Leita í fréttum mbl.is

Lífshamingja

Lifðu í núinu. Fjöldi fólks frestar hamingjunni. Það puðar og puðar og lifir skítalífi í þeirri von að þegar einhverju marki sé náð og þetta eða þetta gerist verði það hamingjusamt. En hvað um daginn í dag, núið? Við vitum aldrei hvað við fáum langan tíma í þessu lífi. Hví þá að lifa eins og við séum á einhverri leikæfingu í stað þess að njóta sjálfs leiksins, hvers augnabliks lífsins? Líttu á hvern dag sem heilt líf í sjálfu sér. Lifnaðu við að morgni og kveddu síðan að kvöldi. Það sem er þarna á milli á að skipuleggja sem afmarkaða heild og lifa eftir því. Núið er allt sem þú átt. Fortíðin er liðin og framtíðin ókomin. Hvað sem þú ert að fást við ættirðu alltaf að reyna að njóta út í æsar hvers augnabliks.

Hláturinn lengir lífið. Fólk hefur jafnvel sigrast á sjúkdómum með því aðallega að hlæja. Það er enginn vafi að hlátur hjálpar þér að losna við neikvæðar tilfinningar. Lærðu að horfast með kímni í augu við vandamálin. Slíkt getur auðgað líf þitt. Horfðu á gamanmyndir, og lestu fyndnar bækur. Hafðu augu og eyru opin fyrir öllu því skemmtilega í kringum þig. Snúðu þér af fullri alvöru að gamanseminni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að minna mig á!

Gangi þér vel.

Hugsa oft til þín!!

Kveðja,

Jónína Ben 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Þórunn Eva

flott blogg hjá þér skvís :)

knús og koss 

kv Þórunn Eva

Þórunn Eva , 16.5.2007 kl. 10:12

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...þetta er rétt, maður verður að sjá kómísku hliðarnar til að halda, ja..jafnvel geðheilsu.

Benedikt Halldórsson, 16.5.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband