Leita í fréttum mbl.is

Þuríður Arna

Fyrir nokkrum vikum var Þuríður Arna mín gjörsamlega búin à því daglega, þurfti að leggja sig eftir hvern skóladag og var ekki að meikaða að vakna à morgnanna, hvað þà að fara í skólann. Þannig doktor Óli àkvað að minnka lyfjakokteilinn hennar og sjà hvort það yrðu einhverjar breytingar. Jú það eru breytingar - stelpan er ekki jafn þreytt (er samt þreytt) og nýtur skólans betur (auðveldar að koma henni á lappir í skólann) EN kramparnir hafa aukist eða það eru komnir þrír dagar af krömpum à sex dögum.

Einsog doktor Óli sagði stundum þarf maður að velja à milli mikilla þreytu eða fleiri krampa. Veit ekki alveg hvort er verra??  Doktor Óli var annars að hringja og við ákváðum í sameiningu að stækka ekki lyfjakokteilinn hennar og sjá hvernig desember verður hjá henni - það er allt gert í samvinnu hjá okkur læknunum.

Hún vill helst hafa það bara rólegt heima ef við fjölskyldan ætlum að fara gera eitthvað (alveg sama hvursu skemmtilegt það er) þá vill hún bara hringja í afa sinn Hinrik og hafa það kósý hjá honum, hún veit líka að hann snýst í kringum hana sem er alls ekki slæmt.  En við getum heldur ekki gert hinum það að sleppa að gera allt það skemmtilega þó svo að Maístjarnan mín hafi ekki orku í það og þá er gott að geta hringt í fólkið okkar sem leyfa henni ALLTAF koma til sín og hafa það kósý.

Njótum desembermánaðar að vera saman - okkar uppáhalds mánuður þó svo hann hafi verið oft á tíðum mjög svo erfiður í gegnum veikindi Maístjörnu minnar.

XOXO 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

elsku dúllan, gott að eiga góða að, aventukveðjur góðar<3

Didda ókunn (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 19:54

2 identicon

Gleðilegan desember til ykkar allra. kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 22:47

3 identicon

Elsku þið öll

Leiðinlegt að fallega stjarnan er ekki að njóta sín, en þá er afinn flottur og góður kostur fyrir hana í knús.

Auðvitað þurfa þau sem er hress að vasast og gera. En þetta er erfitt fyrir mömmuhjartað og auðvitað alla ég óska þess að þið njötið aðventunnar hvert með sínum hætti. Og sendi ykkur mínar allrabestu kveðjur frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 00:14

4 identicon

Njótið aðventunnar....öll á ykkar hátt....viss um að afinn nýtur stundanna með Þuríði sinni.

Með jólakveðju - Helga

Helga (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband