8.3.2007 | 09:52
....
Ég skil ekki þessa þreytu sem er að hrjá mig þessa dagana, ég er reyna borða öll vítamín sem ég finn í apótekum búin að fylla ísskápinn af þeim en þau gera ekkert gagn. Dæssúss mar!! Ég gæti sofið allan sólarhringinn og ég er bara ekki að fatta þetta, álagið er frekar minna þessa dagana heldur en áður, Theodór minn vaknar mesta lagi einu sinni á nóttu og það er bara til að fá tappan sinn. Stelpurnar sofa oftast allar nætur fyrirutan nokkrar sem þær skríða uppí til okkar, ég tek inn fullt af vítamínum, hreyfi mig einsog ég get, fer aldrei seint að sofa þannig ég stend bara á gati? Þessi þreyta mætti alveg fara koma sér í burtu ekki seinna en núna. Aaaaaaaaarggh!!
Kanski er þetta bara aldurinn, dóóhh!! Ekki langt í það að ég nálgist fertugsaldurinn eða bara fjórir mánuðir, það er þegar byrjað að bjóða manni í þrítugs afmæli sem verða ö-a allnokkur þetta árið. Aarrghh hrikalega erfitt að eldast svona, hef ekki ennþá ákveðið mig hvað mig langar að gera tilefni þessa stóra viðburðs, þó ég eigi ekki afmæli fyrr en 12.júlí þá er ég mjög skipulögð manneskja þó það sé erfitt í þessum aðstæðum sem við fjölskyldan erum í en einsog ég hef sagt áður þarf maður að plana hlutina en hættir þá bara við ef aðstæðurnar segja til. Ég rokka á milli að vilja halda stóra veislu vera með besta veislustjóra ever eða þann sem var í weddinginu okkar Skara, Sálin að spila nei ok aðeins farin útí öfgar eða bara rólegt og fínt með mínum nánasta nú eða bara taka upp golfsettið mitt sem ég hef nota bene aldrei notað ehe og fara í golfferð með Skara mínum (það er allavega hans draumur ehe). Hmmm!! Veitiggi neitt?
Þuríður mín er superhress, mætir galvösk í leikskólan, ekkert svo erfitt að vekja hana á morgnana allavega ekki einsog áður, leggur sig bara hálftíma á daginn eða fær ekki að sofa lengur því þá fer hún svo hrikalega seint að sofa á kvöldin. Þannig að statusinn á hetjunni minni er bara góður. Ég verð samt alltaf svo hrædd þegar ég sé hana eitthvað "slappa/þreytta" ef hún vill bara liggja fyrir og hafa það rólegt þá verð ég svo hrædd að núna er hún að slappast, æxlið að stækka en ekki bólgur sem sýndu í myndatökunum. Maður er alltaf með allan varan á þó ég reyni einsog ég get að gera það ekki en þá tekst það ekki alveg. Hún nefnilega talar mjög mikið þessa dagana að hún sé lasin, henni er illt hér og þar en svo veit maður ekki hvað það sé mikið til í því? Er henni svona illt eða er hún bara að segja þetta því það er talað mikið um veikindin hennar í kringum hana? Erfitt að segja?
Hún er byrjuð í nýrri sjúkraþjálfun sem við erum svakalega ánægð með, hætt hjá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra því hún var ekki að fíla sundið sem hún var í. Þannig núna erum við komin í greiningarstöðina sem við erum svakalega ánægð með sérstaklega hún því þar fær hún að fara t.d. í fótbolta og marga aðra boltaleiki og skemtilegar æfingar sem hún fær að gera þar. Fær að sjálfsögðu að fara í KR-búningnum sínum á æfingarnar sem ég held að hún sé mest ánægðust með.
Nenni ekki að bulla meir í dag, þarf að fara undirbúa helgina vííííí!! Svakalega skemtileg helgi framundan hjá okkur fjölskyldunni sem ég get ekki beðið eftir.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
áslaug ósk! golfferð í þrítugs afmælisferð?????
þú ert að verða 30, ekki 50!!!
katrín atladóttir, 8.3.2007 kl. 10:23
Það er nefnilega svo skrítið að þreytan kemur alltaf eftir á. Maður gengur á orkuna í marga mánuði og svo loksins þegar slökunin kemur þá heimtar líkaminn að hvílast:)
kv
Dögg.
Lady-Dee, 8.3.2007 kl. 10:23
KATRÍN
Óskar Örn Guðbrandsson, 8.3.2007 kl. 11:00
líst vel á golfferð, t.d. uppá Skaga eina helgi, amma passar útivera og næs,en Slauga mín vítamín geta tekið allt uppí hálft ár að verka það er mjög einstaklingabundið svo þú skallt gefa þessu séns , knús á línuna,tengdó
tengdó (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 11:46
Flott að skvísunni líður betur :-) En Óskar hvar er ÍA gallinn?????? KR hvað OMG. En varðandi þreytuna þá held ég að þetta sé álagið sem þú ert búin að vera undir og ert undir svo það er alveg skiljanlegt ,ég sendi þér risa búnt af orku kær kv Guðrún Bergmann
Guðrun Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 11:52
Jess líst mér á ykkur.... ÁFRAM KR.... annars langar mig bara að senda ykkur stórt KNÚS.
Kv. Lilja KR !!
Lilja Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:09
Hahahaha Katrín segir satt
Oddný sys (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:11
hehe sorrí óskar
katrín atladóttir, 8.3.2007 kl. 12:12
Held að spennan undanfarið sé á vissan hátt búin að halda þér gangandi undanfarið og þegar hún minnkar á einhvern hátt þá kemur uppsöfnuð þreytan fram. Maður gleymir oft sjálfum sér þegar maður þarf að hugsa um aðra. Kanski núna sé komið að þér vina að hlúa að þér og hlaða batteríin?En hvort sem þú ert að verða þrítug eða fertug..þá segi ég bara þetta..." það sem tvítugur getur gerir þrítugur betur" og" allt er fertugum fært"
Agný, 8.3.2007 kl. 12:24
góð ábending hjá Guðrúnu, kr hvað?áfram ÍAætlað einmitt að nefna þetta, Óskar hvert stefnir eiginlega með þig,koma svo,standa með upprunanumog hverslags bull er þetta með golfið,börn eru meira að segja að að spila golf. Golfferð það er málið,útivera og hreyfing hvað er hægt að hugsa sér það huggulegrasjáumst og heyrumst
tengdó (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:33
Hæ, það er eins og þegar að mikið álag er á manni þá gengur maður í gegnum það eins og hetja og þolir allt en svo þegar að álagið minnkar er maður oft eins og loflaus blaðra, öll orka farin og þá er um að gera að hvíla sig og finna sína leið til að bygggja sig upp- hefurðu annnars látið athuga járnmagnið í skrokknum, járnskortur getur valdið ótrúlegu sleni .
Það væri rosa gaman ef að við Ásta Lovísa mundum hittast og sprella saman- þurfum endilega að finna einhvern tíma í það
Þórdís tinna (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:46
Alló alló ég þekki ykkur ekki neitt en kiki alltaf hérna inn af og til mig langaði bara að benda þér á að maður getur orðið ferlega slappur ef maður tekur inn of mikið af vitaminumekki að djóka hef sjálf upplifað það og hefði ekki trúað þvi öðruvisinEnvona að þið hafið það gott er gamall kr-ingur kveðja sverige
Jólly (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 13:13
Auðvitað er litla hetjan í KR búning!
hehehe - Katrín er alveg að brillera ;)
KNÚS til ykkar
Elsa Nielsen, 8.3.2007 kl. 15:06
Sæl Áslaug. Skemmtilegur pistill hjá þér, já það er óvitlaust að skella sér bara í golf og hafa það huggulegt á skaganum með þínum heittelskaða. Þú finnur þér eitthvað skemmtilegt til að bralla á afmælisdaginn. Þetta með þreytuna, mér dettur í hug hvort það geti ekki stafað af því að þú ert búinn að vera undir svo gífurlegu álagi að nú sé líkaminn bara að segja Stopp!!! Reyndu bara að hvílast vel og fara vel með þig og dekra nú dálítið við sjálfa þig. Er alveg sannfærð um það að þú ert alveg pottþétt búinn að leggja inn fyrir smá dekri. Er alveg sannfærð um að þú ert frábær mamma og börnin þín eru mjög heppin að eiga þig, ekki spurning. Jæja en mjög skemmtilegur pistill, þið eruð í bænum mínum og vonum að Þuríði haldi áfram að líða svona vel. Bestu kveðjur til ykkar allra. Kveðja Sigga Ásgeirsd.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 15:40
langaði bara að senda þér smá orkuknús. Alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína en já golf er jafn gott og hvað annað á afmælinu. Haltu áfram að vera eins og þú ert. Vona að litla prinsessan haldi áfram að vera svona hress og geti mætt í leikskólan.
orkuknús kveðja Boston ókunnug
Boston (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 16:15
GÓÐUR ÓSKAR að sjálfsögðu KR. Gef þér 10 fyrir það.Hetjan litla góða veit hverjir eru bestir.Orkukveðja til allra.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 20:58
Haha!! Þú ert í þrítugs-krísunni!! Man eftir að hafa farið í gegn um hana fyrir....ööhh.. nokkrum árum...
Það varð ekkert slæmt að verða þrítug. Það sem verra er: ég er komin í FERTUGS-KRÍSUNA nú þegar!! Og er ekki nema rétt að verða þrjátíu og þriggja!
Golfferð hljómar MJÖG miðaldra. Ég myndi nú frekar fá hana tengdó þína, þann engil, á Skaganum til að passa, fyrst hún er nú svo sæt að bjóðast til þess, og fara eitthvert út fyrir landsteinana í helgardekur. Spa.. nudd.. hand og fótsnyrtingu..kampavín..út að borða..og svo framvegis. Nú, eða bara að ösla krapann og ógeðið hingað vestur og fá ykkur íbúð hér í Boló eina helgi. Þær eru leigðar hér. ég skal sjá um að bera í ykkur mat og drykk í rúmið. Ég er sko FERLEGA góður kokkur !!!!!!
Glöð er ég að Þuríði líði svona vel. Bið Guð að gæta hennar og ykkar.
Ylfa (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:20
koss og knús þú stendur þig vel :)
Þórunn Eva , 8.3.2007 kl. 23:56
Elsku Áslaug. Reyndu að hvíla þig um helgina og njóta hennar með fjölskyldunni.... (hitti mömmu þína í gær)
Þið eruð bara yndisleg.... notaðu hvert tækifæri til að gleðjast og þiggja dekur og allt sem ykkar nánustu bjóða, það hlýtur að koma að því að þú náir að fá meiri orku. Hvíld er góð. Kveðjur góðar,
Stella
Stella (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.