14.4.2007 | 22:53
Ævintýri en gerast
Sjalllalalalala!! Oh mæ god hvað maður er ekki að átta sig á þessum fréttum og við fjölskyldan að sjálfsögðu fögnuðum ásamt góðu fólki og fórum á uppáhaldið okkar Ruby Tuesday og svo í dag fórum við mæðgur í bíó ásamt vinkonu minni og dóttir og að sjálfsögðu skemmtum við okkur konunglega. Það er líka bara svo gaman að vera innan um gott fólk alveg sama hvað maður gerir og fá allar þessar fallegu kveðjur sem við höfum fengið hvort sem það er í gegnum heimasíðuna, e-mailin eða hringingarnar. Þið eruð best!!
Þið getið ekki ímynda ykkur hvað okkur líður vel núna, þetta er svo yndislegt að hálfa væri miklu meir en nóg. Ég var einmitt að ræða við læknana okkar ef henni mun halda áfram að líða svona vel sem ég að sjálfsögðu vona svo heitt og innilega þá ætla ég í skóla í haust sem þeim leist ótrúlega vel á. Enda finn ég það líka að ég þarf að fara gera eitthvað fyrir sjálfan mig, ég þarf að fara hitta fólk og gera eitthvað af viti sem ég vona svo heitt og innilega að það verði að veruleika en að sjálfsögðu veltur allt á Þuríði minni en hún er nr. eitt tvö og þrjú.
En mig langar samt að minna ykkur á að ekki að gleyma kveikja á kerti fyrir hetjuna mína sem er að standa sig best í heimi og sem er að reyna læra svo mikið en litla konan á heimilinu hún Oddný Erla er svo mikið að kenna henni þessa dagana eheh!! Oddný er nefnilega svo mikið að læra stafina og Þuríður mín er einsog flestir vita tveimur árum eftir á en Oddný er að kenna henni að halda á blýanti ehehe og kenna henni að skrifa hina og þessa stafina ótrúlega dugleg þessi elska. Þuríður mín er mjög áhugasöm að reyna læra hina þessa hluti sem hún hefur ALDREI verið, það er svoooooo gaman að sjá þetta allt saman.
Knús og kossar
Slauga
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dásamlegt!
hm (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:09
Þetta er bara dásamlegt...... hjartað mitt hreinlega hoppar af kæti. Litla daman er orðin fastur partur af bænum manns. Þið eruð ótrúlegt fólk og það mættu margir taka sér ykkur til fyrirmyndar, þið eruð sannar hetjur lífsins og það er ekkert sem getur tekið afrekin ykkar og sigra frá ykkur.
Njótið hamingjunar og njótið samvistarinnar við þessa yndislegu börn ykkar.
Hjartans kveðja
Lilja
Lilja (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:28
Innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir, þið fjölskyldan eruð ávallt ofarlega í huga mínum því að þið eruð einfaldlega frábær. Það hlaut að koma að þessum góðu fréttum enda ekki annað í bpði, er það nokkuð?;)
Þið verðið áfram í mínum bænum og vonandi heldur snúllunni áfram að líða svona vel.....FRÁBÆRT:)
Kristín (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:23
Hæ, ég hef fylgst annað slagið með bloggsíðunni þinni en aldrei áður kommentað. Þetta eru æðislegar fréttir af hetjunni. Ég er yfirleitt ekki manneskja sem kveikir á kerti, en þar sem Þuríður Arna (og auðvitað hin börnin) er algert ljós þá fær eitt að loga til heiðurs henni hérna hjá mér.
Sigríður (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 03:06
Jeminn eini. Jú rétt hjá þér kraftaverkin gerast enn
Mér var hugsað til ykkar í nótt þar sem ég lá með dóttur mína fárveika í fanginu, bara mikill hiti og magaverkir, en hún var með óráði og leið svona líka illa. Og svo kíki ég á ykkur meðan hún horfir á barnatímann og þá þessar frábæru fréttir. Ég óska ykkur hjartalega til hamingju með þessar frábæru fréttir og auðvitað er þetta bara byrjunin á ennþá fleiri krafaverkum
carpe diem
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 10:26
Kæra Áslaug.
Þetta er alveg indislegt að heyra og ég bara felli tár af gleði fyrir ykkar hönd. Þessi pistill þinn er alveg indislegur, ekkert smá gaman að lesa þessar gleðifréttir. Bara æðislegt að barninu skuli líða svona vel og allt sé fram á við. Mér finnst þetta svo krúttlegt að sú stutta sé að kenna henni stafina ekkert smá sætt. Þuríður litla sýni þessu svona mikinn áhuga er æðislegt. Nú bara trúum við því að nú fari að birta til í ykkar lífi. Mér finnst alveg indislegt að heyra hvað ykkur líði vel frábært. Innilega til hamingju með allt þetta.
ég dáist svo af ykkur og mér finnst þið alveg ótrúlega sterk og dugleg. Í mínum huga eruð þið fallegir englar og baráttuvilji ykkar einstakur. Þið eruð fallegust. Megi guð og lukkan vera ykkur öllum í hag. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 12:33
ÞIÐ ERUÐ BEST.Kv
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 14:19
Þúsund kossar og hamingju óskir!!!!! er bara orðavant! Fékk tár í augun þegar ég fékk frétttirnar frá Ólöfu Garðars.. Innilega til hamingju! Njótið og verið hamingjusöm!
Katrin Ösp og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 19:35
Yndislegast :)
KNÚS
Elsa Nielsen, 15.4.2007 kl. 22:12
Ji hvað ég samgleðst ykkur innilega, frábærar fréttir, vonandi er bara allt á uppleið núna..
Kveðja frá dyggum lesanda, takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með!
Nía, Eyjum
Nía (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:17
Þetta er besta lesning sem hugsast gat. Ég var útúr bænum allahelgina og gat því ekki lesið en hugsaði stanslaust til ykkar og um útkomu myndatökunnar. Þetta er alveg meiriháttar. Þetta sýnir bara að kraftaverkin gerast og það er allt hægt þegar að fjölskylda, vinir, kunningjar og hinir og þessir leggjast á bæn og biðja saman. Njótið ykkar vel, knúsist og farið vel með ykkur. Endalaust knús og kossar. Kv. Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:37
æææ þetta er æðislegt elsku Áslaug, þið eigið þetta svo innilega skilið,og að sjálfsögðu höldum við áfram að biðja fyrir hetjunni og kveikjum á kerti fyrir hana ekki spurning og vona ég svo innilega að ykkur hlotnist flugmiðar út ;-)
Kær kv Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 09:52
Frábært að heyra hvað gengur vel og hvað þú ert hamingjusöm. Haltu þessari braut áfram, ég er viss um að Þuríður hefur náð svona miklum "bata" nær eingöngu vegna þess að þið standið svo þétt saman Haldið þessu áfram.
Helga Linnet, 16.4.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.