26.5.2007 | 09:57
Þuríður Arna
Ég hef nú eiginlega bara sömu fréttir og vanalega af henni Þuríði minni, hún er þreytt og ekki alveg með sjálfri sér. Hún er farin að sofa meira yfir daginn og ég er líka farin að leyfa henni það enda ekki hægt annað, hún var eiginlega hætt að leggja sig en það var ekki langur tími því verr og miður. Fer snemma að sofa þó hún sofni tvisvar yfir daginn, ömurleg tilfinning!! Ég er með hjartað í buxunum þessa dagana og er ofsalega kvíðin næstu dögum en í þar næstu viku fer hún aftur í tjekk og ef hún heldur svona áfram þá fer hún strax í myndatökur ég sem var að láta mig dreyma að það væri hægt að geyma það frammí ágúst einsog síðasta plan var.
Það er alveg ótrúlegt hvað maður verður viðkvæmur þegar henni fer að líða svona, ég vil helst ekki ræða veikindin hennar því þá brotna ég bara niður(veit ég að þarf ekkert að skammast mín fyrir það en mig langar bara ekki að vera útgrátin allan sólarhringin). Oftast á ég mjög auðvelt með að tala um þau en ekki núna það eru þessir dagar, vildi óska þess að það væri búið að finna lækningu fyrir þessu. Aaaarghh!!
Annars hef ég ekki séð Þuríði mína svona líka glaða lengi einsog hún var í gær, oh mæ god!! Ég fékk nefnilega afmælisgjöf í gær, trallalala!! Já ég veit ég á ekkert afmæli alveg strax en ég fékk hana svo hún myndi nýtast í sumar fyrir mig en ég fékk hjól og barnastól frá fjölskyldunni og ég held að Þuríður mín hafi verið glaðari en ég eheh!! Því að sjálfsögðu byrjaði ég á því að fara í smá hjólreiðatúr og tók öll börnin með en bara eitt í einu eheh, Oddný mín var ekki að fíla þetta hún er með svo lítið hjarta greyjið. "mamma ekki svona hratt", "ekki hjóla svona langt í burtu", "ég er að detta", bara fyndin!! Theodór var eitt bros í framan allan tíman og Þuríður mín skríkti allan tíman sem við hjóluðum þannig næst á dagsskrá er að fara í hjólreiðatúr með Þuríði mína. Það er alveg hrikalega gaman að sjá hana svona glaða og heyra hana skríkja svona, well núna verð ég að bíða eftir að Skari eigi afmæli svo hann geti komið með okkur í hjólreiðatúr hmm verður þá reyndar ekki fyrr en næsta sumar því hann á afmæli í jan. En það var endalaust gaman að fá hjól, hef dreymt um það lengi en lang skemmtilegast að sjá Þuríði mína svona káta.
Stefnt verður í rólega helgi, kanski kíkjum við í "afahús" í dag og leikum okkur þar. Birta bróðurdóttir mín verður með afmæli á morgun, það er svo mikið af afmælum í fjölskyldunni þessar vikurnar. Kanski verða börnin send uppá Skaga annað kvöld í dekur og við höfum það notanlegt hérna heima, aldrei að vita?
Eigið góða helgi kæru vinir
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott með hjólið en slæmt með Þuríði þína er ekki hægt að skoða hana fyrr ef hún verður slöpp áfram næstu daga? Æi manni finnst það geti skipt máli. Ég get ekki ímynað mér að sé til nokkuð verra en veikindi á litlu barni því það er svo ENDALAUST sárt. Ég vil hvetja þig og ykkur að senda börnin burtu í dekur um helgina, því þá getið þið veitt ykkur sjálfum eitthvert dekur.
Sendi ykkur orku og kærleiksstrauma frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 13:07
Góða helgi.
unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 16:44
Kalla þig nú bara í formi Slauga mín að geta hjólað með barn á "bögglaberanum!"
Ég get varla hjólað undir sjálfri mér! Hvað þá fleirum!
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.5.2007 kl. 18:29
hæ sæta :) tad er rosalega fint i noregi nema hvad ad JS er frekar lasinn typiskt....
ohhh hvad eg ofunda tig ad vera buin ad fa hjol :)
tad er ekki litid buid ad pirra mig ad hafa ekki komist til tin adur en eg for ut en hey svona er lifid eg reyni bara a d koma sem allra fyrst efir ad vid komum heim :)
hafdu tad eins gott og tu getur og eg hugsa til tin dullan min :)
koss og knus til tin fra mer
Þórunn Eva , 26.5.2007 kl. 21:40
Elsku Áslaug mín.
Það er leitt að heyra að Þuríður skuli vera svona slöpp. Vildi óska að ég gæti eitthvað gert til að þétta þér byrðina. Verðum samt að vona það besta.
Til hamingju með hjólið, hafið það alltaf sem allra best.
Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd. Því miður á ég frekar erfitt með að blogga þessa dagana. Vonandi rætist eittthvað úr því.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 07:51
Elsku Áslaug og fjölskylda. Til hamingju með alla góðu dagana sem þið eigið saman, þeir eru ómetanlegir. Sendi ykkur kærleiksbænir og orkukveðjur. Þið eruð hetjur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2007 kl. 10:14
Sæl Áslaug og til hamingu með afmæðisgjöfina og afmælið (auðvitað)
Já þetta með máttinn, ef eitthvað dregur menn niður þá eru það svona aðstæður. Börnin manns úúppsssss eða barnabörnin (ég er orðin amma). Hver skilur ekki þessar tilfinningar þínar. Ef það léttir á þér að skrifa okkur netvinum þínum, þá láttu það koma til þess erum við og ef við getum létt þér og ykkur eitthvað þá erum við tilbúin. Við vilum taka þátt í gleði ykkar og sorgum. Guð blessi ykkur öll
Kveðja F gangi þér vel á hjólinu!!!!!!!!
F (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 11:49
Sæl Áslaug!
Og til hamingju með hjólið ;) alltaf gott að hreyfa sig. Ég hef verið að fylgjast með síðunni hjá þér upp á síðkastið náði að grafa það upp loksins, og vildi bara segja að ég hugsa oft til ykkar og gangi ykkur sem allra best.
kv.Rúna Einarsd frá Stokkseyri
Rúna Einarsd (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 18:43
Kæra fjölskylda.
Allar góðar óskir og bænir til ykkar með von um að Þuríður litla nái bata. Það hlýtur að vera hræðilegasta tilfinning í heimi að horfa á barnið sitt þjást. Tárin renna bara við tilhugsunina.
Ég bið um kraftaverk handa ykkur.
Kær kveðja
Á.
Ágústa (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.