22.3.2007 | 11:36
10.apríl'07
Já næst komandi 10.apríl mun Þuríður mín fara í næstu myndatökur og svei mér þá, þá held ég að ég sé bara bjartsýn á þann dag. Hún var í smá tjekki í gær sem gekk svona líka vel enda er stelpan sem hressust sem engin skilur, hún notar hægri hendina alltaf meira og meira sem er bara kraftaverk. Maður sér alveg hvað þroskinn hennar eykst með hverjum deginum sem er bara gaman því við vitum alveg ef hún fær tækifæri einsog núna þá kemur þetta allt saman hjá henni hægt og rólega. Well hún mun kanski aldrei (aldrei að segja aldrei) vera á sama þroskaleveli og heilbrigð börn á sama aldri og hún en mér er líka alveg sama á meðan ég hef hana hjá mér skiptir það engu máli.
Mér er samt farið að kvíða fyrir sem ég vil kvíða fyrir því þá ég veit líka að allt er einsog það á að vera að senda hana í skóla því mér finnst svo sjaldgæft að börn sem þurfa góða aðstoð í skólum og mikin stuðning að þau fái hann ekki. Mér finnst oftast þetta vera bara leiðbeinendur sem eru kanski bara í kringum tvídugt og vita ekki alveg hvað þeir vilja gera í lífinu og velja bara þetta til að fá eitthvað (ath þetta er bara það sem mér finnst, sumir verða eitthvað fúlir núna). Ég vill ekki að "einhver" ólærður sjái um Þuríði mína og er ekki að nenna því, hún þarf mikin stuðning og mikla þolinmæði enda er hún ofvirk, hvatvís og lengi mætti telja. Ég er ekkert að segja að ólærðir séu slæmir, enda eru ekkert bara lærðir sem sjá um Þuríði mína í leikskólanum og þær eru frábærar en þegar kemur að skóla þá vill ég fá faglærða. Takk fyrir!!
Ég man eftir einni stelpu sem bjó hliðina á mér í gamla daga og hún var ári eftir í skóla og þurfti virkilega mikin stuðning í skólanum og var að sjálfsögðu í sérkennslu sem mér finnst sú fáránlegasta í heiminum. Því þetta var engin kennsla, stelpan var alltaf að þeystast um allan bæ með sérkennaranum sínum og sinna hennar private verkefnum, fara útí búð að kaupa í matinn og þá var líka alltaf keypt handa þessari stelpu. Góða sérkennslan!! Þetta var einmitt í Langholtsskóla sem ég myndi aldrei senda barnið mitt í, ég hef orðið vitni af ýmsu í þessum skóla undanfarin ár og agi hjá ýmsum kennrunum þarna er ENGIN. Ég er ekkert að segja allir kennarnir þarna séu svoleiðis og vonandi bara þessir sem ég hef orðið vitni af því ég þekki líka til annarra kennara þarna sem er yndislegasta fólk en þetta væri samt síðasti skólinn sem ég myndi senda barnið mitt kanski því ég var í þessum skóla og kennarnir þá voru þeir ömurlegustu sem ég hef kynnst. (ég veit ansi mörg ár síðan ehe og vonandi engir kennarar af þessum eftir)
Annars er heilsan hjá mér orðin betri er bara komin með verki í allan líkaman því ég er búin að liggja svo mikið eheh, hlakka til að geta mætt í ræktina á morgun sem ég hef ekki gert í alltof langan tíma. Oddný Erla mín liggur ennþá fyrir fékk þessar leiðinlegu ofsjónir aftur í gærkveldi því hitin var svo hár, díssúss hvað maður verður hrædd þegar þetta kemur hjá henni svo óhugnalegt. Hún liggur bara uppí sófa og horfir á eitthvað skemtilegt, það er nú mikið sagt þegar hún liggur algjörlega fyrir og horfir á imban og biður ekki um að skrifa nokkra stafi eheh!! Hún er ekki mikill sjónvarpssjúklingur vill frekar sitja borðstofuborðið og skrifa stafi, teikna eða lita, það er alveg ótrúlegt hvað barnið getur. Ég skil eiginlega ekki alveg hvaðan hún fær allar þessar gáfur ehe.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað er maður kröfuharður þegar kemur að börnum okkar ;)...val á leikskóla og skóla skipta miklu máli!!
ÓMÆ - þessar ofsjónir eru ótrúlega óþæginlegar...Kjartan minn fær alltaf svona þegar hann fær mikinn hita - man einmitt þegar það gerðist fyrst þegar hann var þriggja!! Ég varð svo hrædd!!...en svo verður maður sjóaður í þessu eins og flestu öðru ;)
KNÚS
Elsa Nielsen, 22.3.2007 kl. 11:59
Þetta er góður dagur sem Þuríður á að fara í myndatökuna, afmælis dagurinn hans Samma
Hlökkum svo til að koma í heimsókn um helgina, eða vonandi. Vonandi fer dúllunum okkar að líða betur... Eva Natalía er einmitt loksins orðin hitalaus
Oddný (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:46
Ég hef reyndar bara heyrt skánandi sögur af umræddum skóla - enda þegar botni er náð hlýtur leiðin að liggja upp á við. Samt er þessi skóli langt frá því að vera fyrsta val fyrir mín börn!! Kennarar á okkar tímum voru búnir að kenna í skólanum frá tímum foreldra minna svo endurnýjun hlýtur að hafa átt sér stað ;)
Hrikalegar ofsjónir hjá Oddnýju Erlu - OMG ég held að ég myndi fríka út. En voða gaman að lesa hvað Þuríður Arna er hress - bara yndislegt :D Æðislegar myndirnar frá eplinu :D
Farið vel með ykkur.
kv. Súsanna
Súsanna (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:10
Kæra Áslaug.
frábært að heyra að Þuríði skuli líða svona vel. Nú er það bara leiðin upp á við. skömmu eftir að ég útskrifaðist sem leikskólakennari heyrði maður ýmsar sögur um langholtsskóla en síðar fór maður að heyra foreldra mun ánægðari en áður mér skilst að það hafi komið nýr stjórnandi. Þetta skiptir alveg höfuðmáli að leikskólinn og grunnskólinn séu með fagfólk í vinnu. Reyndar er alveg til fólk með enga menntun sem er að standa sig mjög vel. Mér finnst rosalega algengt í dag, ungt fólk pompar inn í leikskólana sem hefur aldrei unnið við þetta áður veit allt og kann allt, þolir ekki að því sé leiðbeint.
Það finnst mér alveg óþolandi en ekki miskilja mig svo er líka til alveg indislegt ófaglært fólk sem er að vinna vinnnuna sína mjög vel og stendur sig frábærlega vel. Ég vil fagfólk fyrir börnin mín. ég held að leikskóli sonar míns sé besti leikskólinn á öllu höfuðborgarsvæðinu, þar er unnið frábært starf og af mikilli fagmennsku. Jæja ég skil þig alveg rosalega vel. Ég lít alls ekki niður til ófaglærðra og þekki marga góða ófaglærða sem eru að standa sig alveg frábærlega vel.
Mikið verður gaman að heyra hvað kemur út úr myndatökunni , eitthvað gott án efa annað getur bara ekki verið. Fyrst hún er farin að geta notað hendina svona vel. Bestu kveðjur Sigga Ásgeirsd.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:50
hæ,hæ, gott að heyra að þú ert að hressast Áslaug mín,er alveg sammála um þessar hitamartraðir þær eru óhuggulegar en þetta eldist af Að sjálfsögðu kemur ekkert annað til greina en allt það besta fyrir barnabörnin mín,bæði í sambandi við skólagöngu og allt annað gamli skólinn þinn hefur greinilega ekki verið til fyrirmyndar um allt , en gæti hafa lagast.Ný skólinn þarna í nágrenni við ykkur finnst mér að LOFI góðu og gæti verið eitthvað sem henntar Nöfnu minni Örnu,allavegana líst mér vel á það sem ég hef lesið um hann´, núna síðast í dag Mogganum. Munið bara að það eruð þið sem eigið fyrsta og siðast orðið um það hvaða þjónustu ÞIÐ viljið fyrir börnin,og hana nú. En í sambandi við ófaglærða og faglærða þá vil ég bara nefna það að fólk með menntun er alls ekki alltaf starfi sínu vaxið það hefur oft sýnt sig á ýmsum sviðum í atvinnulífinu,á meðan getur sá ófaglærði verið ábyrgðarfullur og vel inní ýmsum málum,reynsla er líka menntun. Aðalmálið (allavegana ef maður er að vinna með fólk)er að vera víðsýnn,þolinmóður,áhugasamur,og vera bara heill og góður í gegn,auk þess að bera virðingu fyrir því sem mann er treyst fyrir.
tengdó (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 15:24
ætlaði líka að láta það fylgja með pistlinum hér á undan að svona væri þetta lagt upp fyrir okkur í mínu námi
tengdó
tengdó (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 15:26
sigga suða hlýtur að vera ennþá að kenna matreiðsluna þarna
katrín atladóttir, 22.3.2007 kl. 15:52
Þessar lýsingar á Þuríði hljóma vel Ég ligg á bæn eins og hinir um að myndatakan sýni að allt sé á réttri leið. Varðandi skólamálin þá skil ég vel að þú viljir barninu þínu (og börnunum) það besta. Þú skalt bara gera kröfur á þá aðstoð sem ykkur er boðin fyrir hana. Það er mjög misjafnlega staðið að þessum málum á milli skóla og full ástæða til að fylgjast vel með.
Óska ykkur alls hins besta
Ólöf (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 17:47
Yndislegt ad heyra ad Thuridi lidi betur. Eg skil vel ahyggjur tinar af skola handa stelpunni, enda viljum adeins tad besta handa børnunum okkar. Tad hlytur ad vera hægt ad velja einhverja goda skola ur, sem jafnvel hafa idjutjalfa eda troskatjalfa a sinum snærum. Eg veit um svoleidis leikskola, reyndar bara a nordurlandinu en eg trui ekki ødru en tad se einhver svoleidis tilbod a høfudborarsvædinu. Knus Olof Gudrun
Ólöf Guðrún Ólafsdóttir, 22.3.2007 kl. 20:23
Sæl,
Ég skil þig vel með að vilja fá faglærða. En það þarf ekki endilega að vera að þeir séu betri!
En ég var að vinna í leikskóla og get sagt það við þig að sumir faglærðir voru ekkert betri en þeir ófaglærðu og oft var þetta öfugt farið! þ.a.e.s. þeir faglærðu voru oft á tíðum mjög kaldir og náðu ekki til barnanna en þeir ófaglærðu voru þeir bestu og sem börnin náðu til! Mín reynsla allavegana!
Gangi ykkur vel með fallegu stúlkuna ykkar.
Hildur (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.