Leita í fréttum mbl.is

Varð fyrir árás í dag

Ég, Theodór, Oddný systir og Eva Natalía músin hennar ákváðum að skella okkur niðrá tjörn í morgun, vorum mættar snemma í þeirri von að endurnar væru svangar.  Jú þær voru hrikalega svangar einsog allir fuglarnir sem voru þarna einsog allir mávarnir sem voru alveg í tuga tali, í byrjun komu bara endurnar og fengu að narta í brauð hjá Theodóri mínum og Evu sem voru alveg svakalega spennt að gefa öndunum í fyrsta sinn brauð.  Þegar við vorum búin að vera þarna í sirka fimm mínútur þá sjáum við mávana nálgast óðflugum og voru gargandi reiðir og ætluðu sko að fá allt brauðið sem við vorum með.  Oh mæ god hvað þeir voru klikkaðir og þeir "réðust" á okkur svona án gríns, ég og Oddný voru snöggar að grípa börnin og hlaupa í burtu og vorum heppnar að lenda ekki fyrir bíl þegar við hlupum frá mávunum.  Einsog flestir vita hvar tjörnin er staðsett og þar við hliðina er gata og að sjálfsögðu stefndum við beint þangað og rétt höfðum að smeygjast frá traffíkinni.  Við lögðum alveg við tjörnina eða þar sem við stóðum að gefa öndunum og rétt höfðum að smeygjast inní bíl með börnin og að lokum henti Oddný brauðinu útum farþega gluggan og rétt hafði að loka honum áður en mávafjöldinn kom innum hann.  Afhverju er ekki hægt að útrýma þessum kvikindum?  Við vorum heppnar að meiðast ekki við þetta hvað þá börnin, ég ætla allavega aldrei aftur niðrá tjörn frekar fer við tjörnina hjá húsdýragarðinum eða tjörnina í Kópavoginum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: katrín atladóttir

ég hefði dáið

ég þjáist af háalvarlegri fuglafóbíu, ef það er fugl nálægt mér, þá skýli ég mér bakvið næsta mann ef hann er til staðar, annars kasta ég mér næstum í jörðina.. þetta er í alvöru alveg fáránlegt

ég held þetta sé af því ég var bitin af svani þegar ég var barn.. 

katrín atladóttir, 16.5.2007 kl. 19:37

2 identicon

Sælar. Þetta er náttúrulega fáranlegt. Ég hefði alveg misst mig úr hræðslu sérstaklega þegar maður er með svona lítil börn. Fós nú einu sinni í den með litla tvíbura og þriggja ára stúlku niður á tjörn. Þá kom þar svanur sem var alveg trítilóður beit í handfangið og hreinlega hékk á handfanginu á barnavagninum, sú stutta trylltist náttúrulega úr hræðslu og ég reyndi að flýja með börnin í ráðhúsið. Þá gerði svanurinn sér lítið fyrir og flaug fyrir , það var ekki sjens að komast fram hjá honum. Ég gleymi þessari tjarnarferð aldrei. Ég og annar maður sem var með lítinn strák flúðum af vettvangi. Þetta er ekkert grín, þessi svanur hefur verið eitthvað klikk getur ekki annað verið. Alla vega var hann mjög pirraður. Það er náttúrulega bara fáranlegt að það sé ekki hægt að fara niður á tjörn með börnin. Mér finnst alveg komin tími á að farga þessum mávum.Ég veit t.d. um bílasölu í Bretlandi sem var að því komin að fara á hausinn bara út af mávunum þeir eru bara truflaðir þar. Þeir hreinlega gera árás á fólk þegar það yfirgefur bílana sína. Jæja nóg um þessa brjáluðu fugla.

Loksins er ég komin í bloggstuð aftur, varð svo miður mín fyrir hönd Ástu Lovísu að ég hafði enga eirð til þess að blogga. Lít þó alltaf inn hér daglega.

Gangi ykkur alltaf ofsalega vel fallega fjölskylda.

Bestu kveðjur til ykkar allra frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:36

3 Smámynd: Halla Rós

Jiminn eini, ég hefði fríkað út, kræst sko, ég er einmitt ógó smeik við alla þessa fugla og finnst þeir allir hálf ógeðslegir, enn hef nú að vísu samt gefið þessu smá brauð, enn ég sækist ekki eftir því, ég er samt búin að heyra alveg ótrúegar sögur uppá síðkastið, þeir ætla að gleya allt og alla þessir fuglar þarna.

Gangi ykkur allt í haginn stóra fjölskylda ;) híhíhí... Gaman að vita hvað gengur vel hjá ´Þuríði Örnu  og böenin ykar eru virkilega heppin að eiga ykkur sem foreldra.  Knúsí knús

Halla Rós, 16.5.2007 kl. 23:08

4 Smámynd: Þórunn Eva

have fun í sveitinni :)

knús og koss

Þórunn Eva , 17.5.2007 kl. 15:36

5 identicon

Afhverju eiga máfar ekki rétt á að lifa eins og aðrir? Þeir eru bara fuglar og í fæðuleit eins og aðrir fuglar. Rétt er það að máfar eru í eðli sínu frekir, en það er persónuleiki þeirra og ekki ástæða til að útrýma þeim. Ekki fer ég og útrými þeim nágrönnum mínum sem fara í pirrurnar á mér.  Að öllum líkum eru máfar ekki helsta ástæða þess að ungar komast ill a á legg á Tjörninni, heldur eru þar mjög slæm uppeldisskilyrði; drullupollur, mikil umferð og lítið skjól.

Mér þykir mjög hollt að lesa bloggið þitt, og er þakklát fyrir að fá að upplifa erfiða reynslu í gegnum bloggið þitt. Ég tel að það þroski lesendann mjög að fá að vita hvernig öðrum líður og hvernig sífelda óvissan er.

Sumarkveðja.

Dísin (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband