Leita í fréttum mbl.is

Yndislegur afmælisdagur

Þuríður Arna mín fékk yndislegan afmælisdag - gæti ekki verið hamingjusamari með hann.  Hún er svo heppin að hafa verið með ótrúlega flottum stelpum í bekk í gamla skólanum sínum sem hún bauð í veislu til sín (14 stelpur) sem komu allar og gerðu daginn hennar ennþá betri.  Þar sem hún er ekki flutt úr hverfinu en samt komin í annan skóla þá reynum við að halda tengslunum við þær enda hrikalega góðar við hana - þó svo hún sé ekki að tengjast þeim á "bestu vinkonu hátt" þá gæti hún ekki verið heppnari.  Jú hún er langt á eftir þeim í þroska en það hefur samt ekki stoppað þær að vera svona við hana einsog þær eru - alltaf tilbúnar að leyfa henni að vera með, gera ekki grín af henni ef hún getur ekki eitthvað og svo lengi mætti telja.  Greinilega vel uppaldar þessar stelpur :) Þeim finnst greinilega ekkert sjálfsagðara en að gleðjast með henni.

Við grilluðum hamborgara handa þeim, þær grilluðu sér sykurpúða, fóru í ratleik um hverfið og þar spretti Þuríður Arna með þeim um hverfið - ótrúlega gaman að sjá hvað hún var dugleg í þeim leik.  Held að þær allar hafi skemmt sér jafn vel og Þuríður mín.

Fréttir af Þuríði minni - þá er hún ennþá krampandi, of oft að mínu mati.  Hún er alveg fljót að þreytast og leggur sig oft þegar hún kemur til afa síns eftir skóla.  Auðvidað er ég með STÓRAN hnút (það er stór stór steinn í honum sem mig verkjar í daglega) í maganum yfir agúst-mánuði en við ætlum að njóta þess að vera til þanga til og vonandi hverfur hnúturinn þá.  Hún telur niður dagana í Reykjadalinn.

Set svo inn tvær myndir - önnur er af stelpunum í afmæli Þuríðar minnar, grillandi sykurpúða og hin er af DraumaDísinni okkar sem er dýrkuð og dáð af öllum á heimilinu.
10304357_10152183993764611_4813317535750260832_n10301456_10203522940384360_5763684201814870518_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Innilega til hamingju með afmælið hennar og þessar dásamlegu vinkonur.

Tek undir áhyggjurnar þínar af hinu en ætla að senda kærleik til ykkar og vona að þetta sé bara vegna þessa annars sjónarhorns.

Ragnheiður , 22.5.2014 kl. 22:51

2 identicon

Hjartanlega til hamingju með afmæli dömunar :) Það er yndislegt að heyra hve gömlu bekkjarsystur Þuríðar Örnu eru góðar við hana, greinilega vel þenkjandi einstaklingar þar <3

Vonandi fara kramparnir að minnka og fækka svo þið getið átt yndislegt sumar saman <3

Kærar kveðjur úr Trékyllisvíkinni.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 11:23

3 identicon

yndislegt, sammála hér að ofan, góðar óskir og gleðilegt sumar :)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband