13.6.2007 | 11:35
Vegna umræðu á Barnalandi
Af illri nauðsyn hafa komið tímabil sl ár þar sem ég hef talið mig tilneyddan til að fylgjast með umræðum á barnalandi. Ástæðan er einföld það koma reglulega upp umræður um Þuríði Örnu, veikindi hennar og okkur fjölskylduna og ýmislegt okkur tengt. Veit að sjálfsagt ætti ég að láta þetta framhjá mér fara en geri það ekki. Umræðurnar eru langoftast á þeim nótum að þær snerta mann og gefa manni styrk í baráttunni, en því miður er misjafn sauður í mörgu fé og of oft þurfum við að taka á honum stóra okkar til að brjálast ekki úr reiði vegna þess sem þarna er sagt.
Við erum afar þakklát öllu því góða fólki sem hefur lagt okkur lið í þessu veikindastríði og eru einstaklingar sem skrifa reglulega inn á spjallsíðu barnalands og eiga miklar þakkir skildar fyrir góðann stuðning. Oft koma upp umræður um að setja af stað söfnun á peningum okkur til handa og hefur það svo sannarlega komið okkur að góðum notum. En ég vil ítreka það sem ég hef sagt hér áður að við höfum aldrei beðið um neitt og oft hefur þessi umræða farið af stað í óþökk okkar, þó við vitum að hugurinn sé góður.Sl. mánudag fór einmitt ein svona umræða af stað og gengur enn, þess efnis að það þyrfti nú að safna fyrir okkur. Eins og ég segi þá vitum við að hugurinn er góður og erum við þakklát fyrir stuðninginn. En það þarf ekki nema eitt komment og þá fer allt í baklás hjá okkur. Við viljum fá að tjá okkur á blogginu og þurfum virkilega á því að halda að segja hvernig okkur líður og hvernig staðan er það hefur hjálpað okkur ótrúlega mikið. En framvegis viljum við ekki að fólk gefi upp reikningsnúmer okkar án þess að ræða það við okkur fyrst, oft höfum við haft þörf á því að okkur sé rétt hjálparhönd fjárhagslega en við viljum helst ekki að það fari í gegnum spjallsíðu barnalands og alls ekki án þess að það sé rætt við okkur fyrst.
Ég er ekkert feiminn við að segja það að fjárstuðningur vina, ættingja, fyrirtækja og fólks út í bæ hefur gert gríðarlega mikið fyrir okkur og hjálpað okkur að gera hluti sem við hefðum annars ekki getað gert en við þurfum ekki á skítkasti barnalandsspjallara að halda og því viljum við halda fjárhagsmálum okkar fyrir utan það samfélag.Ítreka það að við þurfum á stuðningi að halda og jákvæðum skilaboðum, bæði nákominna sem og ókunnugra en það þarf ekki nema eitt lítið komment til að skjóta okkur í kaf, vinsamlega hlífið okkur við því.
Vinsamlegar kveðjur
Óskar og Áslaug.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
342 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 4870894
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæru hjón,það getur enginn ímyndað sér það sem þið eruð að ganga í gegnum nema sá sem lent hefur í því.Það er alveg sama hvað fólk segist skilja vel ,að ganga í gegnum svona reynslu er eitthvað sem engin vill ganga í gegnum.Það er þessvegna sem ég hef verið að lesa bloggið ykkar og dást að því hvað þið eruð dugleg í þessu erfiða máli.Ekki láta þetta ruglaða fólk á Barnalandi hafa áhrif á ykkur(veit að það er erfitt)ég hreinlega áttaði mig ekki á því að svona fólk væri til fyrr en ég fór að kíkja á Barnaland.Það er betra að sitja hjá en vera með skítkast,þá á fólk bara að þegja.En ég bið þess af alhug að litla stúlkan ykkar fái allan þann bata sem hugsast getur og ætla að kveikja á kerti fyrir hana.Guð blessi ykkur öll.
Margrét S (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 11:55
Það eru alls staðar rotin epli, hvort sem það er á netinu eða úti í samfélaginu. Því miður hafa þeir sem barist hafa fyrir lífi sínu eða barna sinna á opinberum vettvangi orðið fyrir barðinu á ósmekklegum nöðrum sem hafa ekki þroska til að sýna samúð og tillitssemi, og stjórnast gjarnan af öfund og afbrýðisemi út í allt og alla.
Látið ekki þessa einstaklinga hafa áhrif á ykkur. Mér finnst að það eigi ekki að skipta máli hvaðan gott kemur, eins og í þessu tilfelli frá Barnalandi. Svona umræður eða athugasemdir gætu líka komið frá fólki úti í bæ sem skrifar ekki á netið. Við vitum aldrei hvort einhver er að tala illa um okkur eða hvað sagt er um okkur.
Gangi ykkur vel :)
Hafdís (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 12:07
Ofboðslega þykir mér sárt að heyra að fólk komi með leiðindacomment á þetta allt saman. Ég get ekki betur séð en að þið standið ykkur eins og hetjur í þessu öllu saman, takið á málunum eins og best verður á kosið við afar erfiðar aðstæður. Litla fallega daman ykkar er líka sannkölluð hetja.
Endilega reynið að taka þessi leiðindi ekki inn á ykkur (ég veit að það getur verið erfitt). Fólk sem lætur svona út úr sér á bara bágt, þeim hlýtur að líða mjög illa.
Oddný (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 12:18
æi sumt fólk er ekki eðlilegt. Erfitt að segja ekki hlusta. En það eru svo margir sem tala fallega um ykkur og elska ykkur. Það verður bara að hugsa um allt þetta fallega og góða... þó þetta illa nái oft nær hjartanum manns:-/
katrin Ösp (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 12:19
Það þarf því miður ekki nema einn vitleysing til að eyðileggja allt. Ein ljót skilaboð geta skemmt öll þessi góðu sem voru þar áður. Það er skiljanlegt og mér finnst afstaða ykkar nú skiljanleg.
Ykkur fylgja mínar óskir um að ykkur verði gefinn allur sá styrkur sem þið þurfið á að halda.
Kær kveðja
Ragnheiður , 13.6.2007 kl. 12:22
Æi,ég skammast mín í dag fyrir að vera Barnalandskona svokölluð. Það leynast ótrúlegustu hálfvitar þarna inn á milli. En elsku fjölskylda,reynið að taka þessa vitleysinga ekki inn á ykkur,það vita það allir með fulle fem að þessir peningar fara í nauðsynlega hluti og það verður enginn ríkur af því að vera með langveikt barn.
Ég held áfram að biðja fyrir Þuríði litlu og ykkur. Þið eruð ótrúlega sterk og dugleg.
BL-kona (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 12:26
Elsku fjölskylda
Væntumþykjan, virðingin, ástin, fallegu kommentin, fallegar hugsanir, allar bænirnar, tendruðu ljósin, kærleikurinn, vonin, trúin, viljinn og allt það fallega góða er svo miklu meira og yfirsterkara en sá sem sáir ljótum hugsunum. Ekki eyða orku í þetta, það er ekki þess virði. Munið að það eru svo ótal margir sem virða ykkur og elska og það eitt skiptir máli fyrir ykkur.
Guð styrki ykkur !
kærar kveðjur 4 barna mamman
4 barna mamma (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 12:40
Ég hef aldrei kommentað hjá ykkur áður en ég vil bara segja að ekki taka þetta inn á ykkur. Ég sá ummrædda umræðu og það var einn af fleiri hundruð barnlendinga sem að kom með eitthvað vafasamt komment, ég þori að fullyrða að restin af barnalandi stendur við bakið á ykkur.
Stundum finnst mér barnaland vera stimplað vegna verka fárra einstaklinga en það gleymist oft að margt gott hefur komið frá barnalandi.
Gangi ykkur vel í baráttunni kæra fjölskylda og allar góðar hugsanir sendi ég ykkur.
Margrét (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 12:44
Ótrúlega leiðinlegt að heyra að fólk geti verið með svona skítkast. Þetta er svo ljótt! Ég hef heyrt að konurnar á Barnalandi standi vel með sínum og séu oft fyrstar til að reyna að rétta hjálparhönd en auðvitað leynast inn á milli bjánar sem geta skemmt fyrir, eins og í þessu tilfelli. Eins og það sé ekki nóg á ykkur lagt svo að þið þurfið ekki að þola eitthvað svona!!! Ætli foreldrar myndu ekki miklu frekar kjósa að vera bláfátækir en að eitthvað amaði að barni þeirra? Sendi ykkur stuðningskveðjur og kveiki á kerti fyrir ykkur á hverjum degi. Þið eruð frábær!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 13:11
Það er margt skrítið í kýrhausnum. Mér finnst þegar fólk er með einhver leiðinda komment að það sé einfaldlega afbrýðisamt eða biturt. Ekki láta einn veikan einstakling hafa áhrif á ykkur. Ég hef reyndar ekki fylgst með á barnalandinu en ég veit að stundum koma slæmir hlutir þar upp.
Haldið áfram að knúsa hvert annað. Það er hina raunverulegu lækningu og styrk að finna.
Helga Linnet, 13.6.2007 kl. 13:43
Elsku Áslaug er búin að hugsa til þín í allan ;)
vonandi gekk þetta vel :)
koss og knús :)
Þórunn Eva , 13.6.2007 kl. 16:15
Kærleikur og ást er eina orðið sem kemur upp í huga minn þegar ég les bloggið ykkar,því að það er akkúrat það sem þið gerið og eruð engar smáhetjur.Ég hef skrifað hér áður og segi aftur að þetta er örugglega það erfiðasta í lífinu að horfa á barnið sitt þjást úr eins skæðum sjúkdómi og krabbamein er.Ég glími sjálf við það og mundi glöð vilja taka þetta af henni Þuríði sem er lítil ofurhetja og það er ekki réttlátt að setja sig í dómarasæti og dæma aðra,þessu fólki líður stórkostlega illa,það er bara þannig og ég vona að þið látið þetta ekki buga ykkur.Ég hef ykkur öll í mínum bænum og bið guð um kraftaverk á hverjum degi Þuríði til handa.En ég sendi ykkur baráttukveðjur og haldið þið áfram að vera hetjur guðs...kv.Björk Andersen
Björk Andersen (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 18:47
Sæl kæru hjón
Ég hef ekki séð þessi skrif á Barnalandi og ætla mér ekki að lesa þau. Ég er mjög hrygg og reið yfir því að einhverjum skuli detta í hug að vera með neikvæð og leiðinleg skrif í ykkar garð. Ég skil ykkur mjög vel að ykkur sárni og þið séuð opin fyrir að taka slíkt inn á ykkur. Gott að þið skrifið um þetta og látið í ljós ykkar tilfinningar. Þeir sem er að snda ykkur neikvæð skilaboð eru í verulegum vandræðum með sjálfa sig og ummælin dæma sig sjálf hver sem þau eru. Hvað varðar fjárhagsaðstoð þá söfnun ekki sett af stað nema með ykkar samþykki. Það dregur enginn í efa að svona veikindi skapa tekjumissi og auka útgjöld.
Ég sendi ykkur stórt faðmlag fullt af kærleika og umhyggju. Bænir mínar biðja um bata fyrir Þuríði Örnu og góða líðan ykkur öllum til handa. Látið ekki ómerkilegt neikvætt rugl trufla ykkur.
Kveðjur Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 20:01
kæra fjölskylda
það er svo leiðinlegt til þess að vita hvað sumt fólk er vanþroskað og hefur litla samkennd. Reynið að láta það ekki á ykkur fá og mitt ráð til ykkar er að fara alls ekki inn á Barnalnd. Til hvers ef þar eru svona vondar og illa meintar athugasemdir. Bets að vita ekki af þeim.
olga clausen (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 21:26
Elsku fjölskylda munið bara að það eru svo margir sem standa við bakið á ykkur og senda ykkur hlýjar hugsanir og kveðjur :-)
Kkv. Martha
Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 23:33
Vil senda ykkur góðar kveðjur. Dáist að krafti ykkar í erfiðu stríði, það er mikils virði að sjá hversu dugleg þið eruð. Það er erfitt að ganga í gegnum svona dimman dal, en þið hafið skrifað og tjáð ykkur í gegnum þá göngu með miklum glæsibrag. Dáist mjög að ykkur. Þið eruð öll miklar hetjur. Það er líka átak að opna sig og tjá allt sem býr í brjósti við svona erfiða stöðu og í erfiðri baráttu, en þið hafið gert það glæsilega og öðlast virðingu allra sem lesa.
bestu kveðjur
Stefán Friðrik Stefánsson, 14.6.2007 kl. 01:52
Elsku fjölskylda
Get ekki ímyndað mér hvernig er að vera í ykkar sporum og þurfa ofan á allt að hlusta á allt umtalið. Ekki taka mark á svona vitleysingum sem vita ekki betur, sumir eiga bara erfitt og ráða ekki við sig. Það er erfitt að líta framhjá svona en kannski auðveldara að hugsa sem svo að þessir einstaklingar sem láta svona út úr sér séu veikir, andlega veikir.
Hugsa til ykkar og litla hetjan ykkar er í mínum bænum...gangi ykkur vel!
Kristín ókunnug (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 23:48
Elsku fjölskylda
Ég vildi svo sannarlega að fólk héldi sínum ljótu hugsunum fyrir sig en langar að minnast á það að það er stór hluti fólks þarna úti sem biður og vonar að Þuríður Arna nái bata sem allra fyrst, þar á meðal ég sem þekki ykkur einungis í gegnum skrif ykkar hér.
Hingað hef ég komið alloft til að fylgjast með hvernig baráttan gangi. Sem betur fer get ég ekki ýmyndað mér hvernig tilfinningin er að vera með svona veikt barn en ég hef séð í gegnum skrifin að þið eruð samheldin fjölskylda og eigið einstaklega sterka litla dömu þarna. Ég bið og vona að allt gangi ykkur í haginn. Og til ykkar sem hafið eitthvað við þessa baráttu að athuga segi ég, þessi fjölskylda hefur nóg á sinni könnu þó hún þurfi ekki að takast á við ljótar tungur líka. Ég vona svo sannarlega að þið lendið aldrei í þeim þungu sporum sem þau þurfa að stíga
Ásgerður (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.