3.5.2007 | 15:59
Pælingar
Ég er mikið að pæla í því hvað ég á að gera í haust ef Þuríður mín heldur áfram að vera svona góð einsog hún hefur verið undanfarna rúma tvo mánuði. Mig er farið að langa að fara gera eitthvað en ég veit samt ekki alveg hvað? Orðin doltið leið á því að vera svona "ein" allan daginn, búin að vera svoleiðis ansi mörg ár og finnst tími til komin að gera eitthvað í þessu. Jú ég veit að það getur ekki orðið af því ef henni færi að versna en ég ætla mér ekki að hugsa svoleiðis eða reyna.....
Well reyndar er ég ofsalega hrædd við að ákveða eitthvað því alltaf kemur EF þó ég reyni ekki að hugsa svoleiðis, mig langar ofsalega mikið að fara í skóla í eitt nám sem hefur lengi langað að fara í. En svo kemur líka "hefur maður efni á því?" hmmm ég hef nú verið frá vinnu í ansi langan tíma þannig það ætti kanski ekki að breyta neinu eða hvað? Vill líka einhver vinnuveitandi ráða mig í vinnu? Vill einhver fá konu í vinnu sem á langveikt barn og ég gæti þurft að vera vikum saman frá vinnu? Hefur einhver skilning á því og samstarfsmenn mínir þolinmæði í svoleiðis?
Ég hef unnið á stað þar sem var meiri hlutinn var konur en þá átti ég engin börn en ég man hvað þær urðu pirraðar útí hinar þegar börnin voru veik og kanski oft veik og þá þurfti annað foreldrið að sjálfsögðu að vera heima. Ég reyndar pirraði mig aldrei á þessu því ég vissi sjálf að ég gæti einhvern daginn verið í þessari stöðu en vissi þá að sjálfsögðu ekki að ég þyrfti að hætta vinna vegna þess að barnið mitt fengið illvígan sjúkdóm. Ömurlegt!!
Reyndar hafði mig alltaf dreymt að gera verið heimavinnandi og geta sinnt börnum og heimili en ég vildi stundum óska þess að ég hefði ekki óskað mér þennan draum því hann varð að veruleika en ekki að þeirri ósk sem ég vildi. Ennþá ömurlegra!!
Allavega þá eru miklar pælingar í gangi hvað ég eigi að gera næsta haust og ég veit líka að það væru ekki margir ef einhverrir vinnustaðir sem vildu fá mig í vinnu og þá væri kanski bara betra að fara í skóla og vera með frjálsa mætingu. Þá get ég bæði reynt að sinna námi og ef eitthvað kæmi uppá útaf henni Þuríði minni eða hin verða veik eða þess háttar. Þetta eru alltof erfiðar pælingar, er reyndar búin að fylla út umsóknina mína í skólan en þá er bara eftir að senda hana og borga staðfestingargjald. Aaaaaaaaaaaargghhh!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Búin að fylla út umsóknina og allt klárt.........Áslaug mín svo er bara að senda umsóknina og drífa sig :-)
Kkv.Martha
Martha (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 16:07
hæ babe :) ég ákað að fara í skóla þegar að ég sá framm á það að þurfa að vera heimavinnandi svo ég tapaði ekki glórunni og til að hugsa um eitthvað annað en bara um heimilið og littla lasarusinn og sem betur fer gerði ég það ég var bara í 3 fögum og með frjálsa mætingu og eru allir frekar skilningsríkir en ég er einmitt að pæla í því sama og þú maður hefur ekki endalaust efná því að vera frá vinnu og er ég búin að vera pæla í því sama hvort maður ætti að fara að vinna en maður veit ekki hvort að hann sé að lagast eða ekki... bara erfitt að lifa í þessari óvissu og svo er ég svo hrædd um að ef að ég sæki um vinnu og fæ hana og hvað ef hann er svo ekkert að lagst ?? ég veit svartsýni en hey maður verður að pæla í öllu.... þannig í dag get ég sagt við þig ég skil þig...... því miður þá er þetta bara svona :(
ættla að reyna að kíkja á þig í næstu viku oki skvís :)
koss og knús
Þórunn Eva , 3.5.2007 kl. 17:49
Er ekki bara að skella sér í að sækja um í skóla, það er þá alltaf hægt að hætta við EF illa fer sem ég trúi ekki á. Skelltu þér í þetta stelpan mín og leyfðu þér að hlakka til þess að byrja :) Knús á liðið,
Skagakveðja
Guðrún Jóhannesdóttir, 4.5.2007 kl. 00:59
Láttu vaða. Taktu námslán (eins og flestir sem fara í lengra nám), skelltu þér í námið sem þig langar í og vittu til þú verður enn betri mamma á eftir (ef það er hægt). Það gerir manni ótrúlega gott að fara í skóla. Gangi þér sem allra, allra best, og ykkur öllum.
Álfheiður (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 08:45
Sú ákvörðun sem þú tekur verður alltaf sú rétta :-)
Gangi þér sem allra best
BH (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 10:26
Sæl Áslaug, vantar þig smá vinnu? kannski á kvöldin 4 klst vaktir 15 sinnum í mánuði. Sendu mér þá póst, þekki þig af fyrri verkum, askoti dugleg varstu í grænmetisvinnslunni allavega. En endilega sóttu um í skóla ef þig langar.
Magga Össurar (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 14:34
Sendu umsóknina, þá ert þú búin að því og svo séð þú til með áframhaldið. Eitt skerf í einu.
kv Unnur.
Unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 01:03
Sæl Áslaug
Já, búin að skrif umsókn og allt. Þá er bara að senda hana inn og taka sénsinn, þú getur bara hætt við. Ef þú gerir það ert að senda þau skilaboð að þú trúir að Þuríður verði frísk. Vonin er besta lyf í heimi. Þu getur tekið nokkur fög til að byrja með - allt opið í dag.
Bara að drífa sig - Kveðja Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 04:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.