Leita í fréttum mbl.is

Gjöfin

Ég fékk þetta mail sem ég ætla að birta frá einni "net-vinkonu minni", gjörið svo vel:

Áfallið er þungt en i því felst gjöf.  Ég veit að ég tek sterkt til orða, jafnvel harkalega, en sannleikurinn er sá að aðeins vitundin um dauðann gerir okkur ljóst hvað lífið er í raun og sann.  Þegar þú stendur á brúninni og hugleiðir stórfengleika þess þá veistu í raun hvert gildi það hefur fyrir þig.  Og aðeins af brúninni færðu séð það allt – þarna blasir það við, jafn skelfilegt og það er fagurt.

Sum okkar koma að brúninni snemma, önnur seint; sum okkar munu koma alveg fram á brúnina og hörfa margsinnis til baka, en á endanum er það ekki okkar að velja.  Á endanum verður hvert og eitt okkar að taka flugið.

Ég hef lært að nema staðar af og til og íhuga hvað mér þætti um líf mitt ef ég ætti að deyja á morgun.  Það kann að hljóma undarlega en mér finnst það gott vegna þess að það heldur mér í snertingu við einhvers konar sannleika.  Það hefur kennt mér að það sem ég sé eftir er það sem ég lét ógert – orð sem ég sagði ekki og tækifæri sem ég lét ganga mér úr greipum.  Að sjá brúninni bregða fyrir er áminning um þann fjársjóð sem lífið er.

Það er erfitt að fara alveg niður á botn gjárinnar, vegna þess að þú getur í rauninni aðeins farið þangað einsömul.  En ef þú neyddist ekki til að fara myndirðu aldrei komast að því hversu mun bjartar stjörnurnar skína þar niðri, hversu mun nær þær virðast þegar myrkrið er algjört.  Haltu fast í sýn þína á stjörnurnar.  Það er gjöf.  Gráttu eins mikið og þú þarft, talaðu við fólk eins mikið og þú þarft og vertu hljóð og róleg þegar þér líður þannig.  Láttu engan segja þér að þú skulir örvænta eða örvænta ekki.  Þú getur ekki brugðist við á rangan hátt.  Mundu bara eftir stjörnunum.  Þær eru þínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Daginn.Ég segi bara,Þetta er þörf lesning.Takk fyrir.Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 11:36

2 identicon

Já. Þessi netvinkona þín er greinilega mjög þroskuð sál. Þetta er eitthvað sem við höfum gott af að lesa. Oft getur sannleikurinn verið dálítið sár. Ég er ekkert endilega viss um að maður nái að hugsa þetta svona þegar maður lendir í veikindum með barnið sitt eða sjálfan sig. Vissulega væri það gott, maður ætti þá að kunna að meta lífið betur og þakka fyrir það sem maður á. Allt sem stóð í þessu bréfi er svo rétt. Þetta var vissulega þörf lesning.

Má til með að lauma því að, ég dáist svo af ykkur Skara. Mér finnst þið algjörar hetjur og ótrúlega duglegt fólk. Það verður bara að segjast eins og er. Hún Þuríður litla Arna er mjög heppin að eiga ykkur fyrir foreldra. Gangi ykkur alltaf sem allra best. Í von um að Þuríði haldi áfram að líða svona vel.

Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 12:23

3 identicon

Rosalega er þetta fallegt. Og svo mikið satt og rétt líka. Lenti sjálf í lífsháska þegar ég var unglingur og það breytti lífi mínu og viðhorfi algjörlega. Núna fyrir nokkrum árum horfði ég síðan upp á erfitt sjúkdómsstríð manneskju sem var mér náin og mjög kær og sú reynsla ýtti harkalega við manni aftur. Sú reynsla var reyndar öllu erfiðari enda er miklu erfiðara að standa utan við átökin og "geta ekkert gert" eins og ég þykist viss um að þú (og þið) kannast vel við. Ég hef aftur á móti ekki staðið frammi fyrir því að eiga mikið veikt barn en fyrrgreind reynsla og það að ég er móðir gerir það að verkum að ég finn fyrir óendanlegri virðingu og aðdáun fyrir fólki eins og ykkur. Það sem á ykkur er lagt er ofurmannlegt og enginn sem getur í raun gert sér það í hugarlund nema þeir sem það reyna.

Með vinsemd og virðingu og innilegri von um að Þuríður haldi áfram að vera svona hress og njóti lífsins í botn

Ólöf (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:37

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk fyrir að deila þessari lesningu með okkur, þetta er alveg rábært viðhorf. Takk og atfur takk. Knús til hetjunnar okkar

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.5.2007 kl. 21:53

5 identicon

Sæl Áslaug

Miklar þakkir fyrir að deila þessum pistli net-vinkonu þinnar með okkur.  Í honum felst sannleikurinn um það sem skiptir svo miklu máli en það eru viðhorf okkar til þess sem er að gerast í lífi okkar allra. Stundum er þörf á ða slá okkur aðeins við til að minna okkur á hvað það er sem skiptir okkur mestu máli. Lífið er dásamlegt og hver dagur er blessun. Að kíkja aðeins á "brúnina" breytir svo sannarlega viðhorfum okkar og sýnir okkur nýja hlið á þessum merkilega peningi sem kallst líf. Reiðin er svo lilgangslaus og heilsuspillandi.

Njótum stundarinnar, hvert á okkar forsendum.  Reynum að stjórna okkar eigin lífi, okkur er ekki gefið vald eða umboð til að stjórna lífi annarra. 

Guðs blessun og góða nótt. Fríða.

Fríða (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband