Leita í fréttum mbl.is

Beiðni til "ykkar"

Þriðja árið í röð (rétt fyrir jólin) mun Þuríður Arna mín halda bingó á leikstofunni á barnaspítalanum en það er fyrir öll  inniliggjandi börn og önnur sem er mikið í eftirliti á göngudeild spítalans einsog þið vitið þá hefur Þuríður Arna mín verið mikið inniliggjandi á spítala síðustu 9 ár og við vitum hvað það getur skipt miklu máli að hafa góða aðstöðu á spítalanum og ekki síður að það sé eitthvað skemmtilegt að gera.

Þuríður Arna mín elskar að fara í bingó þá sérstaklega ef hún fær að stjórna því sjálf svo þetta gefur henni ofsalega mikið - að gleðja aðra.

Núna langar mig að leita til "ykkar" en það hefur gengið ofsalega vel að leita til fyrirtækja og biðja um verðlaun en það er "eitt" sem vantar það er dótið.  Við viljum að sjálfsögðu að krakkarnir fái líka dót í verðlaun.  Langar þig/fyrirtækinu þínu að styrkja þetta flotta framtak hjá Þuríði minni ef svo er þá máttu hafa samband við mig í tölvupósti aslaug@vefeldhus.is

Síðustu ár hefur hún líka fengið þekkta aðstoðarmenn en fyrst komu Simmi og Jói og svo í fyrra var Sveppi hennar aðstoðarmaður og þetta árið var hún með sérstaka ósk og viti menn sú manneskja ætlar að koma og aðstoða hana :)

Fyrirframþökk
Áslaug Ósk og Þuríður Arna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl,

Ég á tréhús með formum (þroskaleikfang) til að gefa ef þú vilt og einnig á ég vegglímmiða barna sem eru í umbúðum mjög flottir ef þið getið notað. Hvert er hægt að koma þessu? Ég er mikið niðri á LSP þessa dagana. Endilega láttu mig vita ef þið getið notað þetta.

https://www.facebook.com/media/set/?set=a.189886421171637.1073741826.189885407838405&type=3

Hér er sýnishorn af límmiðunum.

Kv, Helga s:8216089

Helga Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband