Leita í fréttum mbl.is

Farin að kvarta :(

Þuríður mín hefur kvartað doltið þessa vikuna undan hausverk sem er ótrúlega erfitt að heyra hana kvarta yfir því þá verð ég líka svo hrædd við að það sé eitthvað að gerast þarna hjá henni.  Jú henni líður "vel" (annars veit ég ekkert hvernig henni líður en hún sýnir allavega ekki að hún sé að þjást eitthvað) og maður reynir að horfa bara í það en þegar hún fer að kvarta er ekki annað hægt en að fá hnút í magan.

Reyndar sýndi hún mjög skemtilegan hlut í gær en einsog flestir vita þá hefur ekki mikla krafta í líkamanum og hefur ekki getað neitt sem tekur á t.d. að fara uppí efri koju þeirra systra.  Alltaf hef ég þurft að ýta undir rassinn hennar eða lyfta henni upp þegar henni langar að vera hjá systir sinni í efri koju og hjálpa henni svo niður því hún hefur aldrei haft neina krafta í þetta en svo gerðist skemtilegt kraftaverk í gærLoL.  Alltíeinu byrjar Oddný Erla að öskra "mamma Þuríður komst alveg sjálf uppí koju" hún var sjálf ótrúlega hissa enda veit hún alveg hvað Þuríður hefur getað gert.  Ég að sjálfsögðu hljóp inní herbergi því ég trúði þessu eiginlega ekki en svo var mín bara komin í þá efri og ótrúlega stollt af sjálfri sér og það var ég svo innilega líka.  Oh mæ god hvað það var gaman að sjá þetta en það eru þessi "smáatriði" sem eru reyndar ekkert smá hjá okkur sem hjálpar manni að halda sensi þó hún sé farin að kvarta og að sjá fimm ára gamalt barnið sitt hjóla í fyrsta sinn er þvílíkur draumur í dós þó að börn séu löngu farin að hjóla fyrir þann aldur ef þau eru heilbrigð þá er það bara yndislegast. 

Hún er allt önnur manneskja en hún var fyrir áramót og ég vona svo sannarlega að hetjan mín fái að fara í seinni geislameðferðina sína í des.  Ég einmitt spurði læknana okkar hvort hún gæti einhverntíman aftur farið aftur í lyfjameðferð sem hún var búin að vera í þrjá mánuði þegar hún þurfti að hætta en þá eru þeir ekki bjartsýnir á það en þeir útiloka samt ekkertWink.  Vona svo sannarlega að hún geti farið í meiri meðferðir og stærsti draumurinn að hún gæti fengið að fara í aðra aðgerð sem er reyndar það ólíklegasta en ég vona það samt. 

Annars er skemtileg helgi framundan er búin að vera undirbúa óvissuferðir fyrir "gærurnar" sem eru stelpurnar úr badmintoninu í "old days" ehe en í hana ætlum við að fara í laugardaginn og enda svo í grilli hérna í sveitinni og horfa á eurovision sem verður ekki leiðinlegt þannig það er eiginlega eins gott að Eiki rauðhaus komist áfram annars verður þetta ekki eins skemtilegt.  Well þá verður bara sing star tekið upp og við förum að æra grannana mína eheh, bara gaman!!   Hlakka bara til!!

Verð víst að fara finna mig til, er á leiðinni í mollið með Oddnýju syst. Stúlkan var að klára prófin í gær og ætlar að ath hvort hún finni ekki einhverjar tuskur á sig og kanski ég ath hvort ég finni líka eitthvað á mig?  Er ekki sú duglegast á svæðinu að kaupa mér föt, finn aldrei neitt sem ég fíla eða fíla mig íBlush.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Nielsen

Mig hlýnar um hjartaræturnar þegar ég les þennan póst - svona lítil kraftaverk gefa lífinu gildi og ég bið til guðs um að Þuríður Arna ykkar haldi áfram að vera svona hress og öðlist smátt og smátt meiri kraft til að búa til fleiri "drauma í dós" :)

Hlakka til að "gærast" á laugardaginn...hvert erum við að fara??? ha??ha?

Elsa Nielsen, 10.5.2007 kl. 10:15

2 identicon

Duglega stúlka (nei stúlkur er það) já reyndu að finna flík á þig.Kv 

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 10:39

3 Smámynd: Þórunn Eva

ohhh já ég er alltaf í sama veseninu..... hehe svo ef að maður finnur það sem manni langar í þá er það kannski búið í þeim lit sem manni langar í argghhh heheehehe hafðu það gott í dag svkís og við kíkjum bara eftir helgi :) JS er heldur ekki í ástandi til að vera að fara eitthavð :(

knús knús

Þórunn Eva , 10.5.2007 kl. 12:00

4 identicon

Takk fyrir skemmtilega Kringlu-ferð. Ekki mikið verslað, vonandi bara næst  Við gátum "chillað" ekkert smá lengi, hehehe. Hlökkum til að hitta ykkur aftur á morgun, núna losnarðu ekki við mig á meðan ég er í fríi

Oddný syssss (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 13:25

5 Smámynd: katrín atladóttir

hehe oddný er svo ótrúlega dugleg líka!

og magnað að þuríður sé farin að taka svona miklum framförum, vonandi er þetta kvart bara eitthvað lítilræði

ég er svo spennt að vita hvert þið ætlið í óvissuferðinni þó ég komist ekki með

ég verð í sjóstangveiði með vinnunni á meðan.. eins gott ég veiði eitthvað og verði ekki sjóveik! 

katrín atladóttir, 10.5.2007 kl. 15:49

6 identicon

Sæl Áslaug

Mikið er hún Þuríður Arna dugleg stúlka, til hamingju með kojuferðina. Mikið skil ég áhyggjurnar þegar hún kvartar um í höfðinu, en hún er svo dugleg og frísk núna. Njótið þess ágæta fjölskylda, hún er kraftaverk og þið eruð það öll. Guð blessi ykkur. Fríða

fríða (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband