Leita í fréttum mbl.is

Styttist í rannsóknirnar

Jæja þá fer að styttast í rannsóknirnar hjá hetjunni minni - verða heilir átta mánuðir síðan síðast en það hefur bara einu sinni liðið svona langur tími á milli rannsókna en það var árið 2010 þegar hún greindist aftur og þess vegna er mamman að farast úr stressi sem er nú bara óþarfa stress.  Hún fer líka í fyrsta sinn vakandi í rannsóknirnar sínar en það á að prófa það - verður fróðlegt að sjá það.  Hún er reyndar krampandi mikið, fékk t.d. fjóra krampa í röð á sunnudaginn sem er frekar mikið en annars er þetta meðaltali annan hvern dag sem er ALLTOF MIKIÐ.

Þegar Maístjarnan mín greindist síðast þá var ég komin með vinnu og farin að undirbúa mig á vinnumarkaðinn sem ég var frekar spennt fyrir og svo núna þori ég varla að dreyma um það því ég er svo hræddum að allt fari á versta veg - það hefur heldur aldrei liðið svona langt á milli greininga og þar sem ég veit að hún mun vera berjast við þetta alla ævi (segja læknarnir en þeir hafa ekki alltaf rétt fyrir sér) þá er ég svo hræddum að þetta sé að koma aftur "bara" vegna krampana.  

En hver vill líka ráða fimma barna móðir í vinnu með eitt langveikt??

Litla DraumaDísin okkar er komin inná leikskóla en hún byrjar samt ekki fyrr en í ágúst og þá að verða 16 mánaða og hún sem fæddist bara í gær.  Þessi snúlla gengur um einsog herforingi um alla íbúð alla daga - á auðvelt með að bræða okkur öll á heimilinu enda dýrkuð af hverjum og einum.

Langar að birta eina skemmtilega af afmælissystrunum:
1920404_10152036982094611_1159744649_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi ykkur vel. Reyndu að vera jákvæð og hugsa góðar hugsanir, stress er bara skaðlegt, ég veit að það er erfitt, en mundu að það er alltaf ljós við enda ganganna og allt getur farið vel hjá ykkur mæðgum. <3

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2014 kl. 13:20

2 identicon

ÆÐISLEG mynd af fallegu systrunum :) vonandi kemur allt vel útúr rannsóknunum!! :)

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 17:27

3 identicon

Snilldar mynd af systrunum. Vonandi kemur allt vel út í rannsóknunum.

Steinunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 20:08

4 identicon

Alveg dásamleg mynd af systrum, við krossum alla útlimi fyrir ykkur öll. kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 20:41

5 identicon

gangi ykkur rosa vel, sendi góða strauma, flott mynd, góða helgi :)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 14.3.2014 kl. 14:42

6 identicon

Elsku þið öll

Við biðjum Guð af alhug um góða skoðun fyrir Stjörnuna, Meira getur maður ekki því miður.

En hvort ég skil stessið úbbs.

Þú spurð hver vill ráða 5 barna mömmu. Ég spyr mömmuna, finnst henni hún geta bætt a sig úti vinnu ? Gæti ekki verið gott fyrir hana að hafa stundir fyrir sig og jafnvel hvíla sig smá, áður en litla fólkið hennar fer að tína st heim úr skólanum ? Bara svona pæling ;-)

KNÚS til allra

Sólveig (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband