Leita í fréttum mbl.is

Kraftaverkið mitt

Mér finnst ég eiga hlut í einni hetju og miklu kraftaverki án þess að mamma hennar viti af því, mér hefur funndist eiga í henni síðan síðasta sumar þegar ég hitti hana.  Ég hugsa daglega til hennar sérstaklega eftir að við fengum þær hræðulegu fréttir að æxlið hennar Þuríðar minnar væri orðið illkynja.  Svo vildi svo skemtilega til að ég fékk eitt af fallegustu mailum sem ég hef fengið, góðu og miklu peppi í síðustu viku sem var reyndar frá mömmu þessara hetju.  Ég hef reyndar ekki svarað henni en ég geri það kanski bara hér opinberlega þó ég nefni engin nöfn þá veit ég að mamma hennar veit að ég er að tala um hanaWink.

Mér fannst ofsalega gaman að fá þetta mail einsog flest mailin sem ég fæ ég segi flest því öll eru ekki falleg því miður en þetta var æðislegt mail.  Mamma hetjunnar er að tala um biðina sem er að sjálfsögðu sú erfiðasta í heimi en einsog ég Skari vorum að tala um eftir að við vorum búin að lesa mailið þá viljum við frekar bíða alla ævi eftir svörum heldur en að fá einhver slæm svör frá doktorunum, á meðan við höfum Þuríði mína hjá okkur og hún er einsog hún er í dag þá þarf ég ekkert að vita meira.  Hún má vera ofvirk, hvatvís og svo lengi mætti telja, mér er alveg sama ég hef hana hjá mér sem er æðislegasta í heimi.

Læknarnir hafa tilkynnt okkur að hún Þuríður eigi ekki framtíðina fyrir sér en ég neita að trúa því fyrr en annað kemur í ljós því einsog með þessa hetju mína þá var sagt við foreldra hana að hún myndi ekki ná eins árs aldri, svo var vonast til að hún næði þriggja ára aldri svo hún kæmist í geislameðferð sem hún gerði.  Læknarnir voru búin að tilkynna þeim að engin sem væri greindur einsog hún myndi ná að lifa í 65 mánuði í viðbót en það gerði þetta kraftaverk og í dag er hún að mig minnir 11 ára.  Þannig það er ekki alltaf hægt að taka treysta á læknana, þeir vita ekki allt sem betur fer segi ég bara. 

Mér finnst æðislegt að hugsa til þessa kraftaverks því ég fæ mikla von með Þuríði mína að hugsa til hennar.  Ekki getur þetta kraftaverk farið í aðgerð einsog Þuríður mín, ekkert hægt að gera meir fyrir mína hetju nema kanski ár eftir síðustu geislameðferð getur hún farið í aðra geislameðferð.  Jíbbíjei!!  Næst þegar ég hitti hina hetjuna mína mun ég mæta með teygjubyssu einsog Halla Hrekkjusvín á þar að segja ef hún er ennþá mikli aðdáandinn einsog síðasta sumar og gefa henni.  Ég man svo vel hvað hún dýrkar Höllu og Sollu þegar við hittum þær síðasta sumar og hvað henni langaði svo í svona teygjubyssu einsog Þuríður mín á og að sjálfsögðu Halla hrekkjusvín.  Ég lofa!!Grin

Mig langar að senda stórt knús til mömmu þessa kraftaverks og takk æðislega fyrir bréfið frá þér, þú getur ekki ímyndað þér hvað ég met það mikils og þú mátt líka knúsa þína sætu dós frá mér.

Annars áttum við æðislega helgi, sólarhringurinn uppí bústað var geggjaður.  Grillað, farið í pottinn, horft á hana leiðinlegu Ellý en skemtilega x-factor og leikið okkur í öllu dótinu.  Geggjað góður draumur!!

Við Skari fórum svo að heiman á laugardeginum um kaffileytið, fórum á Grand rómantík, úllala!! Fórum útað borða slurp slurp endalaus góður matur, fórum á Ladda-showið sem var æðislega skemtilega fyndið, mæli eindregið með því.  Nutum þess í botn að fara sofa án þess að þurfa svæfa neinn og vakna þegar okkur langaði að vakna, erum reyndar orðin svo gömul þannig það var ekkert sofið út ehehe!!  Knús til ykkar tengdó fyrir að taka börnin að ykkur þennan sólarhring, núna bíð eftir því að einhver bjóði sig fram til að passa svo við getum farið í bíó en það er meira en ár og aldir síðan ég fór í bíó síðast. "mamma júhú!!"Tounge

Drengurinn að sofna í fanginu mínu þannig það er best að setja hann uppí rúm svo það fari betur um hann, annars var hann að læra að klifra eheh.  Hann er uppum allt og inní öllum skápum en bara þar sem hann finnur kexlykt thíhí!! Yndislegastur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ æðislegt að þið skilduð skemmta ykkur svona vel og hafa það svona gott :)

æðislegt blogg hjá þér skvísa ;)

love ya skvís :)

Þórunn Eva , 5.3.2007 kl. 09:41

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Stundum þarf lítið til að gleðja stórt.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.3.2007 kl. 10:02

3 identicon

Sæl.

Gott að þið skemmtuð ykkur og gátuð slakað á, þið eigið það skilið

Kv Silla Karen

Silla Karen (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 10:24

4 identicon

Það var mjög gott að lesa þennan pistil þar sem maður fékk á tilfinninguna að þér (og ykkur) líði betur heldur en síðustu viku eða svo.  Greinilega góð helgi að baki og líst vel á hugmyndina að skella sér í bíó.  Það er einföld og skemmtileg leið til að komast aðeins í annað umhverfi og dreifa huganum.  Tel það líka mjög gott að þið séuð byrjuð að hitta sálfræðing.  Gott að geta talað við hlutlausan aðila sem hefur áður tekist á við svona mál.     Nú er bara að halda áfram og reyna að vera eins jákvæður og maður getur 

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 11:00

5 identicon

Frábær pistill hjá þér Áslaug og örugglega yndislegt fyrir hina mömmuna að fá svona gott pepp frá þér.  Gaman að lesa hvað helgin var góð og ef svo vel vildi til að ég þekkti ykkur eitthvað meira en hér í bloggheimum, myndi ég svo sannarlega bjóðast til að passa fyrir ykkur, bæði fyrir kaffihús og bíóferð

gangi ykkur áfram vel

bestu kveðjur, k.skj

k.skj (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 13:04

6 identicon

Sæl kæra Áslaug.

Þetta fannst mér alveg frábær pistill bara alveg eins og talað úr mínu hjarta. Það er svo margt sem þú hefur tjáð þig um sem ég kannast við. Greindist sjálf með æxli við mænuna, sem reyndist svo vera góðkynja. Ég held að það sé rosalega gott að trúa því innst inn að hjartarótum að hlutirnir fari vel, auðvitað verður maður að vera raunsær. Hugurinn stjórnar svo mikilu, auðvitað getur maður ekki alltaf verið sterkur. Það er bara eðlilegt því þetta er ekkert grín að eiga svona veikt barn. Maður elskar börnin sín alveg út af lífinu og sér oft ekki sólina fyrir þessum elskum. Ég verð að fá að koma því að , að mér finnst þið algjörar hetjur og í rauninni alveg lýginni líkast hvað þetta gengur vel hjá ykkur miðað við það álag sem hlýtur að hvíla á ykkar herðum. Þið eruð bara stórkostlegar hetjur og alveg ótrúlega sterk. Það myndu ekki allir höndla þetta álag svona vel eins og þið gerið. Mikil hugsjón í þessum skemmtilega pistli þínum Áslaug. Gangi ykkur alltaf sem allra best og ég bið fyrir kraftaverki handa litlu snúllunni. Bestu kveðjur Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 17:16

7 identicon

Gott að heyra að helgin ykkar var svona góð. Það var gaman að koma í stutta heimsókn til ykkar og gera tilraun til að fá hana Oddnýju Erlu mína lánaða. Það gengur bara betur næst og kannski verða þær stelpurnar þá löngu farnar að hittast. Hafið það sem allra best og það er gott að muna eftir þessari kraftaverkasögu sem þú minntist á því það er beðið fyrir Þuríði Örnu og ykkur öllum á hverju degi. Það var yndislegt að hitta ykkur aðeins í gær. Næst kem ég til ykkar og fæ að skoða frábæru myndirnar frá Florída og fleira. Knús og kossar. Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 21:02

8 Smámynd: Helga Linnet

Ég þekki líka þessa mömmu og þessa kraftaverkastelpu. Stelpan er algjört æði og alltaf svo jákvæð. Frábært hjá henni að senda þér pepp mail. Ég hef fylgst með þeim frá því að litlan greindist. Þetta var gríðarlega erfitt hjá þeim en þau misstu ALDREI  vonina. Ég vona að þið gerið það heldur ekki

Stelpan mín er líka lifandi sönnun þess að læknarnir hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Hún lifði af þó hún sé ekki al-heilbrigð á eftir, þá er hún hjá okkur og það skiptir mestu máli.

Frábært að þið séuð endurnærð eftir þetta helgar-stúss. Þetta er NAUÐSYNLEGT. Vonandi komist þið aftur saman út fljótlega.

Helga Linnet, 6.3.2007 kl. 11:49

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég tók sérstaklega eftir einu orði í Athugasemdum hér, og það er orðið VON.

Fallegt bréf, greinilega yndislegt fólk með hlíhug og bænir til ykkar, sama hér.

Kv. og meyri von og trú, SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 7.3.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband