2.6.2013 | 13:52
Örlítið af Maístjörnu minni....
Maístjarnan mín er ofsalega þreytt þessar vikurnar - þarf orðið að leggja sig á daginn og er samt sofnuð snemma á kvöldin þannig ég get alveg viðurkennt það að ég hafi pínu áhyggjur af henni enda búin að panta tíma fyrir hana hjá doktor Ólafi, er ekki alveg vissum að ég vilji bíða með rannsóknir frammí ágúst ef hún heldur svona áfram.
Ég vaknaði t.d. í morgun við geðveik öskur en þá var hún að fá stóran krampa (tvo í röð) og varð svona líka hrædd. HELV.... krampar alltaf hreint - nýbúið að stækka lyfjaskammtinn hennar, frekar erfitt að halda þeim niðri.
Hún bíður annars spennt eftir því að komast í sumarfrí en það eru bara þrír dagar eftir af skólanum og mikið rosalega ætlum við að njóta þess í sumar. Stefnan tekin á að fara í annað umhverfi og leyfa henni að slappa af sem mest (og hinum líka) - erum komin með bústað í viku en það elskar hún.
Hún mun skipta um skóla í haust og fara í Klettaskóla sem hún er ROSAlega spennt fyrir - held að það verði bara góðar breytingar fyrir hana. Eignast vini og finna að hún er sterk í einhverju.
Örlítið "update" af minni flottu Maístjörnu sem er nánast alltaf hamingjusöm þrátt fyrir allt.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4870798
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og vanlega er ALLT gert til að létt henni lífið - skil vel að þú viljur flýta rannsókninni <3
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.6.2013 kl. 14:02
Bara snilld að skipta um skóla,og frábært að hún er ROSAlega spennt fyrir því.
já elsku hetjan mun(vonandi) njóta sín þar,hefur mikið að gefa þessi flotta stúlka ykkar með nærveru sinni..
Njótið þess að skipta um umhverfi...það er hollt og gott.
Góðar óskir kæru vinir..
Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 15:07
knús og kram til ykkar og góðar óskir :)
Didda ókunn (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 07:56
Góðar óskir til duglegu Maístjörnunnar og ykkar allra. Hafið það sem best og njótið sumarsins :)
Kristín (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 18:05
Vonandi fer sumarfríið vel með hana og ykkur öll. Hugsa hlýlega til ykkar <3
Maja (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 21:16
Elsku fallega hetjan ! vá hvað ég dáist að henni og ykkur :) leitt að heyra með alla krampana, vonandi kemst hún að í rannsóknum fljótlega. Og innilega til hamingju með 11 ára afmælið hennar um daginn :) og innilega til hamingju með fallega nafnið á litlu snúllunni ykkar - dásamlegt að öll systkinin hafi fengið svona flott hlutverk í skírninni :)
stórt knús á ykkur !
Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 20:04
Guðrún unnur þórsdóttir, 5.6.2013 kl. 23:49
hæhæ bara rétt að kíkja .. vona að allt sé í lagi með Maístjörnuna ykkar og hún komist í rannsókn sem fyrst .
Til hamingju með nafnið á litlu prinsessuni ..
kærleiksknús að austan :)
Dagrún (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 17:42
Leiðinlegt að heyra af krömpunum og þreytunni, vonandi kemst hún að í rannsóknum fljótlega, það er alltaf betra að vita hver staðan er.
Ég hef hins vegar fulla trú á baráttustyrk hennar og hef alltaf haft. Ég hef þó lagt það í vana minn, síðan ég fór að fylgjast með ykkur fyrst, að kveikja á kerti fyrir hana og fara með stutta bæn þegar ég skoða kirkjur á ferðalögum mínum erlendis. Ég kveikti á einu í kirkjunni í Trier núna 30. maí sl.
Trú, von og kærleikur - Helga
Helga (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.