Leita í fréttum mbl.is

Mætt aftur

Við fjölskyldan erum mætt í borgina aftur en við ákváðum að breyta aðeins um umhverfi og skruppum til ættingja á Akureyri og höfðum það yndislega gott í snjónum.  Þvílíkur snjór eheh, stelpurnar nutu sín í botn að velta sér um í snjónum, renndum okkur á sleða í stórri brekku sem Þuríði minni fannst æðislegt.  Við tókum eina bunu saman mæðgurnar, fórum efst í brekkuna og þutum svona líka hratt niður og flugum af sleðanum og Þuríður mín fékk skafl í andlitið eheh sem var frekar fyndið en ég reyndi að vera fljót að bjarga henni úr þessu því ég hélt að það kæmi kanski öskur en neinei  það fyrsta sem mín sagði var "mamma förum aftur".  Það var sko endalaust stuð og mikil slökun á eyrinni, dekrið sem við fengum var æðislegt.  Það var einsog við vorum á 5 stjörnu hóteli, takk æðislega fyrir okkur Halldóra og allir hinir líkaWink.

Læt fylgja nokkrar myndir úr skemmtiferð okkar og svo koma fleiri línur á morgun(vonandi þar að segja ef ég verð í stuði).


P2240421

P2240417-1

P2240446

P2240406

P2230320


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ gott þið gátuð "chillað" aðeins. Flottar myndir

Melanie Rose (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 19:36

2 identicon

Velkomin aftur kæra fjölskylda.Fínt að þið áttuð góða daga hjá nöfnu minni og co.Snjórinn svíkur engan,glæsilegt að þið skemmtuð ykkur öll  vel.Eigið góða nótt.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 19:50

3 Smámynd: Þórunn Eva

æðislegt að þið skylduð skemmta ykkur svona vel :)

flottar myndir af ykkur :)

Þórunn Eva , 25.2.2007 kl. 19:52

4 identicon

Frábært að þið skylduð fara í annað umhverfi, til að reyna að flýta biðtímanum ykkar. Krossa fingur fyrir ykkur í von um góðar fréttir, fylgist með hetjulegri baráttu Þuríðar Örnu og dáist að styrk ykkar hjónanna.

bestu kveðjur, Kristín (ókunnug)

k.skj (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 20:36

5 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Mikið er gaman að heyra að þið áttuð góða helgi. Snjórinn fyrir norðan svíkur engann, það er á hreinu. P.s. maðurinn minn er að norðan n.t. á brekkunni. fallegar myndir af börnunum. Þið eruð stórkostlegar hetjur. Gangi ykkur alltaf sem best og guð veri með ykkur. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 20:37

6 identicon

Halló ! frábært hjá ykkur að fara í snjóinn, snjór, sleð, börn og gott veður er engu líkt. Yndislegt að helgin var góð og vonandi koma góðar fréttir.

Guð veri með ykkur öllum

Ykkar Gunna á Skaganum :) 

Gunna Jóh (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 20:45

7 identicon

En frábært að þið áttuð svona góðann tíma í snjónum á Akureyri   Flottar myndir

Ólöf (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 21:27

8 identicon

Æðislegar myndir. Falleg fjölskylda því er ekki að neita. Frábært að þið skelltuð ykkur norður. Bið fyrir ykkur. Kveðja Helga ókunnug.

Helga ókunnug (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 22:02

9 identicon

Hæ hæ

Flottar myndirnar. Það hefur örugglega verið gott að komast aðeins úr borginni og í annað umhverfi og ég tek undir með einni hér fyrir ofan, börn, gott veður, snjór og sleði er engu líkt :-)

Hafið það sem allra best.

Kkv. Martha

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 00:07

10 identicon

Rómeo og Júlús sjá: http://partners.blog.is

Óskráð (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 03:08

11 identicon

Elsku fjölskylda, gott að þið skemmtuð ykkur vel og náðuð að slaka á.

takk fyrir að leifa okkur ókunnuga fólkinu að fylgjast með, það eru margir sem hugsa til ykkar og biðja fyrir ykkur..

kv. Katrín

Katrín (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 09:58

12 Smámynd: katrín atladóttir

uj en gaman!!

katrín atladóttir, 26.2.2007 kl. 10:33

13 identicon

Haha!! Skemmtilegar myndir og skemmtileg saga !

Það er gott að þið gátuð skemmt ykkur og komist aðeins í annað umhverfi þó að í stuttan tíma væri. Það er svo gott að breyta til þegar líðanin er ekki sem best.

Þið eruð svo falleg fjölskylda.

ylfa (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 11:22

14 Smámynd: Kolgrima

Sætar myndir!

Kolgrima, 26.2.2007 kl. 12:13

15 identicon

Kæra fjölskylda:-) Yndislegt að heyra að þið gátuð notið helgarinnar svona vel, æðislegar myndir af ykkur

Stórt knús Sólveig & fjölsk.

Sólveig, Kalli, Elín Helena & Guðmunda Marta (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband