23.4.2007 | 10:43
Fréttir dagsins
Hann Theodór minn Ingi er allur að koma til, fór loksins að halda niðri á laugardaginn og er farin að borða einsog honum er líkt sem er bara gott. Alltaf gott að þurfa sleppa því að fara uppá spítala og fá næringu í æð.
Þuríður mín er farin að líkjast eðlilegu barni, þar að segja hún er farin að sýna á sér aðrar hliðar en hún var vön að gera þegar kramparnir voru sem verstir, hún sem dópust og þegar hún var í meðferðinni. Já kraftaverkin gerast!! Hún er sem sagt farin að slást við systkin sín, lætur sko engan lengur vaða yfir sig, hún rífur kjaft einsog einhver unglingur eheh, hún er farin að skella á eftir sér ef hún fær ekki eitthvað sem henni langar að fá og fer þá bara í fýlu og svo lengi mætti telja. Flestir foreldrar myndi ekki fagna því þegar barnið þeirra færi að gera eitthvað svona en okkur finnst það ÆÐI þar sem einsog ég sagði farin að líkjast "eðlilegu/venjulegu" barni þannig það er mikill fögnuður hérna í sveitinni.
Núna þurfum við að skammast aðeins oftar í henni sem okkur finnst bara "gaman" því við höfum aldrei þurft eitthvað að skammast í henni. Hún er líka farin að rífast í systkinum sínum þegar þau rífast um mömmu sína en núna er hún farin að sýna meiri tilfinningar og vill eiga mömmu sína líka einsog þau þannig það eru oft mikil slagsmál á heimilinu hver á að sitja núna hjá mömmu sinni eheh!! Einsog ég sagði við Skara á laugardaginn þegar þau voru tvö í fanginu mínu og eitt öskraði því það vildi vera eitt hjá mér en komst ekki fyrir, það væri nú ekki gaman ef það fjórða bættist við thíhí!! Hvernig yrði það þá? Well það er ekki á ársverkefnalistanum eheh þannig ég þarf engu að kvíða þó það komi einhverntíman að því. Þetta er bara gaman!!
Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er gaman að sjá barnið sitt loksins farið að sýna einhverjar tilfinngar að ráði en síðast sáum við þetta hjá henni í okt'04 sem er alltof laaaaaaangt síðan en þá var það þegar hún veiktist.
Annars eru stelpurnar svakalega spenntar fyrir næstu helgi því þá á að halda uppá 3 og 5 ára afmælið þeirra, það eru nú bara þrjár vikur á milli þeirra þannig afmælin eru haldin saman. Núna eru afmælin haldin við afmælið hennar Oddnyjar minnar en í fyrra var það á afmælisdaginn hennar Þuríðar minnar. Við fórum einmitt í Hagkaup í gær og þær fengu að velja þema og að sjálfsögðu var það Latibær, reyndar kom það mér á óvart að það var ekki prinsessu-eitthvað eheh en Oddný var harðákveðin að hafa prinsessu en þegar hún sá allt Latabæjar dótið var það fljótt að breytast. Ég er líka alveg svakalega spennt því mér finnst svo endalaust gaman að halda uppá afmæli barnanna minna, í fyrra t.d. skelltum við upp tjöldum í garðinum hjá mömmu og pabba og grilluðum handa gestunum (réttara sagt pabbi minni frábæri) sem sagt garðpartý en þetta verður allt öðruvísi í ár, vííí!! Kemur bara í ljós eftir næstu helgi, allt mikið leindarmál!!
Í lokin langar mig að biðja ykkur að senda fallegar kveðjur, strauma og bænir til hennar Lóu hetju en linkurinn á heimasíðu hennar er hérna til hliðar undir "hetjur", endilega skrifið fallegar kveðjur á heimasíðu hennar því ég veit sjálf hvað það gerir mikið fyrir mann að fá fallegar kveðjur.
Knús og kossar úr sveitinni
Slauga
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ babe það er sko ekkert skemmtilegra en að lesa svona fréttir :) æði pæði :) hafðu það gott.... kss og knús Þórunn eva
Þórunn Eva , 23.4.2007 kl. 11:25
hæhæ skvís
Og það er svo gaman að heyra svona góðar fréttir og hún sé farin að rífast haha það var svo gaman að sjá breytingarna á henni um daginn, mikill munur
Það hefur verið rosa stuð hjá ykkur í Danmark og mikil öfund þegar ég fékk sms frá ykkur. Fer á næsta ári
Knús til ykkar allra
Magga Mús
Magga K (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 11:35
afmæli afmæli..á ég semsagt von á boðskorti með póstinum? hehe;* frábært að heyra alltaf þessar endalausu gleðifréttir þið eruð æði!;D
tinna rut;D (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 11:48
Mikið samgleðst ég ykkur að börnin ykkar eru svona frísk og fjörug og þá sérstaklega hún Þuríður Arna ykkar og til hamingju með afmælin stelpur Oddný og Þuríður. Vonandi verður stanslaust stuð hjá ykkur. Hlýjar kveðjur að norðan
kona að norðan (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 14:33
Frábært að lesa svona fréttir Óska þess að þið fáið svona góðar stundir áfram - þið eigið það fyllilega inni
Ólöf (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:15
gaman að lesa hvað allt gengur vel! kv Harpa
Harpa Barkar (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 08:25
Ohh það var yndislegt að hitta ykkur í morgun og vel þess virði þó að ég hafi misst af morgunmatnum í skólanum:) hehehe. Já er hún Oddný Erla mín 3 ára 30 apríl og Þuríður 5 ára 20 maí. Ég þarf nú að koma til þeirra smá pakka:) Hef samband við þig Áslaug mín þegar nær dregur;) Njótið þess vel að láta Þuríði Örnu rífast í ykkur en ekki láta hana komast upp á lagið, þá hættir það að vera skemmtilegt;) En ég veit ekkert skemmtilegra en þegar börnin manns þræta og eru í sætu þrjóskukasti. Þá er erfitt að skella ekki uppúr. Knús og kossar. Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.