Leita í fréttum mbl.is

:)

Ég fékk góðar fréttir áðan sem ég er í skýjunum yfir en ætla ekkert að segja ykkur þær fyrr en fyrsta lagi á föstudaginn þegar það eru búið að ganga frá þeim.  Trallala!!  Þær tengjast ekkert Þuríði minni bara sjálfri mér, æjhi ég er svo glöð að hálfa væri miklu meir en nóg. Nei ég er ekki ólétt eheh!

Jú svo var ég að ganga frá leynigestinum "fræga" sem á að koma í afmælið mitt á laugardaginn en þeir fá bara að njóta hans sem koma í stuðið seinna um kvöldið eða eftir hálf níu, oh mæ god!!  Það verður sko stuð!  Reyndar mikil forföll en maður mátti nú búast við því þar sem sumarið er að koma og allir að þeysast um landið en það verður samt stuuuuuð ég lofa því. 

Svo er víst að koma smá viðtal við mig í einu tímariti landsins en þið verðið bara að fylgjast með öllum tímaritum svo þið missið ekki af mér, neinei ég mun láta ykkur vita þegar af því kemur.  Lofa! Annaðhvort verður það í júní eða júlí var ekki alveg komið á hreint.   Reyndar er ég mjög smeyk við að láta taka viðtal við mig þegar það tengist Þuríði minni og það gerði þetta viðtal meðal annars, en ég veit að þetta viðtal er mjög gott þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur.  Oftast eru það fyrirsagnirnar sem ég er smeykust við því það er sölumennskan hjá þessum blöðum sem er að reyna draga fólkið að sér.  Það situr nefnilega enn í mér hvað ritstjórinn hjá DV vildi hafa sem fyrirsögn þegar viðtalið kom við okkur Skara í desember síðastliðin, viðtalið var rosalega flott enda treystum við blaðamanninum 150% enda vandaði hún sig mjög vel með viðtalið.  Enn svo koma þessir plebbar sem ráða öllu og vilja selja og það var einsog þessi ritstjóri sé ekki með hjarta og eigi ekki börn.  Ég hef aldrei verið jafn reið á ævinni og ég ætla bara að láta það flakka hvaða fyrirsögn hann vildi hafa "síðustu jól Þuríðar" já haldiði það sé?  Þessi maður er bara aumingi! 

Jú Þuríður mín er með illvígan sjúkdóm en við verðum að geta haldið í vonina og trúað á kraftaverk, þó að læknarnir hafi ekki gefið henni langan tíma í viðbót þegar það var greint illkynja æxlið hennar þá viljum við ekki trúað því fyrr en annað kemur í ljós, öðruvísi getum við ekki haldið höfði.  Þannig mér fannst þetta frekar illt af ritstjóranum að detta þetta í hug og detta það í hug að við myndum samþykkja þessa fyrirsögn.  Döööö!!

Farin útá pall að mála....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 ??????????????? eða orðin þjálfari KR ??  En glæsilegt að þú sért glöð.Það liggur við að maður sjái þig í skyjunum.Gleðikveðjur

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 12:43

2 identicon

Ertu að fara í skóla?????  A.m.k. gott að vita að þetta eru góðar fréttir  Bíð spennt eftir viðtalinu og tek undir með þér varðandi ritstjórann hjá DV... hvernig datt manninum þetta í hug?

Bestu kveðjur og hafið það öll sem best

Ólöf (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 14:14

3 Smámynd: Þórunn Eva

hlakka til ad heyra skemmtilega frett :)

kv Torunn Eva

p.s spenno ad hafa leynisgest heheheh :)

Þórunn Eva , 29.5.2007 kl. 16:02

4 identicon

Sæl Áslaug

Ég hef fylgst með skrifum þínum í dágóðan tíma núna þó ég þekki þig ekki neitt. Í fyrsta lagi; takk fyrir að deila þessum mikilvæga boðskap þínum sem þú gerir í hverju bloggi. Það er dýrmætt fyrir okkur að fá tækifæri til að reyna skilja upplifun foreldra barna með langvarandi veikindi betur. Þó enginn viti fyrr en hann upplifir - að sjálfsögðu!

Ég veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta yfir þessari fyrirsögn hjá DV en ég hef sjálf fengið minn skammt af fyrirsögn þeirra á viðtali við mig í fyrra. Hvað ætli þeim gangi til með þessari "shallow" hegðun? Jii, minn eini.

Að lokum við ég bara þakka fyrir aftur, gangi ykkur vel í áframhaldandi áskorunum. Miðað við það sem ég les hér er hún Þuríður þín hörkukona og mun án alls efa standa uppi sem sigurvegari í hverju sem er. Hún á augljóslega einnig ómetanlegar stoð og styttur í kringum sig sem skiptir öllu máli.

Eigðu frábæran afmælisdag ; )

Kv. Freyja (einn af fjölmörgu blogg-lestrarhestunum)

Freyja Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 18:30

5 identicon

Sæl glaða kona

Mikið er ég spennt að vita hvað er í gangi hjá þér en líka glöð því þú ert svo góð með þig yfir þessu. Þetta með fyrirsagnirnar getur sko gengið út fyrir allt velsæmi og tillitsemi, en svo er peningagræðgin öflug. Já og svo er leynigestur hjá minni, bara pottþétt veisla eins og þær eiga að vera. Líði ykkur vel GB

GB (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 18:36

6 identicon

Gaman fyrir ykkur að fá Deep Purple til að spila á laugardaginn.Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 19:25

7 identicon

hæhæ Áslaug

ég hef verið að fylgjast með skriftum þínum, því að mér þykir svo væntum littlu dúlluna ykkar Óskars hana Þuríði Örnu. Ég var að vinna á Hofi og hef verið að fylgjast með síðan ég hætti þar. Haldið áfram að vera svona jákvæð því annað þýðir ekkert.

Mér finnst hinsvega þessi ritstjóri ógeðslegur að segja svona, það á bara að reka þennan mann fyrir svona blaðamennsku, ef þetta kallast þá það....

gangi ykkur sem best

þess óskar

Þórdís Steinarsdóttir

Þórdís Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:06

8 identicon

Alltaf sama hörku manneskjan jákvæð og bjartsýn. Trúir á kraftaverk og gerir plön um skemmtilegheit. Ef allir væru svona þá væri margt léttara. Ég veit að auðvitað þarftu að vanda þig stundum. En með þitt hugarfar gengur allt betur. Þú ert BARA frábær og flott. Við biðjum öll um kraftaverk fyrir Þuríði þína og styrk fyrir ykkur Skara og aðra ástvini. Kveiki á kerti fyrir ykkur öll. Með kærri baráttukveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:32

9 identicon

Hæ hæ kæra fjölskylda

Gaman að heyra að sl.helgi hafi verið svona góð hjá Þuríði, vonandi að allt gangi vel og hún er svo sannarlega kraftaverk.

Vona að afmælisdagurinn verði þér góður og góða skemmtun :-)

Kkv. Martha og gríslingarnir

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband