Leita í fréttum mbl.is

Þreytt, hrædd, stressuð og erfitt

Þið eruð nú ö-a hissa að sjá mig á svæðinu í dag þar sem ég ætti að vera í sveitinni en Skari minni þurfti bara að koma í bæinn útaf vinnu og við börnin ákváðum að skella okkur með og bjóða okkur í mat til mömmu og pabba, knús til þeirra.  En við erum að fara aftur í sveitina þegar Skari kemur heim úr vinnunni og við komum á fimtudaginn aftur til að mæta á fund uppá spítala og þá verður barið í borðið og heimta eitthvað róttækt.  Mér er alveg sama þó ég þurfti að fljúga hálfan hnöttin svo það verði hægt að hjálpa Þuríði minni og fengið skýr svör, ég geri hvað sem er þó við fjölskyldan myndum enda í einhverju 20fermetra leiguherbergi þá gæti mér ekki verið meira sama.  Ég geri HVAÐ sem er fyrir Þuríði mína, hún getur, hún ætlar og hún skal.

Ég hef fengið ansi mörg mail frá ókunnugum og fólk heldur að ég sé bara búin að gefast upp fyrir hönd Þuríðar minnar en þá er það mesti misskilnginur.  Hvernig er það hægt?  Þó ég verði alla mína ævi þreytt, hrædd og finnist lífið ofsalega erfitt þá mun ég aldrei gefast upp, ég vil berjast alla mína ævi fyrir hennar hönd.  Því ég veit að ég þarf alltaf að vera berjast og um leið og ég væri hætt að berjast þá væri bara ein ástæða fyrir því þá væri Þuríður mín ekki lengur hjá mér og það er sko ekki alveg í myndinni. 

Eitt skiptið las ég viðtal við móðir sem var búin að missa barnið sitt vegna langvarandi veikinda þess og fólk spurði hana "hvort hún væri ekki bara fegin að þessu væri lokið?"  Döööö hvursu heimskuleg spurning er það?  Að sjálfsögðu var móðirinni ekki sama, hún var í marga mánuði með barnið sitt uppá spítala en var tilbúin að vera þar í mörg ár bara að hún fengi að hafa barnið sitt hjá sér og sama segi ég. Asnalegt!!

Jú ég verð oft þreytt einsog þessa dagana en mér er nákvæmlega sama ég get bara sofið þegar ég verð gömul, oft er maður að leka niður og langar að loka sig inní herbergi en það er bara ekki í boði. Núna held ég að ég sé svona þreytt vegna þess ég eyði allri minni orku að hafa áhyggjur, ég er ofsalega hrædd og finnst þetta svakalega erfitt.  Ég er ofsalega hrædd við þessa stækkun í blöðrunni sem er inní æxlinu, hún er að stækka og hefur stækka mjög mikið á einu og hálfu ári sem er ekki gott þannig við berjum í borðið og heimtum aðgerð fyrir sýni.  Takk fyrir!

Síðustu vikur hafa líka verið erfiðar en þrjár af mínum hetjum hafa fallið frá, ein þeirra er ekki með link hérna vegna þess síðan hennar var lokuð.  Það var ung stelpa sem var svipuð veik og Þuríður mín illkynja æxli og lömun sem hefur tekið doltið á eftir að hún féll frá, gerðist svo hratt.  Svo var það hún Ásta Lovísa, ég þekkti hana ekkert persónulega jú við ætluðum alltaf að fara hittast en við vorum msn-vinkonur og gátum spjallað heilmikið þar og þakka henni æðislega fyrir þau öll spjöll.  Ég man sterkt í einu spjallinu okkar en þá fann hún miklu meira til með mér en sjálfri sér bara að þurfa horfa á barnið sitt þjást hefði hún aldrei þolað en samt var hún sjálf að þjáðst.  Ég skyldi það ekki alveg fyrst en auðvidað vill ég frekar vera að þjást heldur en að horfa á barnið mitt þjáðst, ég vildi óska þess að ég gæti tekið þetta allt á mig.  Aaaargh!!  Þriðja hetjan mín sem hefur fallið frá er hún Lóa en hún dó í gær eftir hetjulega baráttu, ég hitti Lóu einu sinni og foreldra hennar þegar hún var stödd á líknardeildinni sem gaf mér ofsalega mikið.  Ég, Skari og Þuríður áttum gott spjall við hana og foreldra hennar, ótrúlega dugleg og klár stelpa sem mér finnst ofsalega leiðinlegt að sjá eftir.

Mig langar að votta fjölskyldum þessara stúlkna mína dýpstu samúð, finn ofsalega til með þeim.

Þuríður mín hefði ekki verið leikskólafær í dag, hún er búin að vera ofsalega þreytt, búin að taka sér tvo lúra í dag og ekki orka að gera mikið.  Jú það lifnaði aðeins yfir henni eftir seinni dúrinn en vonandi fer hún að hressast en ekki að byrja að fara taka sér tvo dúra yfir daginn sem merkir ekki gott. Þessi stækkun í blöðrunni sem er inní æxlinu gæti verið farin að þrýsta á þess vegna getur þreyta verið farin að segja til sín sem er ALLS EKKI gott well vonandi fáum við einhver svör á fimtudaginn.

Farin aftur í sveitina....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú stendur þig svo vel Áslaug mín. Hugsa til ykkar og bið um að þið fáið góð svör. Njóttu sveitaverunnar.

Stórt knús knús

kv Unnur

unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 20:23

2 identicon

Elsku fjölskylda vonandi hafið þið það gott í sveitinni og gangi ykkur vel á fimmtudaginn.

Kkv. Martha og krílin

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 21:23

3 identicon

Stórt knús og kærleikskveðja til ykkar allra vonandi geta þeir gert eitthvað fyrir litlu hetjuna ykkar.  Þið eruð einstök

kveðja Boston

Boston (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 21:43

4 Smámynd: Linda

Þú mátt vera hrædd og þú mátt vera þreytt, allt er þetta eðlilegt, enn þú´mátt aldrei halda að þú sért ein, ég þekki þig ekki enn ég hugsa mikið til þín, ég er með þér ég styð þig í bæn.  Við sem erum ósýnileg í lífi þínu erum sýnileg í bæn og á vefnum.  Guð blessi þig.

Linda, 5.6.2007 kl. 21:56

5 identicon

Mér finnst þú nú ekki síður hetja en hún dóttir þín.  Auðvitað gefst maður aldrei upp þegar barnið mans á í hlut. 

Vona að ykkur gangi rosalega vel á fimmtudaginn og í framtíðinni.

kv Hanna

Hanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 22:30

6 identicon

Þekki ykkur ekki neitt en þið eruð ofarlega í huga mínum þrátt fyrir það.  Bið fyrir ykkur kæra fjölskylda, að þið fáið öll styrk til að halda áfram að berjast fyrir gullinu ykkar.  Bið fyrir henni elsku Þuríði Örnu, litlu fallegu hetjunni ykkar.   Gangi ykkur sem allra best á fimmtudaginn!  

Baráttukveðjur

Sigríður ókunnug útí bæ

Sigríður (ókunnug) (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 22:46

7 identicon

Sæl Áslaug

Gott hjá þér að segja þínar skoðnir á blogginu. Það þjónar engum tilgangi að segja bara það sem aðrir vilja heyra (eða það sem maður heldur að aðrir vilja heyra). Við sem fæddumst um miðja síðustu öld fengum þau skilaboð að vera ekki að "flíka" tilfinningum okkar og það var dyggð að "bera harm sinn í hljóði" Þessi skilaboð voru mjög skaðleg og hafa valdið miklum verkjum á líkama og sál hjá svo mörgum. Þú og þín fjölskylda er svo lánsöm að vinna saman í þessari erfiðu baráttu. Auðvitað eru foreldrar tilbúnir til að berjst fyrir lífi barnsins síns og sætta sig aldrei við að missa það frá sér. Guð veri með ykkur öllum og gefi ykkur styrk og kraft til að standa með Þuríði og berjast fyrir hana og með henni hvað sem á dynur.

Kveðja Fríða 

Fríða (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 23:43

8 identicon

Ég þekki ykkur ekki en langaði bara að segja þér að þið fjölskyldan eruð í bænum mínum. Mér finnst þið öll vera miklar hetjur og ég vona að þú hlustir ekki á eitthvað bull. Auðvitað myndi maður taka á sig allar þjáningar barna sinna á augabragði ef það væri mögulegt. Og maður gefst ekki upp, en þú hefur allan rétt á að vera þreytt og pirruð, vonsvikin og viðkvæm. Annað væri nú eiginlega bara skrýtið. Bið fyrir því að Þuríður fái bata og verði einhverntímann heilbrigð og hamingjusöm eldgömul kelling.

Kv Kolla

Kolla (ókunnug) (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 23:59

9 identicon

Langduglegust elskurnar.Sveitakv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 06:38

10 Smámynd: Þórunn Eva

þú ert lang duglegust sæta :) koss og knús

Þórunn Eva , 6.6.2007 kl. 11:05

11 identicon

Elsku Áslaug

Bænir mínar er hjá henni Þuríði og ykkur öllum

ég veit að það er erfitt að bíða og ég veit að þið gefist ekki upp á voninni því það er öruggt að þið hafið hana

kveðja Ása

asa (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 11:06

12 identicon

Hugsa svo oft til ykkar. Gangi ykkur vel med allt.

Kær kvedja Ragnheidur

Ragnheidur (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 11:52

13 identicon

Kæru dugnaðarforkar. Þið eruð svo ótrúlega dugleg að maður á bara ekki orð,og þú 'Aslaug ert svo innilega einlæg í blogginu þínu, takk fyrir það.'Eg hef það mjög sterkt á tilfinningunni að hún litla hetja Þuríður Arna eigi eftir að ná sér við skulum endalaust trúa því og biðja fyrir henni og ykkur öllum.

ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 14:05

14 identicon

Flott að þið eruð í sveitinni. Berjið bara nógu fast í borðið þess getur þurft. Úr því þið viljið núna svör og aðgerðir, EN EKKI ÓVISSU, þá reyndu að finna orku hjá þér í það. Annars er alveg ótrúlegt hvað þú nærð að finna þér orku, maður væri sannarlega ekki hissa þó það þyrfti að setja við þig stöng eins og plönturnar.

Þú er aðdáunarverð með kærri kveðju til ykkar allra, frá Sólveigu.

Sólveig (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 14:53

15 identicon

Sæl kæra Áslaug.

Já þetta er ekkert grín að eiga veikt barn, það er víst ábyggilegt. Þið standið ykkur alveg ótrúlega vel og eruð svo samhent í þessu öllu saman. Nei það er ekki í boði nein uppgjöf þegar barnið manns á í hlut það er það eina sem ég veit. Við verðum bara að halda í vonina og biðja góðan guð að Þuríður fái lækningu við þessum sjúkdómi. Mér persónulega mjög svekkjandi að æxlið skuli vera að minnka en blaðran að stækka vonandi hef ég skilið þetta rétt. Vonandi er hægt að gera eitthvað í þessari stöðu og taka sýni úr þessari blöðru. Ég bið fyrir ykkur öllum og þið eruð í huga mínum alla daga rétt eins og Ásta Lovísa. Ég dáist af ykkar styrk og þú Áslaug mín ert svo indisleg í þessu bloggsíðu þinni. Tjáningarform þitt er svo fallegt og einlægt.  Bestu kveðjur til ykkar allra og njótið dagsins í dag. Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 16:28

16 identicon

Uppgjöf - sem er ekki til í minni orðabók heldur......gott hjá þér. Áfram er eina færa leiðin.

"láttu ekki öldur hafsins skilja okkur að og árin sem þú varst hjá okkur verða að minningum.  Þú hefur gengið um meðal okkar og skuggi anda þín hefur verið ljós okkar. Heitt höfum við unnað þér.  En ást okkar var hljóð og dulin mörgum blæjum.  En nú hrópar hún á þig og býðst til að standa nakin fyrir augliti þínu" 

Áslaug ást þín er nakin og fyrir augliti allra. Barátta ykkar Óskar er óeigingjörn og einlæg.  Ef einhver nær árangri þá eruð það þið. Ég sendi ykkar allann þann styrk sem ég á og vona að þið náið að nýta ykkur hann.

Gangi ykkur vel og ekki gleyma að hlúa að hvor öðru elskurnar. 

kv Sigga

Es takk fyrir greinina í Ísafold, rétt náði eintaki áður en kópavogsdrekinn náði að brenna öll eintökin :) Þetta er mjög flott hjá þér. 

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 21:55

17 identicon

Sæl Áslaug og Óskar

Sendi ykkur stuðning, bjartsýni og kærleika. Þið eruð svo einlæg og heil í því sem þið eruð að gera með börnunum ykkar. Bið Guð að lækna hana Þuríði Örnu svo hún geti alist upp hjá ykkur og orðið fullorðin kona. Góða nótt.

Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 01:29

18 identicon

Gangi ykkur vel í dag.

(((knús á línuna))) 

Hulda Klara (ókunn) (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:40

19 identicon

Hafið það sem allra best í sveitinni.

Kveðja frá Stokkseyri

Biggi Matt fræni (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband