14.11.2013 | 10:44
Aðgerðardagur í dag
Maístjarnan mín er á leiðinni í aðgerð í dag - það á að fjarlægja "brunninn" hennar sem hefur fylgt henni síðustu 8 ár. Ástæðan er reyndar að hann er hættur að virka en við ætluðum að láta fjarlægja hann í maí 2010 þegar hún greindist aftur en því miður var það ekki hægt þá vegna greiningarinnar. Við trúum því að þetta er bara skref frammá við í veikindum hennar og við þurfum ALDREI aftur á þessu á að halda. Jú framvegis þarf hún að fá sprautur í handlegginn þegar það er verið að taka blóð og í svæfingum sem er hreint helvíti fyrir hana þar sem hún þolir það ekki og svo endalaust erfitt að finna æðar í það. En jú þetta er ákveðið skref frammá við þó svo mamman sé dáltið stressuð fyrir þetta ákveðna skref - veit ekki afhverju??
Hún fór í heilarit í síðustu viku sem við fáum væntanlega út úr í dag þegar hún fer í aðgerðina sína - læknirinn hennar vildi að hún færi í það áður en hann færi hræra mikið í lyfjakokteilinum hennar þó svo hann gerði smá breytingar í síðustu viku. Jú barnið er alltaf svo þreytt en einsog doktor Óli sagði þá er kanski erfitt að breyta því vegna alls sem hefur undan gengið. Hún leggur sig oft á daginn og sofnar snemma - ætli maður væri ekki svoleiðis líka ef ég væri búin að ganga í gegnum þetta allt saman.
Hún er annars spenntust fyrir jólabingóinu sínu sem hún mun halda á leikstofunni fyrir jólin uppá spítala - það er alveg ótrúlegt hvað þetta gefur henni mikið "að borga tilbaka" allt sem allir hafa gert fyrir hana. Okkur var boðið í bingóið um daginn en hún vildi sko ekkert koma með þar sem hún væri ekkert að stjórna bingóinu sjálfu - hún vill ekki spila sjálf og reyna vinna, henni finnst bara svo gaman að sjá gleðina í öllum hinum sem vinna sem mér finnst náttúrlega alveg magnað.
Jú ég auglýsti eftir dótið í bingóið hennar og fékk eitt svar frá bókabúðinni á Húsavík og hér birtist svo kassi af dóti frá þeim sem verður í verðlaun og jú svo smá aukalega í verðlaunakassann uppá spítala en einsog allir vita finnst öllum börnum gaman að fá verðlaun fyrir að vera dugleg í læknaheimsóknunum sínum og Maístjarnan mín ætlar að fylla smá í þann kassa þökk sé þeim á Húsavík.
Við auglýsum samt áfram eftir dóti (nýju) í bingóið hennar en okkar markmið er að sjálfsögðu er að allir krakkarnir fari glaðir af bingóinu hvort sem það fékk bingó eða ekki. Ef þig eða þitt fyrirtæki langar að gefa vinning þá má endilega vera í sambandi við mig aslaug@vefeldhus.is
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4870798
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komið þið sæl
Vonandi hefur aðgerðin gengið vel. Ég er líka sannfærð um að þetta er bara skref fram á við.
Ég er því miður ekki með fyrirtæki til þess að gefa dót í bingóið ykkar, ef ég væri það þá myndi ekki standa á mér.
Kveðja - Helga
Helga (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 21:50
Kæra fjölskylda,
mig langaði bara til að óska ykkur góðs gengis. Ég kíki reglulega hingað inn til að fylgjast með fréttum af duglegu hetjunni ykkar og dáist að þvi hversu sterk og dugleg fjölskylda þig eruð. Það getur enginn ímyndað sér þau spor sem þið hafið þurft að stíga, nema hafa upplifað svipað sjálfur. Mig langaði bara til að segja gangi ykkur vel! Það gleður mig að sjá að allt er á uppleið með duglegu stelpuna ykkar! Það gefur öðrum von.
Bata og baráttustraumar til ykkar!
Kærleikskveðja,
Emma
Emma Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2013 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.