Leita í fréttum mbl.is

Kraftaverkin gerast

Ég er svona næstum því farin að trúa því að þetta var allt geislunum að kenna að Þuríður mín var hálf meðvitundarlaus í tvær vikur þarna um daginn, geislalækninum fannst það frekar tæpið að það væri þeim að kenna því það var svo langt síðan hún var í þeim en það væri ekki hægt að útiloka neitt.

Það gerðist nefnilega eitt sérstakt í gær sem er algjört kraftaverk þannig ég er eiginlega farin að trúa þetta með geislanaSmile.  Einsog flestir vita sem lesa síðuna mína þá er Þuríður mín búin að vera nánast lömuð í hægri hendi síðan ég veit ekki hvenær, jú hún getur lyft henni svona inná milli en ekkert notað hana.  Hún hefur líka verið að lamast í hægri fæti þannig hún haltrar oft og svo kom líka lömun í ljós í munni en  það staldraði stutt við sem betur fer.  Hún er örfhent sem betur fer þannig hún gerir ALLT með vinstri hendi einsog þegar hún borðar, oftast þurfum við nú að hjálpa henni að borða sem er mjög oft leti í henni en svo er það líka oft bara kraftleysi en í gær gerðist kraftaverk.  Hún Þuríður mín fór að borða og það með HÆGRI sem hefur ekki gert í marga marga marga mánuði því hún hefur verið nánast lömuð í henni en í gær fékk hún einhvern kraft og það var einsog hún hefði ákveðið sjálf, hingað og ekki lengra nú er komið nóg af þessu rugli og núna fer ég sko að nota hægri og núna ætla mér bara að læknast. 

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig var að sjá hetjuna sína taka uppá því að nota hægri og sjá hana ekki svona máttlaus, þetta var þvílíkur draumur í dós.  Yndislegast!!  Ég fæ alveg gæsahúð núna að hugsa um gærkveldi þannig ég vill trúa því að hún er á uppleið, maður verður víst alltaf að halda í vonina og trúa á kraftaverkin og ég er svo sannarlega farin að gera það.  Kraftaverkin gerast!!

Annars er ég orðin hrikalega spennt fyrir helginni sem við Skari ætlum að hafa það yndislega gott saman og Áslaug frænka og Siggi hennar.Joyful  Smá vísbending en það er epli, thíhí!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Áslaug, mikið er nú gaman að lesa það hvað prinsessan er að koma mikið til :)  æðislegt, nú er bara að trúa að allt gangi beinu brautina hér eftir.

Góða skemmtun í New York  :)

 kv

Berglind í berginu

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: katrín atladóttir

frrrrrrrrrrrráááábært! ég brosi svona

katrín atladóttir, 14.3.2007 kl. 10:00

3 identicon

Frábært að heyra (lesa). Vonandi er þetta bara fyrsta skrefið af mörgum. Vonandi njótið þið hjónin helgarinnar í botn. Gott að fara með svona veganesti með sér í helgarferðina. Guð og gæfan fylgi ykkur.

Álfheiður (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 10:04

4 identicon

Yndislegar fréttir, ég brosi allan hringinn með hamingju tár í augunum  Hafið það rosalega gott um helgina kæru hjón þið eigið það svo sannarlega skilið

bk úr Hafnafirðinum Sólveig Ásta & fjölsk.

Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 10:07

5 Smámynd: Elsa Nielsen

Vá - fékk alveg gæsahúð ;) Yndislegt !!

Kraftaverk gerast - það er nokkuð ljóst :)

KNÚS

Elsa Nielsen, 14.3.2007 kl. 10:13

6 identicon

Yndislegt. Ég samgleðst ykkur svo innilega. Já trúin og vonin eru sterk vopn og kraftaverkin gerast enn og það er gott að njóta augnabliksins.  Ég óska ykkur ánægjulegrar ferðar og hvíldar.

Halla í Dýrafirðinum (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 10:21

7 identicon

Yndislegt að lesa þetta........... bið fyrir stóru kraftaverkastelpunni.

Lilja mamma Nadíu

Lilja, ókunnug (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 10:30

8 Smámynd: Þórunn Eva

ohhh gaman að heyra jiii maður fær bara gæsahúð eins og þú sagðir :) en hey ég held ég hafi rétt fyrir mér og ef svo er hafið það gott í NEW YORK heheheeh :)

koss og knús og knúsaður börnin þín í kaf frá okkur

Þórunn Eva , 14.3.2007 kl. 10:35

9 identicon

Þetta var frábært að lesa. Vona að það verði fleiri skref í rétta átt.

 Kv. Brynja Hrönn

Brynja Hrönn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 11:45

10 identicon

Batinn min er sönnunn þess að kraftaverkin gerast- ég óska ykkur svo heitt þess sama.  Mikið skulið þið njóta lífsins í NY- hafið það sem best öll sömul og áááfram Þuríður

Þórdís tinna (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 12:32

11 identicon

Frábært :) Njótið helgarinnar!!
Kv. Oddný

oddný (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 12:36

12 identicon

Kæra Áslaug.

Þetta voru frábærar fréttir nú er bara að halda í vonin og trúa því að Þuríði hlotnist kraftaverkin og þetta sé það sem koma skal. Ég er alveg í skýjunum og vona svo innilega að nú muni Þuríði fara að batna hægt og rólega. Þetta er alveg æðislegar fréttir. Skemmtið ykkur alveg æðislega vel um helgina og hafið það alltaf sem allra best. Þið eruð alveg stórkostlegar hetjur, ég samgleðst ykkur svo innilega. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 16:47

13 identicon

Frábært að heyra þessar góðu fréttir.

Góða skemmtun um helgina.

Knús

Anna Lilja 

Anna Lilja (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 16:59

14 identicon

Glæsilegt að  lesa og finna gleðina í þér að sjá hetjuna ykkar svona ofursterka í gær.Mamma ég get og ætla. Megi gleðin og draumar fylgja ykkur sem þið eruð að fara sem og alltaf.Guð blessi alla. 

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 21:12

15 identicon

Vá! Æði gleðifréttir! Fékk alveg gæsahúð og tár í augun!!!

Katrin Ösp og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 22:01

16 identicon

En yndislegt  Til hamingju með þesar góðu fréttir og njótið ykkar í botn í "stóra eplinu"

Ólöf (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 22:31

17 identicon

  já kraftaverk geta sannarlega gerst   Biðjum nú öll saman um enn stærra krafta verk ! guð styrki ykkur öll

gunna (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 00:56

18 Smámynd: Agný

Ég bara verð að spyrja útfrá lýsingu þinni og mínum óhefðbundna lærdómi..Hvernigf gekk þér að fæða þessa elskulegu stúlku?Ég sé nefnilega hlutina svolítið öðruvísi.. en Þeir sem flokkast hefðbundnir læknar í dag ,...(útfrá mínu námi)...Það sem flokkast hefðbundnar lækningar í dag er´nýjasta formið á því að losa fólk við kvilla og krankleika...Þannig að það er minnsta reynslan á þessum aðferðum..En ..fólk verður að geta fengið val.... áður en það er of seint..það er alltaf veriða ða segja manni að maður beri nú ábyrgð  sér sjálfum..En afhverju er þá ákvörðuin sem stangast á við svo kölluð hefðbundin læknavísindi alltaf röng í huga ÞEIRRA SEM STUNDA ÞAU?Samkeppnisótti?..Læt gott heita ..en ég veit um aðrar aðferðir með dóttur þína sem geta læknað hana ..já ég segi og fullyrði læknað ...en þú rekst ekki á þær í auglýsingabæklingunum um lyf..Up tp you...

Agný, 15.3.2007 kl. 02:38

19 identicon

Sæl kæra fjölskylda, frábært að lesa að Þuríði líður betur, óska ykkur góðrar skemmtunar í ykkar fríi.

Kveðja

Guðrún, ( ókunnug)

Guðrún Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 08:49

20 identicon

jabbadabbadú og jibbýjey, auðvitað gerast kraftaverkin, auðvitað.

Til hamingju með þennann frábæra sigur

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband