Leita í fréttum mbl.is

Krampandi annan hvern dag......

Maístjarnan mín er krampandi annan hvern dag sem er alls ekki nógu gott - hún er líka algjörlega búin á því þegar hún kemur heim úr skólanum og þráir þá ekkert heitara en að leggjast uppí sófa hjá afa sínum Hinrik og fá smá dekur sem hún fær daglega.  Hún þolir nefnilega ofsalega illa allt þetta áreiti sem fylgir því að eiga mörg systkini - allt þetta skutl og þess háttar og þá er líka bara best að dekrast hjá afa sínum.  Hún elskar líka þegar við höfum ekkert að gera um helgar og hanga bara heima í náttsloppnum sínum sem hún fékk í jólagjöf en það var ein af drauma-gjöfum hennar en það gerist ekki oft enda mikið að gera hjá okkur um helgar en hún fær þá líka bara að fara í afa-dekur ef hún er ekki að meika svoleiðis sem hún velur frekar.

Við erum að fara hitta doktor Óla í loka mánaðar og ég var alltaf búin að ákveða ef hún héldi áfram að krampa svona mikið að ég myndi heimta að rannsóknir hennar yrðu fyrr en ákveðið er svo við skulum sjá hvað doktor Óli segir.  Lyfja-aukningin hennar var allavega ekki mikið að segja fyrir hana því miður.Frown 

Annars veit ég stundum ekki hvor er þreyttari ég eða hún og ekki er ég krampandi - það er ekki oft sem ég finn fyrir svona mikilli þreytu og þrái mikið að komast aðeins í burtu en geri það akkurat núna.  Einn sólarhringur myndi gera svoooo mikið - svo ég þarf bara að fara vinna í því að taka brjósti af DraumaDísinni minni 8 mánaða svo ég komist kanski aðeins í burtuWink.
 
Hér fyrir neðan eru tvær myndir af Maístjörnunni minni - önnur er einsog hún er flesta daga eftir skóla, algjörlega búin á því  og hin er frá síðustu læknaheimsókn sem var í vikunni en þá var hún að fá sína mánaðarsprautu og í blóðprufum.  Sem betur fer þurfum við ekki að borga fyrir þessa sprautu, nóg þurfum við að borga fyrir (þar að segja lyfin hennar, eftir þessar "æðislegu" breytingar hjá heilbrigðisráðherra fyrrverandi).
1560589_10151931079864611_176061202_n1560605_10151928931449611_818094659_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið lagt á litla stelpu, vonandi hressist hún með hækkandi sól, þessi tími árisins er alltaf erfiður.  Heppin er hún að eiga svona góðan afa sem dekrar hana.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 17:31

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 13.1.2014 kl. 00:23

3 identicon

knús og kram, bestu óskir um betri líðan, ljúfar kveðjur til ykkar allra og góðir straumar, farið vel með ykkur eins og þið getið :)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 16:26

4 identicon

Æ,Æ ekki gott með krampana. En gott að eiga góðan afa, það er ómetanlegt.

Steinunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 15.1.2014 kl. 08:37

5 identicon

Vona að hún fari að hressast . Hugsa til ykkar

Maja (IP-tala skráð) 15.1.2014 kl. 16:18

6 Smámynd: Ragnheiður

Vonandi tekst að gefa henni eitthvað til að stilla af krampana. Það er gott að hvíla sig hjá afanum :)

Ragnheiður , 20.1.2014 kl. 13:00

7 identicon

Ég hugsa alltaf sterkt til ykkar fjölskyldunnar og vona svo innilega að elsku barninu fari að líða betur.  Það er dýrmætt að eiga góðan afa.  Batastraumar til ykkar. 

Emma Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband