Leita í fréttum mbl.is

Orðlaus

Ég er farin að vera ansi oft orðlaus þessar vikurnar það er svo mikið af góðu fólki í kringum okkur að hálfa væri miklu meir en nóg.  Ekkert endilega fólk sem við þekkjum sem er tilbúið að gera heilmargt fyrir okkur og hefur gert, ekki bara Þuríði mína heldur líka okkur Skara og oft hugsa ég "hvað hef ég gert til að verðskulda allan þennan kærlega frá sérstaklega "ókunnugum?".  Ég stend gjörsamlega á gati og er þokkalega orðlaus og mikið ofsalega langar mig að knúsa alla sem hafa staðið svona vel á baki okkar. 

Fallegu e-mailin sem ég hef fengið síðustu daga gera ótrúlega margt fyrir mig, æðislega gaman að fá líka mail þegar vel gengur þið skiljið hvað ég meina.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta er allt saman dýrmætt fyrir okkur og við værum ekki stæðum ekki svona upprétt ef við hefðum ekki ykkur öll að kæru lesendur, þið eruð alveg ótrúleg!!  Þetta litla land er ótrúlegt og hvað fólk er tilbúið að gera fyrir ókunnuga og mikið vil ég óska þess að ég mun gefa af mér svona einn daginn.  Þegar ástandið verður orðið sem "venjulegast" á heimilinu sem ég veit aldrei  hvenær eða ef það mun gerast þá ætla ég mér að gefa af mér einhverjum sem þarf virkilega á því að halda.  Ég vildi óska þess að ég gæti það í dag, ég hef mínar hugmyndir sem mig langar að gera þegar ég verð orðin "stór" og vonandi einn daginn mun sá draumur verða að veruleika.   

Einsog ég sagði þá skil ég ekki þennan kærleika til okkar og það frá ókunnugum einsog ein manneskja sagði við mig fyrir jól "afhverju er fólk svona gott við ykkur en hvað með alla hina sem þurfa á hjálp að halda?".  Ég var að sjálfsögðu orðlaus og gat engu svarað enda veit ég það ekki kanski þeir vita ekki af öllum hinum, við erum opin um veikindin hennar Þuríðar minnar og það hefur hjálpað mér endalaust mikið að vera með þessa heimasíðu þó ég fái leiðinleg komment einu sinni í mánuði sem særa mann endalaust mikið en þá er þetta mikil hjálp.  Að birtast í fjölmiðlum fyrir jól hjálpaði mér líka mikið fékk mörg mail frá bæði heilbrigðum og veikum og þeir veiku voru rosalega ánægðir með þá umfjöllun því það eru svo margir feimnir við þessi veikindin sín sem þeir ættu ekki að vera því "við" getum ekkert að þessu gert.

Einsog þessa dagana hef ég verið orðlaus, hamingjusöm, í sæluvímu og svo lengi mætti telja og auðvitað er mesta ástæðan hún Þuríður mín sem er að slá í gegn.  Jíha!!  En svo fengum við líka fallega gjöf "hey kanína komdu í partý" jíha!!  Okkur var sem sagt boðið flug til koben í fyrramálið og heim aftur á fimtudag þannig við erum á leiðinni að sjá okkar uppáhalds hljómsveit Sálina hans Jóns míns og Stuðmenn, tralalalalala!!  Þannig langar einhverjum að skella sér með mér í klikkuð tæki í tívolíið annað kvöld og halda uppá þessa yndislegu daga?  Hver hver og vill verður að lofa bannað að svíkja?

Mig langar bara í lokin að senda stóóóóórt knús til ykkar allra kæru lesendur sem hafa hjálpað okkur endalaust mikið að leyfa okkur að gera eitthvað fyrir okkur og látið okkur halda sönsum svona einsog best kosið sem er ómetanlegt.  Þið trúið því ekki hvað ég er orðlaus.
Farin að pakka einhverjum tuskum í tösku og ég hugsa til ykkar á morgun og hinn eða ekki það verður ö-a öfugt frekar eheheh!!

Skjáumst síðar
Slauga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott að ykkur var boðið út til Koben þá getið þið passað mömmu og pabba fyrir mig

Tinna Rut (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:43

2 identicon

Sæl Áslaug og fjölskylda.

Maður bara tárast yfir þessum fallega pistli þínum. Ég held að þegar fólk lendir í því að eiga veik börn þá sé samkenndin mikil meðal annarra. Það getur enginn sett sig í spor ykkar þó að maður reyni. Það eina sem ég veit er að ég elska börnin mín út af lífinu. Sú tilhugsun að lenda í svona veikindum með börnin sín er .Já það er bara ekki hægt að hugsa það neitt lengra. Það að skrifa nokkur fátækleg orð til ykkar er alveg það minnsta sem hægt er að gera. Það gleður mig ef hægt er að lýsa upp daginn hjá ykkur með nokkrum fallegum orðum. ekki gleyma því þú hefur gefið mikið af þér og ert falleg manneskja. Það sér maður bara á að lesa skrifin þín.  Ég verð að segja það að ég dáist af ykkur hjónum hvað þið eruð dugleg og að hjónabandið skuli lifa allt þetta álag af. Þetta er enginn smá pakki að bera. Ég hef bloggað ykkur um tíma, sá ykkur í kastljósinu og grét út allan þáttinn því mér fannst þetta svo sorglegt að ung hjón skulu þurfa að kljást við þetta. Þið eruð stórkostlegar hetjur og hafið staðið ykkur alveg einstaklega vel í þessari barráttu. Ég vil bara trúa því að nú sé að birta til í ykkar lífi. Þið eruð bara hugrakkir englar og þúsund þakkir fyrir að leyfa okkur hinum að fá að fylgjast með.

hafið það svo reglulega gott í Köben.Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:46

3 identicon

Vá hvað það er frábært að þið getið farið eigið svo reglulega skilið að halda upp á þessa gleðifréttir og góðu daga sem eru nú.  Engin veit hvað framtíðin ber í skauti sér svo endilega lifa fyrir núið.  Ég óska ykkur góðrar ferðar og njótið hennar sem berst.

kær kveðja Boston

boston (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:52

4 identicon

Eigið bara yndislegar stundir í Köben og ekki fara ykkur að voða í tívolínu, bara fara á snigilshraða. .Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 22:33

5 Smámynd: Halla Rós

Áslaug, veistu það er æðislegt að heyra með fallegu stelpuna ykkar. Ég bið fyrir henni þessari hetju.

Og mikið var ég glöð fyrir ykkar hönd að þið skulið komast út til að sjá Sálina, hefði sko verið meira enn til í það  Skemmtið ykkur ofboðslega vel og njótið lífsins...

Halla Rós, 16.4.2007 kl. 22:56

6 identicon

O, VÁ VÁ ÆÐISLEGT,að þið komist til köben ekkert smá gott að breyta til munið að dansa og syngja á tónleikunum fá ærlega útrás, slappa svo af og koma vöðvabólgulaus heim.ÆÐISLEGT fyrir ykkur góða skemmtun.

HRÖNN (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 23:08

7 identicon

elsku  þið ! góða ferð til köben, vona sannarlega að þið njótið lífsins þar.

Yndislegt að lesa pistilinn þinn áslaug, afar fallega orðaður.  Svona er nú gott að vera lítil þjóð, við finnum so mikla samkennd. Guð styrki litlu hetjuna og ykkur öll

Kær kveða af Skaganum.

(sá ég ykkur ekki þar í dag ? ég hélt það a.m.k)   Knús

Gunna skagaolískjéllan

Gunna (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 00:35

8 identicon

Frábært að það skuli ganga svona vel með hana Þuríði ykkar. Góða skemmtun í Köben, vorið er komið þar og vonandi njótið þið þess vel og komið heim með sól í hjarta. Guð og gæfan fylgi ykkur.

Álfheiður (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 08:42

9 Smámynd: Þórunn Eva

gaman gaman :) hafið það ógó gott úti kv Þórunn Eva

Þórunn Eva , 17.4.2007 kl. 08:53

10 Smámynd: Elsa Nielsen

ÓÓÓÓÓtrúlega góða skemmtun úti ;) Þið eigið þetta svo sannarlega skilið !!

KNÚS

Elsa Nielsen, 17.4.2007 kl. 09:17

11 Smámynd: katrín atladóttir

það vilja bara allir vera góðir við ykkur því þið gefið svo mikið af ykkur og eruð svo góð sjálf! karma áslaug!

góða skemmtun í köben! og þó ég væri þar myndi ég aldrei fara með þér í nein af þessum tívolítækjum.. fór einu sinni í stóra rússibanann og var með hausverk þangað til ég var búnað taka 3 íbúfen og 2 voltaren;)

knús!! 

katrín atladóttir, 17.4.2007 kl. 09:26

12 identicon

Æðislegt skemmtið ykkur núna eða maður þarf nú ekki að segja þetta

því þú og Sálin þetta er ekki eðlilegt haha

kveðja Ása

Asa (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 09:44

13 identicon

Þetta eru æðislegar frétti, njótið þess í botn að hlusta á Sálina þið eigið þetta svo sannarlega skilið.  Knús á allar hetjurnar

kv. Liljakr

Lilja Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 09:59

14 identicon

FRÁBÆRT!! Skemmtið ykkur rosalega vel og njótið þess í botn og djammið alla nóttina :)

Það er svo yndislegt að heyra þetta með Þuríði.
stuðkveðjur

hm (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 10:12

15 identicon

Frábært, frábært, frábært.  Góða skemmtun í Köben.  Gott fyrir ykkur að komast burtu bara þið tvö þótt stutt verði ferðin en margt skemmtilegt hægt að gera á þessum tíma.  Efast ekki um annað en þið nýtið tímann vel

Kv. Hrafnhildur Ýr

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 10:20

16 Smámynd: Sólrún Ásta Haraldsdóttir

Frábært að heyra að ykkur líði betur og að þið séuð að fara til Köben að njóta lífsins! Njótið þess í botn!!

Það er svo sannarlega frábært KRAFTAVERK Guðs að æxlið sé búið að minnka.

Það er beðið fyrir ykkur og Þuríði 3x á dag á kristilegri útvarpsstöð (Lindin FM 102,9 www.lindin.is) og núna er búið að láta vita af þessum frábæru fréttum! Að sjálfsögðu verður haldið áfram að biðja fyrir ykkur kæra fjölskylda!!

Guð veri með ykkur

Kær kveðja,

Sólrún Ásta (frænka Óskars)

Sólrún Ásta Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 10:29

17 identicon

Sæl fjölskylda.

Mikið er það gaman að þið komist á tónleikana. Ef þið eigið það ekki skilið og allar fallegu kveðjurnar sem þið fáið, þá á það enginn skilið.

Þið eruð algjörar hetjur.

Góða skemmtun í köben.

Kær kveðja

Silla Karen og co

Silla Karen (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:18

18 identicon

Gæti ekki verið meira sammála Siggu Ásgeirs hér að ofan. Þið fáið og eigið fyllilega skilið samkennd að vera með veikt barn. Er 2ja barna móðir sjálf og líður mér illa þegar þau fá flensu.

Þið virkið ótrúlega sterk að þurfa að ganga í gegnum þetta og öruggl. sterkt hjónaband þarna á ferð

Eigið góðar stundir í Köben og hlaðið batteríin.

Kær kveðja M 

M (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:40

19 identicon

Hæ kæra fjölskylda !

Hef ekki skrifað hérna áður en er alltaf að lesa bloggið þitt sem er alveg frábært. Það er meiriháttar að þið hafið komist til Köben og hefði ég alveg örugglega gefið ykkur miða ef að ég hefði átt hann ;) þið eigið þetta svo sannarlega skilið. Haldið áfram að vera svona dugleg elsku fjölskylda og gangi ykkur vel.  ÞIÐ ERUÐ HETJUR.

Kveðja Ella (ókunnug)

Elín Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 12:23

20 identicon

Hæ hæ,

Mikið er frábært að heyra hvað gengur vel með litlu hetjuna ykkar. Þetta eru svo sannarlega frábærar fréttir! Þið standið ykkur öll svo vel.

Hafið það endalaust gott og skemmtilegt í Köben... :)

kveðja,

Ragga (systir Birnu Sifjar)

Ragga (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:02

21 identicon

Mér finnst þið ungafólk gera heilmikið fyrir okkur með því að leyfa okkur að fylgjast með veikindum hennar Þuríðar ykkar og hinna barnanna, hvernig þeim og ykkur líður sem ég veit að er ofboðslegt álag sem öllu þessu fylgir. Eins og ég sé þetta finnst mér þið alltaf hafa staðið nánast upprétt, kannski bognað eitthvað en alltaf fljót að reysa ykkur við þegar betur hefur gengið. Það er gott fyrir okkur að sjá að með fallegum og góðum hugsunum og  bænum getum við gert eitthvað jákvætt, það gefur okkur  ,,alla vega mér,, og mörgum mörgum fleirum, eitthvað gott í hjartastað. Hafið það sem allra best og njótið þess að eiga frí tvö saman. Hlýjar kveðjur að norðan

kona að norðan (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:17

22 identicon

Datt óvart inná síðuna ykkar.Takk fyrir hana. Ég þekki hvernig það er að berjast fyrir lífi barnsins síns. Hef verið í þeim sporum. Þau eru falleg börnin ykkar. Góða skemmtunn í Köben. Þið eruð sannkallaðar hetjur og hún dóttir ykkar mesta hetjan. Guð blessi ykkur. Kveðja Birna Dís.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 14:17

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra fjöldskilda ég er sammála  Siggu Ásgeirs  og Áslaug mín þú knúsar okkur öll með pistlinum þínum.  Einkver  sagði við þig kvað með alla hina jú það er allavega þannig með mig að ég byð góðan Guð að blessa alla þá sem eiga um sárt að bynda og veit ég að margir fleiri en ég gera það ég tek það framm að ég er ekkert sérlega trúuð  eða neitt slíkt, en ég trúi á kærleikan og alheimskraftinn og nota það í bænum mínum. Þið eruð æðisleg kær kveðja. MILLA

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.4.2007 kl. 14:50

24 identicon

Það er yndislegt að heyra að Þuríði líði vel :) ég er viss um að Oddnýju Erlu líð líka miklu betur :) þegar systir hennar er frísk :)

Góða skemmtun í Köben og sjáumst á dansgólfinu :) ég lofa að segja ekkert við ykkur þegar ég sé ykkur bara brosi og held áfram að hugsa hlýtt til ykkar eins og ég hef gert hingað til :)

kveðja frá mömmu sem er ekki sama :)

Guðrún (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 16:36

25 identicon

Skemmtið ykkur geggjað vel eigið það svo innilega skilið,skilaðu kveðju til Stebba hehe.

Kær kveðja Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 21:58

26 identicon

Frábærar fréttir !!!

Hafið það rosalega gott úti í Köben og ég veit að þið komið endurnærð til baka.

Bestu kveðjur. Jóhanna.

Jóhanna (ókunnug). (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 00:41

27 identicon

Sæl kæra fjölskylda. Hún Lára sagði okkur góðu fréttirnar. Til hamingju með þetta allt saman. Þetta er yndislegt. Nú eruð þið áræðanlega farin út og Þura að passa stúlkurnar. Þær mæðgur voru að skipuleggja þetta þegar við komum við hjá þeim um daginn.

Danmörk er yndisleg, við ætlum að vera þar í tæpan mánuð í sumar. Hlökkum mikið til. Hafið það gott þarna í baunalandinu.

Ylfa (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 11:16

28 Smámynd: Þórunn Eva

vonandi eruð þið að skemmta ykkur ógeððslega vel núna :) eigið það endalaust mikið skilið :) koss og knús

Þórunn Eva , 18.4.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband