Leita í fréttum mbl.is

Þessir dagar....

Þetta eru þessir dagar sem orkan er gjörsamlega farin, oh mæ god! Á ennþá erfitt með að borða, reyni að slurga einhverjum orkudrykkjum í mig en það er ekki að virka því allt sem fer uppí mig skerst í hálsinn minn þannig ég kem ekki miklu niður.  Ég sef líka frekar lítið, Theodór minn er ekki að meika það á nóttinni þar sem hann þjáist svo mikið í eyrunum.  Hann grætur endalaust mikið, greyjið litli pungurinn minn.

Farin að telja niður dagana þanga til Skari minn fer í frí því þá förum við öll fjölskyldan saman í frí sem ég þrái endalaust mikið sem verður bara slakað á og ekki gert neitt annað. 

Júlímánuður á eftir að vera skemmtilegur og erfiður, hlakka mikið til að fara í þetta langþráða frí en svo verður það geislameðferðin hennar Þuríðar minnar sem mun taka á.  Þetta mun vera mín "vinna" alfarið og ég veit að það mun taka á, Skari verður að sjálfsögðu að sinna sinni vinnu.  Svo eru það náttúrlega hin börnin sem ég þarf líka að sjá um en Oddný mín Erla er búin að panta vera í sumarbústað með ömmu og afa eina viku á meðan þessu stendur þannig þá verður það bara litli pungur.  Svæfing á hverjum degi hjá henni þannig þetta mun alltaf taka hálfan daginn því Þuríði minni finnst alltaf svo gott að sofa eheh og sefur alltaf endalaust lengi eftir svona svæfingar.  Einsog það er gaman að vera uppá spítala eða þannig.....

Púfffhh ég er bara svo dofin hérna við tölvuna að ég er ekki að meika skrifa en langar samt að segja ykkur að Þuríður mín er hress þessa dagana, nýtur þess í botn að vera til.  Ótrúlega dugleg að leika sér, fannst geggjað að hitta Skoppur og Skrítlu í gær uppá spítala og ætlar meir að segja hitta þær aftur í dag í húsdýragarðinum en þangað ætlar stórfjölskyldan að mæta en ekki hvað og hitta dýrin í hálsaskógi líka.  Þannig það verður drauma dagur hjá þeim systrum í dag.

Hætt áður en ég fer að bulla eitthvað meira..... knús á línuna

úbbbs næstum því búin að gleyma elskulegu frænku minni og nöfnu henni Áslaugu en mín frábæra frænka er þrítug í dag, hjartanlega til hamingju með daginn elsku besta frænka.  Veit að þú ert alveg kaf í vinnu þannig það verður ekki gert mikið tilefni dagsins en hlakka endalaust til þegar þú heldur partýið í haust.  Kæru lesendur ef þið eigið leið á Laugarvatn á hótelið þar þá endilega knúsið frænku mína tilefni dagsins veit að hún á eftir að fýla það í botn ...eða ekki eheh!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu kveðjur.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:06

2 identicon

Já hlakka til fyrir ykkar hönd að komast út í húsin ... það er náttla bara æði.. knúsast og slappa af.. svæðið er lokað með sundlauginni góðu... við keyptum lítinn körfuboltahring og bolta, nýjar fötur á ströndina og bollastell sem Theodór sæti getur buslað með...þetta verður æði

Þið eigið heima í bænum mínum öll kvöld sé ykkur vonandi áður en þið farið út

Stórt knús frá okkur í Kópavoginum

Unnur B. Johnsen (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:14

3 identicon

Sæl Áslaug

Ég hef áhuggjur af þér og þinni heilsu. Þú ert greinilega að ganga nokkuð stíft á varatankinn þinn þessa dagana. það verður að biðja almættið að skerast í leikinn og senda Óla lokbrá til þín og einhvern góðan græðara til að hlynna að hálsinum þínum.

Gott að Þuríður Arna er hress og kát þessa dagana. Fríið á verður örugglega gott og notalegt. Ykkur veitir ekki af því að hlaða batteríin áður en geislatíminn byrjar. Vona að geislarnir skili Þuríði góðum tíma og BATA þó læknarnir séu á öðru máli. Það þurfa ekki allir að vera sammála þeim að þessu leiti. Bið Guð að blessa ykkur öll

Kveðja Fríða

ps verður bloggað í fríinu??

Fríða (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:41

4 identicon

Sendi ykkur góða strauma og ég gleymi ykkur aldrei í mínum bænum

Knus og kram

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 15:18

5 identicon

Sæl elsku fjölskylda.

Já það gerist ýmislegt hjá ykkur þessa dagana. Ég vona svo innilega Áslaug mín að þér fari að batna og þú farir að fá orku og þá hvíld sem þú þarft fyrir geislana hjá Þuríði og bara fyrir sjálfa þig til að komast í gegnum allt sem lagt er á ykkur.  Ég vonast til að fá að sjá ykkur bráðum, er farin að sakna litlu vinkonu minnar. Þið eruð í bænum okkur með von um kraftarverk. Knús og kossar. Kv. Kristín Amelía.

Kristín Amelía Þuríðardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 16:24

6 identicon

æi fátt sem maður getur sagt til að reyna að gera eitthvað.. er alltaf að hugsa til ykkar! kveðjur að norðan

Katrin Ösp og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 21:30

7 identicon

Sæl og blessuð,

                         leitt að heyra hvað þú ert slöpp, varðandi litla strákurinn, þegar hann á að fara að sofa reyndu að setja hvítlauksrif í eyrun á honum, ég á þrjú börn og öll var eyrna börn, það svona tók ekki alla verkinn en það sló á ,stundum virkur það annað ráð er að reyna að setja bomull í volgan ólöfólía og svo í eyrun stundum fáu þau hvild frá verkum,það er svo erfitt fyrir þessu litla engill það er svo vont að vera með í eyrun bara sárt.Ég er fegin að heyra að Þuríður er hress þessa dagar það veitir ekki af heyrist mér ,ég skal biðja fyrir þig að þú fáir svefn og það sem fyrst , það er svo naudsynlegt að hvílast,en er ekki komin timi kannski að tala við læknir og sjá hvort að það er í lagi með hálsinn, hvort það er í lagi þannig að þú ert en svona sár, ég er farin að halda að það er ekki allt með felldum. mér finnst það bara ordin komin langt fram yfir þeim tíma sem þú átt að vera farin að geta borðað.Ég bið Guð að gæta ykkar og senda góðstraum til ykkar ,

Indislegt veður í dag guði sé lof,Hafið það sem allra best .

Kær kveðja Dee

Dolores Mary (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 22:11

8 identicon

Kæra fjölskylda

Var að lita inn eins og ég geri flesta daga. Auðvitað er slæmt að þú borðar og sefur lítið, því þú nánast verður að gera mikið af hvoru tveggja. Líka slæmt að fallegi hrokkinkollurinn er með í eyrunum, eynalæknirinn verður að finna ráð við því. En FRÁBÆRT að Þuríður þín og hetjan okkar allra sem með henni fylgjumst er hress.

Með kærleiks og baráttukveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 22:55

9 identicon

Elsku Áslaug! 

Frábært að Þuríði líði vel   En vonandi fer þér að líða betur og ná að hvílast eitthvað !! Þetta gengur ekki svona..... þú klárast einn daginn! Held áfram að biðja fyrir hetjunni þinni....... 

Knús og batakveðjur úr Mosfellsbænum.

Berglind (ókunnug) (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband