2.3.2007 | 09:15
Doktor sáli
Það er svo ótrúlega skrýtið (kanski er það ekkert skrýtið) hvað fólk skammast sín fyrir það að þurfa leita sér hjálpar og það er ennþá þessi femini hjá fólki að viðurkenna það að það er þunglynt eða hreinlega líður bara illa útaf kanski engu en þá þora fáir að "koma útur skápnum" með það. Ég þekki nokkrar manneskjur sem eru þunglyndar en þora ekki að tala um það og leita sér ekki hjálpar og þar af leiðandi get ég ekki ímyndað mér það að þeim líði en verr við það. Ok þessar manneskjur tala kanski ekki um þessi "veikindi" sín en maður sér það alveg langar leiðir að það er eitthvað að hrjá þær, kanski vilja þær ekki bögga neinn með þessu ég veit það ekki og kanski vilja þær heldur ekki að neinn viti að þeim líði svona. Það eru líka margir sem skammast sín líka við að þurfa leita sér hjálpar sem fólki finnst kanski frekar asnalegt að þessi eða hinn hrjáist af þessum "veikindum", oft er eða var allavega litið niður á fólk sem segist eða er sagt að það sé þunglynt ég veit það ekki, ég geri það allavega ekki og mér finndist bara skref frammá við hjá þessum ákveðnum manneskjum að leita sér hjálpar og viðurkenna "veikindin" sín.
Afhverju er ég að tala um þetta? Það er ekki af því ég er þunglynd en ég þarf að leita mér aðstoðar hjá sérfræðingum vegna þess sálarlífið mitt er kanski ekki í rúst en það er mjög slæmt vegna veikinda hennar Þuríðar minnar. Það er ýmislegt sem hvílir á manni og að sjálfsögðu þarf maður einhvern til að tala við og þá hjá fólki sem er lært til að reyna hjálpa manni annars veit ég sjálf að þetta versnar tífalt. Jújú ég get alveg talað við Skara minn en hann er samt engin sérfræðingur og veit hvað þarf að gera til að reyna bæta hlutina.
Ég fór til doktor sála í gær ásamt Skara mínum en við erum að sjálfsögðu að reyna gera þetta saman og auddah er það líka í boði að við förum í sitthvoru lagi sem við höfum örugglega gott af líka en ég er ekki ennþá tilbúin til þess. Það þurfti mikið til að ég samþykkti að leita þessar hjálpar, Skari búin að "röfla" mikið um það að við ættum að fara en ég hélt alltaf að ég gæti bara unnið úr þessu sjálf en hlutirnir eru ekki svo auðveldir. Það var ótrúlega erfitt að koma sér afstað í þessa hluti en eftir tíman í dag leið mér ótrúlega vel og við ætlum að reyna hafa þetta reglulegt. Við vorum byrjuð að mæta fyrir jól en svo var eitthvað svo mikið að gera, Þuríður í geislameðferð og fleira eða kanski reyndi ég bara að hafa mikið að gera til að reyna sleppa við að fara. Ekki það að doktor sáli sé slæmur hann er gull af manni og mjög gott að tala við hann en einsog ég sagði þá hélt ég bara að ég gæti unnið úr þessu sjálf. Ef ég er ekki heil þá get ég ekki hjálpað Þuríði minni og sinnt hinum börnunum mínum almennilega sem er ekki í boði þannig þá verð ég líka að fá hjálp.
Það var mikið fróðlegt sem kom útur þessum fundi í morgun ekki það að ég ætli alltaf að fara útí alla fundi sem við förum á en þá spurði doktor sáli hvort við færum eitthvað án þess að það væri talað um krabbamein eða veikindin hennar Þuríðar minnar. Hmmm!! Svarið er bara stórt NEI alveg sama hvert við förum þá er ALLTAF talað um veikindin hennar Þuríðar minnar, við getum ekki farið í veislur eða á tjúttið án þess að maður hittir einhvern sem verður að spurja mann spjörunum úr. Ég veit að það er vel meint en stundum langar manni bara að reyna gleyma sér og ekki tala um nein veikindi. Okkur Skara var boðið í afmæli um daginn en ég treysti mér ekki til þess að fara(Skari fór)því ég vissi að ef ég færi í þessa veislu þá yrði byrjað að tala um veikindin (sem var að sjálfsögðu gert við Skara) og mig langar ekki að fara í eitthvað partý sem fólk er að drekka að það talar varla um neitt annað en veikindin. Það er sérstaklega algengt að fólki komi til manns sem ég þekki varla eða myndi ekki einu sinni heilsa útí búð en er í glasi og það byrjar að spurja mann spjörunum úr sem er alveg óþolandi, afhverju getur fólk ekki heilsað manni þegar það er edrú en byrjar svo að tala um þetta þegar það er í glasi? Já ég þoli það ekki.
En mikið ofsalega langar mig að skella mér á eitt stk Sálarball en langar það samt ekki því ég veit hvað gerist ef ég geri það, ég fæ ekki að skemmta mér og reyna aðeins að gleyma mér á dansgólfinu. Ég get það kanski ef ég er með Viggu vinkonu ehe því hún er ofsalega dugleg að segja fólki að halda KJ ef vogar sér að byrja spurja mann spjörunum úr sem er very nice en maður á samt ekki að þurfa lífvörð. Finnst að fólk eigi að reyna sleppa því svona einu sinni sérstaklega þegar maður er að reyna skemmta sér að sleppa því að spurja mann, grrrr!! Ég er kanski að segja ykkur þetta til að undirbúa ykkur þegar þið sjáið mig næst á einhverju Sálarballi ehe hvenær sem það verður þá megiði halda KJ eða bara tala um eitthvað skemtilegt. Takk takk!!
Síðastliðið haust þegar við sáum að Sálin yrði í koben í apríl vorum við sko pottþétt á því að skella okkur en svo fór maður að hugsa "en ef Þuríður mín verður slæm?", "æjhi ég nenni ekki að borga múltí money fyrir að fara á þetta geggjaða ball og ég hitti bara fólk sem ætlar sér bara að tala um Þuríði mína". Þannig við hættum við sem var mér að kenna, dóóhh!! Það er oftast ég sem dreg mig í hlé og treysti mér ekki í þetta og hitt en mikið ofsalega langar mig samt á ballið eheh en það er ekki í boði þar sem það er orðið uppselt sem betur fer eiginlega.. Ég bíð bara spennt eftir þar næsta balli þeirra og stefni kanski á að fara?
Læknarnir eru líka búnir að segja við okkur að við eigum ekki að hætta plana hlutina svona frammí tíman, við eigum að gera það þó maður sé hræddur við það en þá hættir maður bara við ef maður sér að aðstæðurnar séu þannig. Ég ætla að reyna gera það þannig þó mér finnist það afskaplega erfitt.
Við fjölskyldan erum annars á leiðinni í bústað og ætlum að gista þar eina nótt, njóta þess að busla í pottinum, grilla, leika okkur úti og bara knúsast öll saman. Svo á morgun ætlar tengdó að fleygja okkur Skara útaf heimilinu og þau ætla að yfirtaka heimilið í einn sólarhring á meðan við Skari gerum eitthvað fyrir okkur, ég hlakka endalaust til!!
Góða helgi kæru lesendur og munið það er engin skömm að líða illa og þurfa leita sér hjálpar allavega áður en það verður of seint, betra seint en aldrei.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ fallegust :) njóttu þess að vera til og hafðu það ógó gott með skara þínum um helgina :)
koss og knús
Þórunn Eva (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 09:55
Góða helgi elsku sys og fjölskylda. Ég og Eva Natalía komumst ekki í heimsókn á morgun þar sem sú litla er orðin lasin... Ohhh við sem vorum farin að hlakka svo til. Leyfa Evu Natalíu aðeins að rífast við frændsystkini sín Við komum samt í næstu viku, engin verkefni eða próf hjá mér þá.
Oddný sys (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 09:56
Já því miður eru margir sem þurfa virkilega hjálp en leita ekki eftir henni.
Ég er svo sammála þér að til þess að þið getið t.d hjálpað og verið stoð og stytta fyrir hin börnin ykkar, þá verðið þið að létta af ykkur. Þetta er svakalega erfitt, að líða ílla, og eiga samt að brosa helst allan dagin og hafa orku í allt sem þarf að gera.
Vona að næst þegar þú ferð á lífið, að þú fáir að njóta þess og fólk bara spjalli um eitthvað annað en veikindin hjá þuríði. Þó svo að það sé gott að tala um það, að þá er kannski ekki alltaf staður og stund.
Vona að þið hafið það sem best. Ég þekki ykkur ekkert, en hef fylgst með ykkur og skrifunum ykkar. Gott að lesa líka um dagana sem Þuríði líður betur.
sunna (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 10:08
Ég held að það að vera þunglyndur í dag sé meiri feluleikur og erfiðara að viðurkenna það og koma út úr skápnum heldur en að vera samkynhneigður.
Vonandi verður þunglyndi viðurkennt sem sjúkdómur en ekki bara einskær leti og aumingjaskapur einhvern daginn - hér í DK er enginn skömm að því að vera þunglyndur og mikill skilningur í þjóðfélaginu með það.
Maður þarf heldur ekkert að vera þunglyndur til að líða illa og þurfa hjálp við að henda reiður á tilfinningar sínar. Álag og áföll geta valdið því að fólk týnir sér og þarf þá kannski sérfræðihjálp til að finna sig aftur, ef svo má að orði komast. Engin skömm að því að hitta sálfræðing og ræða sína líðan - fyrsta skrefið í átt að betri líðan er að hreinlega viðurkenna vandamál sín og koma útúr skápnum með það ;)
Jæja, ég ætlaði nú ekki að skrifa einhvern svaka pistil - en eigið góða helgi.
kv. Súsanna sem einmitt er á biðlista eftir Dr. Sála
Súsanna (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 10:10
frábært blogg hjá þér slauga!
ég lít aldrei niður á fólk sem leitar sér hjálpar, heldur frekar upp til þeirra fyrir að hafa kjarkinn til að viðurkenna (og þá um leið fyrir sjálfum sér, sem er sennilega erfiðast) að það er ekki allt í himnalagi
ég sé alveg viggu fyrir mér segjandi fólki að halda kjafti þegar það er að spyrja þig hehe það er sniðugt, vigga góð!:)
katrín atladóttir, 2.3.2007 kl. 10:15
Sæl Áslaug
Áhugaverðar pælingar, mig langar að ráðleggja þér að hugsa fyrst og fremst vel um sjálfa þig, því að ef að þú ert ekki í góðu standi geturðu ekki hjálpað öðrum. Ég hef fylgst með ykkur hér á síðunni og þú átt alla mína aðdáun fyrir þitt mikla hugrekki, bæði í þeim erfiðleikum sem þú ert að takast á við og ekki síst fyrir að tjá þig um þá hér á síðunni.
Með kveðju Helga (móðir 3 barna)
Helga Kristín Gilsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 12:18
Góða helgi og njótið þess að vera til.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 13:06
Góða helgi sömuleiðis elsku vinkona. Ég skil þetta vel með að vilja fá frið. Fólk sem ekki hefur dug í sér til að ræða við mann nema undir áhrifum en þegir svo þunnu hljóði þess á milli á bara að þegja yfirhöfuð :)
Hafið það sem best.
Ylfa (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 13:51
Góða helgi kæra fjölskylda og njótið þess að vera saman í sumó Og þið Óskar auðvitað á morgun, góð tengdó sem þú átt Áslaug enda gátu þau örugglega ekki valið sér betri tengdadóttur
Knúsi knús Sólveig & fjölsk.
Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 14:38
Góða helgi kæra fjölskylda ;) Njótið bústaðarins í botn!
Knúúúús
Elsa Nielsen, 2.3.2007 kl. 14:46
frábært að þið ætlið að fara tvö EIN eitthvað út í buskann. Það er nauðsynlegt til að næra líkama og sál og halda utan um hvort annað og gleyma stað og stund er það besta sem hægt er að gera, óháð staðsetningu, bara að þið séuð EIN.
góða skemmtun
Helga Linnet, 2.3.2007 kl. 15:19
Ég þekki ykkur ekki neitt en fylgist samt með eftir að mér var bent á þessa fallegu stúlku með þetta fallega nafn (Þuríður eins og ég).
Finnst skrif þín í dag bara góð ábending til fjölskyldu og vina að skella í skemmtilegt partískrall og tylkynni væntanlegum gestum að ekki verði rætt um veikindi Þuríðar eitt kvöld.
Annars bara baráttukveðjur. Þuríður hin ókunnuga.
Þuríður (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 19:04
Flott færsla hjá þér... hafið það gott í bústaðnum.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2007 kl. 19:25
Sæl Áslaug.
Frábær pistill hjá þér. Það er alveg rétt hjá þér, það er enginn skömm að leita sér hjálpar og allavega finnst mér það vera gott mál hjá þeim sem gera það. Þurfti sjálf að gera það í den og sé ekki eftir því. Það léttir svo mikið á manni. Ég skil þig rosalega vel með þetta að geta ekkert farið án þess að það sé verið að ræða veikindi litlu snúllunnar þinnar. Vona samt svo innilega að þú náir að fara að skemmta þér og fólk beri virðingu fyrir því að nú þurfir þú að fá að vera þú sjálf þegar þú ferð á djammið eða bara hvert sem er. Það er ábyggilega gott fyrir þig að komast út á fá að gleyma sér í smá stund þ.s. ef það er hægt. Þú ert bara duglegust og takk fyrir að leyfa okkur hinum að fylgjast með veikindum Þuríðar, vona svo innilega að henni batni. alla vega ætla ég að panta eitt stykki kraftaverk sem er ætlað henni. Mikið yrði ég glöð ef sú ósk rætist. Aldrei að segja aldrei því maður veit jú aldtei hvað framtíðin ber í skauti sér. Allavega vona ég að þið hafið það alveg æðislega gott um helgina og knúsist mikið. Megi guð og gæfan vera ykkur í hag. Bestu kveðjur Sigga Ásgeirsd.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 09:06
Alveg sammála með að fólk er feimið við að leita sér hjálpar, það vill enginn viðurkenna að lífið er ekki súper.. Stundum er líka gott að vita að einhverjum er ekki sama um mann, bara það að einhver vill hlusta á það sem mar hefur að segja getur létt lundina svo um munar:) Takk Áslaug mín fyrir það.
Svo veistu að ég er alltaf til í að segja fólki að halda KJ þegar það er að angra þig.
Knús og kossar til ykkar
Vix
Vigga (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 18:36
Það var skrítið að lesa þetta. Þetta talaði eiginlega alveg ótrúlega til mín. Er ekki frá því að ég taki mig á og leiti mér hjálpar við allt það sem berst innan í mér.
Kíki oft hingað inn og vildi bara kvitta fyrir mig. Gangi ykkur sem allra best, ekki gleyma ykkur sjálfum og munið að lífið hefur upp á fleira að bjóða en veikindi ;)
Endalausar þakkir fyrir gott blogg, Heba.
Heba (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 22:29
Það má segja að hverjum og einum sé úthlutaður poki við hvert líf. Eftir því sem árin líða þá fyllist aðeins í pokann, mismikið þó eftir því hvernig lífið fer með mann. Í því lífi sem reynir mikið á fólk, fyllist pokinn oft mjög hratt þó aldurinn sé ekki hár, en þá þarf að tæma úr pokanum aðeins svo maður fari ekki yfir um, bilist ekki eða fái hreinlega alvarlegt taugaáfall. Því er nauðsynlegt að tæma úr þessum poka svo maður geti tekið við meiru. Í þínu tilfelli notar þú sálfræðing til að tæma úr þínum poka sem er hið besta mál svo þú getir tekist á við fleiri erfiðleika sem upp geta komið um ókomna framtíð. Endilega Áslaug, passaðu að tæma þennann poka reglulega, ef þú hugsar ekki vel um sjálfan þig þá getur þú ekki hugsað vel um börnin þín. kv. Magga Össurar
Magga Ö (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 23:07
Hæ elsku fjölskylda. Ég sá litlu prinsessuna mína á öskudaginn og mikið var hún falleg. Og ekki var eldri prinsessan síðri. Njótið ykkar vel. Knús og kossar. Kv. Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 00:20
Var og er ekki bara stórkostleg helgi hjá ykkur öllum.Gleðikveðja.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 11:51
Frábær pistill hjá þér. Er sjálf hjá sálfræðingi,á tvö börn með greiningar sem hafa tekið mikið af mínum krafti og á svo sjálf við líkamleg veikindi að stríða. Mér fynst alveg frábært að þið farið til sála, það gerir bara gott. Og eins og Magga Ö lísti á var þetta útskýrt fyrir mér eins og baðkar, ef það er fullt þá ertu virkilega komin í vandræði. Ég hef gert sáladagana mín að mínum dögum, fer ekki á fundi en geri bara það sem mig langar til. Það er líka rosalega mikilvægt að geta verið einstaklingur, annar parturinn af hjónunum og svo fjölskylda.
Ég óska ykkur alls góðs og vona að þið munið að passa upp á ykkur, því ef eithvað kemur fyrir ykkur vantar börnunum mikið !!!!
Kær kveðja
Sigrún Friðriksdóttir, 5.3.2007 kl. 05:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.