Leita í fréttum mbl.is

Lífið er ekki alltaf sanngjarnt.

Laugardaginn síðastliðinn var ég stödd að horfa á drenginn minn hann Theodór Inga keppa í fótbolta þegar ég fæ símtal frá sérfræðingi Þuríðar minnar. Hann hafði loksins að kíkja á myndirnar hennar en hann var búin að vera í leyfi og fríi osíðan myndirnar voru teknar og málið er að það sáust breytingar á myndunum frá því síðast eða 2mm blettir sem hafa ekki verið áður. Hann er dáltið hræddur um að þetta sé farið afstað aftur - gat ekki staðfest þetta 100% fyrr en í næstu myndatökum sem verða samt ekki fyrr en í ágúst. Ekki spurja mig afhverju ekki fyrr - ég hafði ekki rænu á að spurja hann af því þegar hann tilkynnti mér þetta því ég brotnaði að sjálfsögðu niður og gat litlu "ropað" uppúr mér. En við erum búin að panta fund með honum.

Síðan hann tilkynnti mér þetta hef ég verið ofsalega lítil í mér, ég er hrædd, óglatt, ég er reið og svo lengi mætti telja.

Jú það hefði verið ofsalega gott að þetta hefði verið sagt strax eftir myndatökur (þó svo ég hefði viljað sleppa þessum fréttum og fá bara góðar fréttir) en ég er samt ekki reið útí neinn/neina sem gátu ekki lesið á þær eða færðu okkur góðu fréttirnar og ég vil heldur ekki fá nein skítköst hér undir um læknana (því þetta sást ekki fyrr) okkar þar sem ég/við gætum ekki verið glaðari með okkar fólk. Við erum öll mannleg og við erum heldur ekki fær um allt, við gerum líka öll mistök. Meira að segja ég - ég gleymi stundum að gefa Þuríði minni lyfin sín, jú ég er líka mannleg og geri mistök eða klikka á hlutunum. Auðvidað verð ég þá reið við sjálfan mig sérstaklega þegar hún fær krampa þann daginn sem gætu hafa komið vegna minna mistaka.

Já síðustu dagar eru búnir að vera ofsalega erfiðir - Þuríður mín sýndi fyrsta sinn tilfinningar(ef þið vitið hvað ég meina) þegar Oskar tilkynnti henni þessar fréttir og það var ofsalega erfitt. Fyrsta sinn sem hún brotnar niður og sú yngri er alltaf að reyna vera sterk fyrir hana en það hafðist ekki enda á hún heldur ekki að reyna það.

Ég skil ekki alveg "þennan þarna uppi" - hvað er málið?? Afhverju má hún ekki njóta þess að vera til án allra þjáninga? Afhverju þarf hún að berjast svona mikið? Afhverju má hún ekki njóta þess að vera barn? Afhverju, afhverju, afhverju??

Mig langar að öskra og ég er ofsalega kvíðin framhaldinu en sérfræðingurinn er strax búinn að plana að senda hana til Svíþjóðar í "gammahnífinn" ef þetta er einsog hann heldur. Ég er líka ofsalega glöð með það því við vitum að hann hefur virkað fyrir hana þó svo að aukaverkanirnar eru hreint helvíti.

Já munið að njóta lífsins og vera góð við hvert annað!! Einsog mitt mottó er - búa til eitthvað til að hlakka til og ég held því að sjálfsögðu áfram og hlakka til næsta afmælisdags enda eigum við fagna hverju ári sem við fáum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...lífið er svo sannarlega ekki sanngjarnt..
Þið eruð öll sem eitt stórar hetjur,sem megið alveg beygja aðeins af,og fá útrás....
Kærleikur@hlýjar@góðar óskir til ykkur kæra Áslaug..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 20:40

2 identicon

Risa knús á ykkur öll!!

Sara Jóna (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 21:56

3 identicon

Kærleikskveðjur til ykkar.

Þorgerður (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 23:28

4 identicon

♥♥♥♥♥♥♥

Jóhanna (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 01:13

5 identicon

æj hvað það var sárt að lesa þetta, en baráttukveðjur til ykkar allra. Þið eruð svo sannarlega hetjur öll sem eitt

Þórleif (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 07:50

6 identicon

Erfileika vilju við ekki sjá

Kraftaverk viljum við fá

Meinið burt er okkar þrá

bænum verði svarað já

Ása Ásgrímsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 10:34

7 identicon

Les þetta með tárin í augunum. Það er mikið á ykkur lagt þið verðið í bænum okkar <3 kær kveðja Auður, Ásdís og Lilja

Auður (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 11:09

8 identicon

Það er erfitt að lesa þetta, hvað þá fyrir ykkur að berjast við þetta allt ég sendi ykkur góðar kveðjur og hugsa til ykkar. kv gþ 

gþ (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 11:20

9 identicon

Baráttukveðja til ykkur. Þetta er sorglegt að lesa en ég veit að þið munið eins og alltaf standa ykkur eins og hetjur.

kv Díana

Díana Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 11:21

10 identicon

Knús til ykkar og bæn til Guðs að gefa ykkur styrk

Kristín (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband