Leita í fréttum mbl.is

18.júlí og margt margt fleira

Þá er komið á hreint hvenær hún Þuríður mín fer í næstu geislameðferð, undirbúningsdagurinn verður 16.júlí og svo byrjar hún að krafti þann 18.júlí í meðferðinni.  Meðferðin mun taka tíu virka daga og það er svæfing alla þá daga og mikið er ég kvíðin fyrir meðferðinni, púffhh!! Ofsalega kvíðin hvernig þetta mun fara í hana þar sem hún hefur farið einu sinni áður fyrir hálfu ári og þetta er því miður síðasta úrræði en samt engin lækning einsog við höfum sagt bara til að lengja tíman með okkur.  Ömurlegt!! 

Ég á ennþá erfitt með að sofa á nóttinni án þess að fá martraðir, aaaarggh!!  Fékk ljóta martröð í nótt og gat ekki sofnað aftur fyrr en tveim tímum síðar, hriklega er þetta óþægilegt og vont.

Ég er ofsalega hrædd um að Þuríður mín sé byrjuð að krampa aftur, það bendir allavega til þess að hún geri það á nóttinni því verr og miður.  Hún er annars sæmilega hress á daginn, jújú hún er fljót að þreytast en þar á milli er hún sæmileg.

Stelpurnar eru búnar að vera uppá Skaga í tvær nætur en amma Þura bauð þeim í heimsókn og þær eru búnar að skemmta sér konunglega bara dekur í tvo daga sem þeim finnst ekki leiðinlegt ehe!! Skari fer að ná í þær í kvöld en svo verður víst annað dekur kvöld hjá Þuríði minni annað kvöld en þá ætlar hún að fá að gista hjá ODdnýju frænku og Oddný Erla er búin að panta koma til ömmu sinnar og afa á Dragó.  Litlar dekurrófur og litla pung finnst ekki leiðinlegt að fá svona mikla athygli hérna einn með mömmu og pabba.

Hvað haldiði annars að mín hafi þurft að fá í morgunmat júmm mín var að klára sinn frostapinna sem er ö-a nr.10 síðasta sólarhring, afhverju?  Mín var nefnilega í hálskirtlatöku í gær og lifi bara á ís og bollasúpu, ég var búin að heyra svo slæmar sögur af þessari aðgerð en ég get ekki kvartað enda hefur líka hetjan mín upplifað annað eins þannig þetta er ekki stórmál.  Fannst mjög gott að fá að upplifa svæfingu því þá get ég sett mig í spor Þuríðar minnar þegar hún er sett í svæfingu og þær verða nú ekki fáar í næsta mánuði.  Skil alveg hvað hún verður þreytt allan daginn eftir svona dag þannig mér fannst þetta góð upplifun allavega til að geta sett mig smá í hennar spor.

Við vorum að fá ofsalega fallega gjöf frá konu sem er í SKB á sem sagt barn með krabbamein, hún gerði þrjá engla handa okkur tileinkaðir hverju barni.  Vávh hvað þeir voru fallegir, litlir og sætir og ég var ekki lengi að setja þessa þrjá verndarengla við rammann af Þuríði minni með fallegu versi (sem þú gafst okkur Þórunn Eva) þannig núna eru þeir orðnir sex. Elska svona engla og mig langar líka að senda stórt knús þessara ákveðnu konu, veit ekki hvort hún les heimasíðuna en þetta er ein fallegasta gjöf sem ég hef fengið.

Fréttir af hinum krökkunum er svona nokkurn veginn einsog þær eiga að vera, Oddný mín á reyndar dálítið erfitt, hún finnur að mamma sín á erfitt og þá á hún svakalega bágt.  Hún passar ofsalega vel uppá mig og grætur dálítið mikið þannig maður verður að passa ofsalega vel uppá hana.  En mig langar samt að nefna að Oddný er farin að skrifa nafnið sitt, hún er svo ótrúlega duleg þessi litla kona og skrifa fullt fullt af stöfum.  Ég skil ekki þennan dugnað í henni ehe, á maður að kunna svona þriggja ára?  Hún er nefnilega mikil áhugakona um skriftir og reikning og farin að reyna læra reikna líka, ótrúleg!  Theodór minn er farin að tala endalaust mikið, hann er einsog biluð plata og apar allt eftir mér eheh!!  Ég nenni ekki einu sinni að skrifa orðin sem hann er farinn að segja því það tæki allan daginn enda eru þau orðin endalaust mörg, hann verður greinilega ekkert síðri að fara tala snemma einsog systur sína.  Hvaðan komu þessi velgefnu börn ehe?

Statusinn á manni er sæmilegur þessa dagana, get ekki hætt að líða illa, þessar ljótu martraðir eru alveg að fara með mig, ég á mjög auðvelt með að brotna niður og leyfi mér það líka en reyni samt að gera það þegar krakkarnir sjá ekki til en oft er það erfitt.  Helst reyni ég að passa uppá að ODdný mín sjái það ekki því þá verður hún svo sorgmædd allavega meira sorgmæddari en hin tvö, hún tekur meira inná sig.  Theodór kanski skilur þetta ekki ennþá sem er mjög gott en Þuríður skilur þetta alveg en er ekki svona viðkvæm og tekur þetta ekki svona inná sig einsog þessi yngri.

Ætli mín fari ekki að fá sér sinn annan frostpinna og ath hvort ég geti lagt mig eitthvað en Theodór minn fór til mömmu í pössun til að leyfa mér að hvíla mig, ansi skrýtið að vera svona ein heima og hafa engan lítinn pung til að dúllast í mömmu sinni.

Knús til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá,ég get ekkert sagt,mér finnst þið svo óendanlega dugleg og hugrökk og ég get ekki að því gert að standa mig af því aftur og aftur að hugsa um litlu hetjuna ykkar sem er svo mikið lagt á,en vona að guð gefi ykkur kraftaverk.Eins og ég hef sagt áður þá get ég engan vegin sett mig í þessi spor,þ.e.að vera foreldri langveiks barns,en ég get sett mig í spor sjúklingsins sem berst fyrir lífi sínu.En ég mun biðja guð um lítið kraftaverk og bið ykkur öllum guðsblessunar.Baráttukveðjur Björk Andersen

Björk Andersen (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 09:31

2 Smámynd: Þórunn Eva

gangi þér áfram vel í frostpinnunum sæta :) hugsa til þín

knús og koss :)

Þórunn Eva , 14.6.2007 kl. 10:41

3 identicon

Þegar þú komst í heiminn dóttir góð

með dökka hárið svo falleg og rjóð

gleðin var svo mikil við þessa sýn

og við ætlum lengi að fá að njóta þín

En svo kom höggið sem enginn vil

hvað get ég? hvaða kraftaverk er til

við ætlum að taka einn dag í einu

og vera við guð í sambandi beinu

Gleðin sem skín úr augunum þínum

fær mig til að gleyma áhyggjum mínum

ég ætla að brosa og græt ekki lengur

því milli okkar er órjúfandi strengur

asa (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 11:20

4 identicon

Ég bið guð og englana að gefa ykkur kraftaverk á hverjum degi!

Þið eruð svo heppin að eiga þessa þrjá gullmola. Svo krúttlegt hvernig þú talar um litla gaur:) híhí

Vildi bara kvitta fyrir mig því ég kíki hérna inn reglulega! 

Þið eruð OFURHETJUR!

Gangi ykkur vel og guð verið með ykkur! 

Hildur ókunnug (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 11:29

5 Smámynd: Lady-Dee

Knús á ykkur öll kæra fjölskylda

Dögg.

Lady-Dee, 14.6.2007 kl. 11:47

6 identicon

Sæl öll mín kæru

Ég sé að fólkið ykkar er í "styrktarliðinu" og er að reyna að létta á ykkur og auðvitað ekki síður að njóta þess að hafa börnin. Ég veit af eigin reynslu að það græða bæði börnin og ömmurnar svo og aðrir á því að hafa þau, jafnvel þó ekki sé nein sérstök þörf, önnur er samveran.

Hverning er það með sálann eða lækninn? Ég er bara að hugsa um að einhver faglegur stuðningur sé í liðinu ykkar líka, þ.e. sem hugsar um ykkur fullorðna fólkið eftir því sem hægt er. REYNIÐ AÐ FARA VEL MEÐ YKKUR OG GLEYMA ÞVÍ EKKI.

með kærustu baráttkveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 11:48

7 identicon

Ýttu á mig og hlustaðu á þetta fallega lag

Þið opnið augu mín fyrir hinu smáa í lífinu, sem og hinu stóra. Fáið mig til að vilja vera betri móðir. Betri elskuhugi, vinur. Ég græt með ykkur, ég brosi með ykkur. Þið ratið beina leið inn8 í hjarta mitt. Takk fyrir að vera hér. Að leyfa mér að vera hér, með ykkur. Og öll knúsin og klemmin.

Með von um góðan dag, í dag.

Helena (ók.) (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 11:50

8 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=BMqn0pdCNRM

 Slóðinn var vitlaus. Hér er lagið sem átti að koma

Helena (ók.) (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 11:53

9 identicon

Sæl kæra Áslaug

Fyrir mig væri hálskirtlataka ein og sér heilmikið mál. En það tekur því varla að tala um það á þínum bæ. Mikið er tilveran afstæð og það sem er stórmál í einum huga er smámál í þeim næsta. Fyrir tæpum 20 árum fór ég á námskeið og þar heyrði ég fyrst talað um gildi viðhorfa til atburða í daglegu lífi. "Það eru ekki atburðirnir sem skipta öllu máli, heldur viðhorf þitt til þeirra" Þessi setning hefur oft síðan komið upp í hugann og hjálpað mér að takast á við hina ólíkustu hluti í lífinu.

Áhrif atburða verða til í huga hvers og eins. Þar eru möguleikarnir óendanlegir. Þið hafið að mínu mati lagt ykkur fram við að skapa kærleiksrík viðhorf til þess ástands sem er í ykkar fjölskyldu. Með því að tala opinskátt um þau og um tilfinningar ykkar frá degi til dags, eruð þið að veita fjölda fólks tækifæri og tilefni til að endurmeta viðhorf til hversdagslegra hluta í daglegu lífi. Það hefur hjálpað mér að lesa skrifin ykkar og gefið mér styrk og þor til að takast á við hluti í mínu lífi. Hluti sem ekki tengjast veikindum en eru samt nokkuð krefjandi á sinn hátt. Kærar þakkir fyrir stuðninginn, stuðning sem veittur var óaðvitandi en af kærleika og einlægni. Guð veri með ykkur öllum og varðveiti alveg sérstaklega hana Þuríði Örnu. Góði Guð, taktu martraðirnar frá henni Áslaugu svo hún nái hvíld.

Kveðja Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 12:44

10 identicon

Var að lesa síðustu færslur ykkar og þetta eru alls ekki góðar fréttir.  Eitthvað sem maður vonaði að maður þyrfti ekki að lesa.  Get ekki ímyndað mér hvað þið eruð að ganga í gegnum núna en enn og aftur takið þið þessu eins og sannar hetjur, öll sömul. 

Sendi ykkur góðar kveðjur og stórt knús

Hrafnhildur Ýr

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 15:47

11 identicon

Mikið hlýtur þetta að vera erfitt.  Æ, ég bara græt og græt við að lesa bloggið ykkar. Oft þegar ég hef verið að syrgja mína stöðu hefur mér svo orðið hugsað til allra barnanna sem hafa krabbamein.  Þá hætti ég að vorkenna sjálfri mér og tek mig á.  Ég veit að þau finna til, en ég held að þetta sé enn erfiðara fyrir ykkur foreldranna.  Þið eigið alla mína samúð og ég vona svo sannarlega að tími ykkar með litlu dóttur ykkar verði góður.  

Hildur Sif (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 16:39

12 identicon

Elsku Áslaug og Óskar.

Maður veit varla hvað hægt er að segja þegar svona miklir erfiðleikar steðja að. Enginn getur sett sig í spor ykkar. Mikið væri nú lífið ljúft ef hægt væri að finna einhvern töframátt sem gæti læknað krabbamein. Það að svona lítið og saklaust barn  skuli þurfa berjast og allt sem þessi litli kroppur hefur þurft að glíma við. Þið foreldrarnir eigið heiður skilið fyrir dugnað, hugrekki einstakan baráttuvilja enda ekki annað hægt þegar barnið manns á í hlut. Þið eigið alla mína samúð og hugur minn er hjá ykkur alla daga. Megi guð og gæfan vera ykkur í hag og vona að Þuríður verði hjá sem allra lengst. Það er aldrei að vita nema henni takist að storka við þessum læknavísindum aldrei að segja aldrei. Kraftaverkin jú gerast og við vitum aldrei hver verður sá heppni næst. Þið eruð ávallt í mínum bænum. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 18:44

13 Smámynd: Elsa Nielsen

KNÚÚÚÚS!!

Elsa Nielsen, 14.6.2007 kl. 20:01

14 identicon

Sæl kæra fjölskylda.

Haldið áfram að trúa og treysta að kraftaverkið komi.

Bið fyrir ykkur og kveiki á kerti fyrir litlu hetjunni henni Þuríði Ósk.

Gangi ykkur vel

Kveðja Silla Karen 

Silla Karen (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 21:40

15 identicon

Elsku fjölsk.Sendi bestu kveðjur til hetjurnar tvær sem komu í strætó með ömmu sinni og Þóru í dag á leið í heimsókn til afa og hans vinnu.Vona að þið komið aftur duglegu stelpur.Góðar kveðjur til mömmu, pabba, bróðir, ömmu, afa, Þóru og alla aðra.Knús og kossar frá Halldóri strætóstjóra.Guð veri með öllum.  

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 22:26

16 identicon

Halló kæra fjölskylda

Vildi bara kvitta fyir innlitið, kíki hér á hverjum degi og vona að það komi betri fréttir, ég bið fyrir litlu stelpunni ykkar eins og svo margir, takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með, þið hafið snert okkur öll svo djúpt.   

kv ein ókunnug 

Hrund (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 23:31

17 identicon

Sæl og blessuð,

                          elsku englar !!!!Míkið ertu ofsalega dúgleg stelpa og hvað þá mamma !Það eitt sem mig langar að benda þér á varðandi martraðir er ef þú átt lavender kerti eða ilm eitthvað með lavendur hafðu það nær þér þegar þú ferð að sofa það er svo slakandi,

ég hef verið að takast á við mínu martraðir síðastu tvö ár og var að vakna klukkutíma fresti, en um leið að ég fór að hafa svona inn í herberginu mínu þá náði ég fyrir rest að slaka á og sofa án þess að fá martraðir.Það er líka því miður ótti sem veldar þessu, oftast og er kannski gott ef þú gætir skrifað bréf til þín sjálf, um það sem þú óttast mest og ég sver það þú mun letta svo míkið á sál þín að þú endurnærir þér, svo hendurðu bréfið eða whatever en það virkar !

Ég á ekki til orð yfir því hvað folk sem þarf að takast á við svona veikindi eru hugrökk, og sterk og frábær að tjá ykkar, og leyfa okkur útan aðkomandi að fylgjast með ykkar ,Ég er alltaf að reyna að hafa ykkur öll með í bænum mínum og biðja fyrir þeim sem er lasinn og aðkomanda þeirra eða fjölskylda og vinir ég vona að þú skilur þetta það er erfitt að skrifa íslenskunni þegar maður er Írsk heh heh, en kannski er þetta svo vitlaust að það kemur bros á vor þá er það þess virði!!! Það er bara allt í lagi að gráta og er það sennilega mjög erfitt fyrir hinna börnina að sjá þetta en kannski hafa þau gott að því að gráta stundum líka, stundum er það bara nauðsynlegt en ég skil þig samt vel að Oddný tekur það svo næri sér engillin,varðandi þetta dæmi í barnaland þetta er bara algjör sauðar sem lætur svona og þið skuli hunsa þetta alveg  hægara satt en gert! ég veit en folk sem þetta á bara bátt!!!!Þið eru frábært folk og ég mun biðja fyrir ykkar eins og ég get og kveikja kerti og senda dásamlega engillin ykkar baráttu straum og hlýjar hugsarnir og líka ætla ég að biðja Guð að styrkja ykkur öll þið vitað ekki af því.ég kíkja við orðin dags daglega og ég vona að það hjálpar þér að geta sofna á nóttina það sem ég sagði þér í byrjun e mailið ,Guð geyma þíg og þínar og megi alla englar vaka yfir ykkar og styrkja þig undir næstu meðferð ,

Guð verið með ykkar kæra fjölskylda

Kær kveðja Dee

Dolores Mary (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 23:34

18 identicon

Sæl

Datt inn a tessa sidu nu i morgun. Vildi bara senda sma kvedju. Eg a dottur a svipudum aldri. Get tvi ad eh hluta tengt mig tvi sem tu og tid erud ad ganga i gegnum, to svo tad verdi aldrei eins. Vildi bara segja ad tid verdid i bænum okkar mædgna.

HBI og RLR (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 08:53

19 identicon

Kæra fjölskylda.

Ég er ein af þeim mörgu sem fylgist með ykkur alla daga og ég bið um stórt kraftaverk handa litlu stúlkunni ykkar. Það er eins með hana og svo mörg önnur veik börn hún á svo sterka og duglega foreldra. Í hvert sinn sem mér finnst mitt lif erfitt þá hugsa ég til ykkar og þá verð ég svo þakklát fyrir það að eiga tvær heilbrigðar dætur þó þær séú stundum erfiðar..því ég veit að þið mynduð svo mikið vilja eiga erfiða dóttir í staðin fyrir veika. Vegna ykkar baráttu lít ég dætur mínar orðið öðrum augum og þakka fyrir öll þau vandræði sem þær baka mér. Ég er í raun þakklátari fyrir þær fáu stundir sem þær eru erfiðar heldur en þegar allt er í lagi . Kæru foreldrar ef heimurinn hefði fleiri manneskjur eins og ykkur þá væri nú gott að búa hér.  Þið eru það fólk sem ég lít mikið upp til og vona að ég eigi einhvern tíman eftir að ná ykkar þroska. Um leið vona ég að ég þurfi aldrei að vera í ykkar sporum með veikt barn.

Ég hugsa daglega til ykkar og bið fyrir ykkur öllum og á hverju kvöldi kveiki ég á kerti fyrir fallegu stúlkuna ykkar.

Bestu kveðjur móðir

Móðir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 09:04

20 identicon

Knús frá Esbjerg elsku dúlla.

Maríanna (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband