Leita í fréttum mbl.is

Það sem ég þoli ekki...

Alltaf þegar ég er nýbúin að segja að Þuríður mín er súper dúper hress þá fer hún alltaf að slappast þess vegna reyni ég alltaf að passa mig á því að reyna ekki að tala of mikið um það þegar hún er svona einsog hún hefur verið undanfarnar vikur.  Jamm hún er að slappast núna, hún lá einsog slitti í gærkveldi í fanginu hjá mér, engin mátti koma við hana, vildi ekkert borða og kvartaði aðeins sem hún er ekki vön að gera.  Reyndar er hún að slappast núna útaf flensu sem er nottla betra en hitt en samt ekkert svakalega gott, krampatíðnin hennar getur núna farið að aukast útaf hita sem mér mun kvíða svakalega fyrir ef það gerist.  Hún liggur núna uppí sófa og horfir á Höllu sína hrekkjusvín og vini, búin að vefja sænginni hennar þétt utan um hana, setja pullur útum allt þannig hún hafi það sem allra sem best eða eins gott og hún getur haft það. 

Það er líka annað sem ég þoli ekki sem hefur reyndar ekki gerst nýlega og ég aldrei talað um hérna en það er þegar lesendur mínir hringja í mig (sem ég þekki EKKERT) og fara að segja mér hvernig það sé hægt að lækna Þuríði mína.  Ég er ekki að reyna vera dónaleg, gæti farið í suma en sorrý ég er ekki að fíla þetta, þegar ófaglært fólk er að hringja í mann, senda manni sms og segjast alveg vita hvernig það sé hægt að lækna hana.  Við treystum læknum okkar 150%, þó ég verði stundum pirruð útí þá að vita ekki neitt og geta ekki gert neitt meira fyrir hana þá veit ég líka að ófaglærðir vita ekki betur og ekki einu sinni reyna þetta.  Þetta fer ótrúlega í mig, sorrý!!  Það er nógu erfitt að horfa uppá barnið sitt þjáðst en þegar fólk útí bæ þarf að skipta sér af og segja hitt og þetta og afhverju geri ekki þetta og blablabla.  Jú mér finnst ofsalega sætt þegar gamlar konur eru að hringja í mig og segja við mig gömul húsráð hvað sé gott að borða fyrir hana og allt svoleiðis en þær eru heldur ekki að segja að það sé einhver lækning í því bara að það sé gott fyrir hana.  Ég get alveg farið nánar útí þessar hringingar en ætla ekki að gera það, langaði bara að koma með þessa ábendingu. 

Svo er eitt annað það er bíllinn minn, andskotin hafi Heklu!!  Sorrý!!  Við eigum rúmlega tveggja ára gamlan bíl sem er kanski ekki frásögufærandi en þegar maður þarf að eyða fleiri fleiri hundrað köllum í viðgerðir á bílnum því það er allt að klikka í honum.  Fórum með hann í viðgerð í gær og við hefðum frekar átt að kaupa okkur nýjan fyrir viðgerðapeninginn hefði allavega gert það ef ég hefði efni á því.  Kanski hefur maður frekar efni á því að kaupa sér nýjan og borga aðeins meira á mánuði heldur en að eyða fleiri fleiri hundrað köllum í viðgerðir.  Jú við þurftum að fara með hann á verkstæðið hjá Heklu sem er það dýrasta á svæðinu, gátum ekki farið með hann annað til að halda ábyrgðinni.  En við þurftum samt að borga alla viðgerðina, þannig maður fer að pæla undir hvað felst þessi fræga ábyrgð?

Ég er eitthvað svo pirruð í dag, gott samt að koma þessu frá sérWhistling.

Veit ekki hvernig fer með skemtilegu helgina okkar sem var/er framundan, var farin að hlakka svoooo mikið til, stelpurnar hrikalega spenntar og verður ömurlegt að þurfa sleppa þessu öllu.  Mhuhuhu!!

Allavega góða helgu ágætu lesendur, vonandi verður helgin góð hjá ykkur.  Gangi hægt um gleðinnar dyr, munið að spara ekki knúsin þau eru svo góð.

Eitt í lok en "Katrín mig minnir að þú spilar golf og þú er nú bara rétt 25 ehehe" Knús á þig!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: katrín atladóttir

það er óóóóógeeeeðslega leiðinlegt að eyða peningum í viðgerð á bíl oj það er svo leiðinlegt

en hey mamma og pabbi eru að skella sér í golferð með fleira fólki á sextugs aldri í apríl.. þið getið kannski skellt ykkur með;)

 gríííííín

knús á móti! 

katrín atladóttir, 9.3.2007 kl. 09:52

2 Smámynd: Óskar Örn Guðbrandsson

KATRÍN!
Vissir þú að hlutfallslega eru fleiri badmintonspilarar yfir þrítugu heldur en golfspilarar?
Reyndar er engin íþróttagrein sem tekur til sín fleiri gamalmenni en sund.

Verð þó að taka það fram að ég hef ekkert fyrir mér í þessu - bara mína tilfinningu.

Knús á ykkur öll - allavegana þá sem spila golf :)

Óskar Örn Guðbrandsson, 9.3.2007 kl. 10:25

3 identicon

Kannski verðiði bara að skipta yfir í Toyota Hann er búinn að reynast okkur mjög vel í 15 mánuði Alla vega góður ennþá (7,9,13)

Vonandi komist þið um helgina, við hlökkum líka geggjað mikið til

Oddný (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 10:33

4 identicon

HE he já blessað gólfið... Góða helgi kæra fjölskylda og hafið það sem allra best ég/við kveikjum á kerti fyrir Þuríði Örnu og biðjum þess að hún hressist risa knús kv Guðrún Bergmann og co.

Guðrun Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 10:52

5 identicon

Kæra fjölskylda.

Mikið leitt að heyra að snúllunni sé að hraka aftur, vona svo innilega að hún fái ekki krampa. Vona að hún hressist fljótt og þessi slappleiki sé ekki komin til að vera. Þið eruð öll alveg stórkostlegar hetjur. Auðvitað á ókunnugt fólk ekkert að vera hringja það passar ekki. Þó fólk vilji vel þá er þetta kanski einum of mikið af því góða. Eina sem hægt er að gera að treysta læknunum, vona samt að þeir hafi ekki alveg rétt fyrir sér alltaf. Ég vonast til að hún Þuríður verði eitt af þessum kraftaverkabörnum. Ég vona að þið hafið það eins gott og hægt er að hafa það við þessar aðstæður. Þið eruð öll svo dugleg, sterk, hugrökk. Ég er ekki viss um að allir myndu höndla þetta svona vel eins og þið gerið. Þið eruð fallegir englar og eigið aðeins það besta skilið. Hafið það samt huggulegt um helgina. Guð veri með ykkur. Kveðja Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 11:56

6 identicon

Hæ hæ. Vonandi nær hún Þuríður sér upp úr flensunni sem virðist herja á öll heimili landsins þessa dagana. Ég vona að þið getið haft það gott um þessa helgi og gert það skemmtilega sem fram undan er. Knús og kossar til ykkar allra. Þið eruð yndisleg, hlý og góð. Kv. Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 12:06

7 Smámynd: Þórunn Eva

Góða helgi :)

Þórunn Eva , 9.3.2007 kl. 13:07

8 Smámynd: katrín atladóttir

óskar ég er barað hrekkja;)

ég var um daginn að borga ársgjald í golfklúbb, eins gott ég verði dugleg að golfa í sumar

katrín atladóttir, 9.3.2007 kl. 13:20

9 identicon

Þú ert sko ekkert dónaleg:) þeir mega bara taka það til sín sem eiga það:) og það er svo gott að losna við þetta með því að skrifa. En þetta minnir mig á þegar ég eftir ráðleggingum frá sjúkraþjálfaranum hjá Elsebeth var að biðja mig að reyna að hjálpa henni til að ganga ,(hún lærði það svo seint út af höfðinu) með því að halda í hendurnar á henni og eiginlega láta hana hanga og reyna að setja fæturna til, þá var ég einu sinni á leið inni í verslunarmiðstöð og við vorum að prófa voða gaman:)þá  mættum við eldri manni (afalegum) og hann réðist á mig með hávaða og  öskraði hvað í ósköpum ég væri að reyna , meiða krakkann ég ætti að hætta þessu strax, ég væri augljóslega óhæf móðir. Þetta situr enn í mér eftir átta ár og mikið vildi ég að ég hitti hann í dag og gæti lesið yfir honum. Fólk hefur bara gott af því að fá að vita hvað það getur sært , þó svo það meini vel.  Og þetta með að geta læknað allt sem jafnvel er ekki á valdi færustu lækna, það er nóg um oft öll lyfin sem þessi börn þurfa að innbyrða, það geta held ég t,d fæst lítil börn drukkið fleirri glös af lúpinusafa (það var alltaf verið að ráðleggja okkur það ) um daginn, ekki gæti ég það og er fullorðin, en sum eflaust, og eins og maður sé ekki búin að fara í gegnum allt frá a-ö til að reyna að finna einhverja hjálp.

Því segi ég láttu það endilega flakka það sem pirrar þig, þá er þú laus við það að einhverju leiti , hefur nóg samt, og er ekki bloggið einmitt til þess líka:)  Góða helgi og bestu kveðjur

 Inga mamma Elsebeth

Ingileif R Vang (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 14:39

10 identicon

http://milla.blog.is/blog/milla/entry/142268/

milla (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 17:21

11 identicon

HÆ HÆ

 Ég skal segja þér það að ég var með bíl frá Heklu og ég kaupi aldrei aftur bíl frá þeim. Það er alveg hrikalega léleg þjónusta þarna. Var ekki lengi að losa mig við hann og er núna á Hondu og það er bara allt annað líf. Hekla fær ekki háa einkunn frá mér. Vona að þið eigið góða helgi. Og hafið það sem allra best. Kveðja Helga Ókunnug.

Helga ókunnug (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 17:58

12 identicon

Seinsent kvitt til baka krútta.

Ég held að öll þessi bílaumboð séu sama vitleysan. Þannig ég ætla ekkert að koma og segja mitt er betra eða verra, er allavega ekki á bíl frá Heklu samt.

Vonandi fer helgin betur hjá ykkur en horfist, ég ætla að reyna vera BARA mamma á morgun og skreppa með börnin í dýragarð og eitthvað svona útstáelsi.

KV. fra Esbjerg :) 

marianna (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 18:18

13 identicon

Kæra fjölskylda vonandi eigið góða helgi é finn alveg óskaplega til með ykkur. Guð styrki ykkur öll.

'Okuunug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 19:51

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sýðbúinn athugasemd, talvan eittkvað klikk í gær ja eða ég, billinn þið eigið bara að fá nýan bil. Skapið notaðu það að vild á okkur öll. Símin segðu bara eins og ég því miður hef ekki tíma til að tala við þig. Góða helgi og allt það. Milla Húsavik.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2007 kl. 10:16

15 identicon

Thad er mikil utras i ad lata i ljos pirring, lattu thad bara flakka! Ef folk sem les siduna tholir thad ekki getur thad bara hætt ad lesa.

Mer finnst donalegt ad folk sem ekki thekkir ykkur hringi yfir høfud, hvad tha til ad koma med undralækningar. Thegar vid vorum i sømu adstødu fengum vid ymis rad, øll gefin i bestu meiningu. Eina sem kemur ut ur thvi er ad madur getur farid ad efast um ad madur se ad gera rett. Læknarnir eru kannski ekki fullkomnir enn their vita hvada møguleikar eru fyrir hendi. Their fylgjast med og leita rada um allan heim, i okkar tilfelli var leitad rada a fleiri radstefnum uti i heimi. I ykkar stødu er besta radid ad treysta læknunum fyrir theirra hlutverki og eyda ykkar krøftum sem foreldrar i ad veita barninu/børnunum umhyggju.  Ef thad væru til tøfrarad vissum vid um thad og barnakrabbamein væri ur søgunnil! 

Barattukvedjur, Brynja BB i Noregi

Brynja BB (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 18:02

16 identicon

Veröldsem ég vil. 

Notað í kvennabaráttunni en samt eitthvað sem við ættum öll að huga að og gera okkur grein fyrir hvað er í okkar huga. Þú veist greinilega hvernig veröld þú vilt fyrir þig og þína. Kannski er það jákvætt

Vona að helgin hafi verið ykkur notaleg og öll krílin hress.

kv Sigga

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband