erfitt að leyfa henni.  Já þetta er frekar skítt en auðvidað fáum við góðar fréttir á þriðjudaginn eftir viku (19.febrúar) en ekki hvað - hnúturinn fer bara aldrei alveg sama hvursu vel gengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snillingur!  En gangi ykkur BARA vel í öllur

Sigurlaug Helgadóttir (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 08:59

2 identicon

snillingur sá "stutti" Baráttu kveðjur til ykkar og sérstakar kveðjur til Stjörnunnar.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 11:50

3 identicon

Góður!

Gangi ykkur sem allra best

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 18:20

4 identicon

til lukku með snillingana ykkar alla, knúsknús og gangi ykkur vel með allt :)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband