Leita í fréttum mbl.is

Breytingar á síðunni

Var að bæta við upplýsingum á síðuna þar að segja ef þið klikkið á mynda af mér og Theodóri hér til hliðar getiði lesið allt um veikindi hetjunnar minnar Þuríðar og ég reyni að uppfæra þær upplýsingar nokkra mánaða fresti. (hef verið frekar löt við það síðustu mánuði.)

Helgin annars búin að vera æði, óvissuferð gæranna í gær sem ég var að sjálfsögðu að skipuleggja ásamt Viggu vinkonu.  Við fórum í gömlu Viðeyjarferjuna og ætluðum að "rúnta" á henni um sundin og veiða en þar sem það var ömurlegt í sjóinn og frekar skerí á tíma ákváðum við á síðustu stundu bara að skreppa yfir í Viðey, rölta um, borða nesti, kíkja í kirkjuna og sitja og tjatta sem var æði.  Keyrðum svo yfir í eina sólbaðsstofu bæjarins og skelltum okkur í pottinn og höfðum það notó þar og enduðum svo í eurovisionpartýi hér í sveitinni og farið í Sing star og sumir voru óðari í mígrafóninn en aðrir eheh!!  Ég fór ekki í bæinn með stelpunum lok kvölds, svona er að verða þrídug ehe nei nei ég fékk svo heiftarlega magapínu þannig mín var bara róleg þannig það ekki leiðinlegt að hlæja að hinum ehhehe!!  Bara gaman og takk fyrir daginn stelpur hlakka til næstu óvissuferðar eftir ár.

Það hafa ofsalega margir verið að spurja mig hvort ég ætla í nám í haust eða hvað ég ætli að gera, jú ég er búin að skrá mig í nám og "borga" þannig það er staðfest en ég mun samt "bara" fara í fjarnám því þá hef ég líka möguleika að vinna kanski með ef það verður í boði í haust.  Ég hefði heldur ekki getað skráð mig í dagnám þar sem það kemur ekki á hreint strax hvort það verði samþykkt að Þuríður mín fái aðstoð í átta tíma á leikskólanum en hún er með sex tíma.  Ofsalega asnalegt kerfi að geta ekki samþykkt að börn fái ekki aðstoð einsog þau þurfa en svona er þetta bara það er alltaf sparnaður í kerfinu og ég veit að þetta á bara eftir að versna þegar Þuríður mín fer í skóla.  Ég hreinlega bara skil þetta ekki?  Ég veit að þetta eru ekki leikskólanum að kenna enda gera þau allt sem þau geta til að láta þetta vera samþykkt en sparnaðurinn er ofarlega í öllu svona og svo er líka erfitt að fá starfsfólk í stöður á leikskóla.  Such is life!! 

Svo held ég líka að ég þurfi að gefa Þuríði minni smá séns með veikindin sín áður en ég fer að ákveða eitthvað stórtækt allavega frammað áramótum, veit aldrei hvernig veikindin hennar þróast.  Þó hún sé mjög góða þessa mánuðina þá veit ég aldrei hvernig hún verður á morgun?  Má ekki flýta mér of hratt en hef allavega ákveðið að fara í fjarnám sem ég er svakalega spennt fyrir og fæ alveg fiðring í magan að hugsa um það, loksins að fara gera eitthvað BARA fyrir mig.  Víííí!!

Læt þetta duga í bili börnin kalla, Skari í brjálaðri vinnu útí garði að gera fínt fyrir okkur Wink.
Þanga til næst......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram Áslaug,gefðu svo Skara klapp á kinn fyrir dugnaðinn í garðinum.Gleðikveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 19:19

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég var að skoða Geiradansinn og ég ligg í hláturskrampa!!!

Þetta er óborganlegt!

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.5.2007 kl. 11:26

3 identicon

HÆ hæ

 Þekki ykkur ekki en hef fylgst með ykkur síðan í desember í fyrra hér á síðunni þinni og ég vildi bara segja hvað mér finnst dásamlegt að  fá fréttir af því hvernig gengur með Þuríði þessa dagana.   Frábært að hún skuli vera svona frísk og að þið öll séuð að njóta lífsins svona vel:-) 

Sigga (ókunug) (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband