Leita í fréttum mbl.is

Ekkert....

Ég skal vekja þína gleði
Svæfa þína sorg
Það hugnast mér
og hæfir þér.

Þuríður mín fór í leikskólann í morgun var reyndar ekki sátt en er það nú vanalega ekki lengi.  Hún er sem sagt öll að hressast, reyndar lá fyrir hálfann daginn í gær en hresstist öll við að fá Oddnýju sína heim ogþá lifnaði yfir henni og tilbúin í fíflalætin. 

Við Skari fórum í leikskólan í morgun en leikskólan var að fara á leikritið "langafi prakkari" og að sjálfsögðu mættum við til að fara með skvísunum.  Oddný er nú vanalega ekki sátt til að byrja með en alltaf eftir að leikritin byrja sér hún alveg hvað þetta er mikið stuð.  Ef ég á að segja einsog er þá var þetta ekki skemtilegasta leikrit sem ég hef farið á en stelpurnur skemmtu sér konunglega, hlógu mikið en við Skari að sofna thíhí endaer þetta leikrit gert fyrir krakka á leikskóla aldri þannig það er ekkert að marka eheh!!

Fór með litla krullukarlinn minn í klippingu áðan, fer alltaf næstum því að gráta að senda hann þangað mhuhuhu!!  Lét nú ekki klippa mikið þar sem mig langar að það sjáist eitthvað í sætu krullurnar en ég veit líka að þær koma alltaf aftur þar sem hann er með hárið hans pabba síns sem sagt liðað og flott.  Hann á ö-a einhverntíman eftir að vera pirraður á þessum krullum hemmhemm!!

Langar annars einhverjum að koma með mér á byrjendanámskeið í golfi núna í vor? Woundering

Ofsalega ómerkilega fréttir í dag sem mér finnst bara gott því þá veit ég líka að Þuríði minni líður vel sem eru reyndar bara góðar fréttir en ekki ómerkilegar.

Hasta la vista.......   Endilega einhver að koma með mér á námskeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa ómerkilegar fréttir þegar ástæðan er þessi! :-)

Inga (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:22

2 identicon

Engar fréttir eru góðar fréttir. Er það ekki. Mér finnst það. Sendi alltaf auka krafta til ykkar. Vona að það skili sér.

Helga ókunnug (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:48

3 Smámynd: Elsa Nielsen

Hehe - já litli krullukarl á örugglega eftir að pirra sig seinna meir ...en það er ekki fyrr en eftir svona 7 ár ;) Minn stóri er ekki sáttur við að hafa fallegu krullurnar sínar (eiginlega bara liðir) og er mjög oft með húfu. En mér finnst þær alveg ÆÐI!...eins og á litla krullukarlinum ykkar :)

Engar fréttir eru góðar fréttir - sérstaklega í þessu tilfelli!

Hefði alveg viljað koma með þér í golfkennslu...en get líklega ekki skotið fyrir bumbu (segir maður kannski ekki "skjóta" í golfi??!!)

KNÚS KNÚS

Elsa Nielsen, 13.3.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband