Leita í fréttum mbl.is

Fréttir frá Boston - varúð laaaaaangt

Jeij ég er með fréttirnar degi á undan áætlun ehe, býst við því að vera svakalega bissý á morgun þannig mín ákvað að skella inn fréttunum í dag.  Lucky you!!

Sit hérna útá palli í svitabaði, það er svo hrikalega heitt en er svakalega ánægð með að það komu létt ský fyrir sólina.  púffhh!!  Krakkarnir eru að busla hérna á pallinum í lítilli sundlaus sem þau fíla í botn aðeins að hita sig upp fyrir sumarfríið.  Vorum annars að koma frá Flúðum sem var æði, afi Steini og amma Erla komu í heimsókn til okkar og afi var svo sniðugur að fara niðrí fjöru á Stokkseyri og fór að veiða hornsíli fyrir krakkana sem þau voru að fíla í botn en hornsílin kanski ekki jafn mikið æjæj!!

Allavega svo ég komi að aðal fréttinni eða svona nokkurnveginn, en einsog þið munið í haust þegar æxlið hjá Þuríði minni greindist illkynja var allri lyfjameðferð hætt og þeir hérna heima voru nánast búnir að gefast upp.  En við vorum ekki sátt þannig við vildum að þeir sendu mail til læknanna okkar í Boston en þegar við fórum til Boston fyrir einu og hálfu ári "eignuðumst" við þrjá lækna þar.  Einn taugasérfræðing útaf flogaköstunum hjá Þuríði minni, skurðlæknir sem gerði aðgerðina hjá henni og að lokum einn krabbameinslæknir sem ákvað með lyfjameðferðina sem hún byrjaði í þegar við komum heim þaðan.

Þannig læknarnir okkar ákváðu þá að senda mail til skurðlæknisins til að ath hvort það væri hægt að gera aðgerð hjá henni en það er aldrei hægt nema það skreppi meira saman æxlið en annars er hún of áhættusöm því hún yrði væntanlega aldrei söm eftir hana eða myndi þurfa lifa á stofnun alla sína ævi sem við myndum ekki sjálf vilja gera þannig við myndum ekki vilja gera henni það.  En þeir úti vildu samt ekki gefast upp svona næstum því einsog þeir hérna þess vegna var hún send í geislameðferðina í des sem var "bara" í tvær vikur svo hún ætti inni aðra meðferð sem hefði ekki átt að fara í gang fyrr en í des nk.  En einsog þið vitið hefur henni verið flýtt.

Jú hún Þuríður mín er að fara byrja í geislameðferð þann 18.júlí en fer fyrst í myndatökur 16.júlí sem verður mjög fróðlegt að sjá, en læknarnir okkar hérna heima voru búnir að segja við okkur að geislarnir væru engin lækning og það væri það síðasta í þeirra stöðu að gera fyrir hana.  Enn einsog alltaf sættum við okkur ekki við það svar þannig við báðum þá að senda mail til krabbameinslækni okkar úti í Boston og við fengum góð svör þaðan.

Þeir vilja ekki heldur gefast upp einsog við, allavega ekki strax.  Jíbbíjeij!! Sem eru frábærar fréttir, jú þeir finnst það rétta að senda hana strax í geislameðferðina en þeir vilja líka meira.  Tralalalala!!  Þeir vilja líka senda hana í aðra lyfjameðferð sem er æði.  Það eru eiginlega tvær stöður til þrjár.  Einn lyfjakokteill sem þeir kannast við hérna heima en hafa notað við annað krabbamein en heilaæxli, svo er annað sem þeir kannast ekki við en svo er það þriðja og síðasta sem er enn í mótun hjá þeim eða þeir eru með smá tilraun með það.  Læknar fara náttúrlega ekkert að prófa eitthvað nema þeir hafi trú á því að það geti hjálpað, það veit ég alveg sérstaklega með þeim bestu í heiminum sem eru staddir á þessum ákveðna spítala í Boston.  Takk fyrir!!  En það er eitt "vandamál" sem er náttúrlega ekkert vandamál en sú meðferð er bara gerð í Boston og hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt?  Jú ef sú meðferð væri ákveðin myndi það þýða að fara til Boston og vera þar í einhvern óákveðin tíma, lyfjameðferðir eru oftast styst í sex mánuði. 

En einsog síðasta meðferð hennar Þuríðar minnar hefði átt að standa í 80vikur og henni hefði átt að ljúka núna í júlí en einsog þið vitið var henni hætt eftir fjóra mánuði.  Aaaarghh!!

Þetta eru órtúlega góðar fréttir þar sem það eru möguleikar í nýja lyfjameðferð hvort sem hún fara fram hér á landi eða í Boston, okkur er nákvæmlega sama bara að það sé hægt að hjálpa henni eða allavega reyna sitt besta.  Þeir vilja ekki gefast upp í Boston einsog þeir ætluðu að gera hér heima sem er æði og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað létti yfir mér þegar við fengum hringinguna á föstudaginn.  Það var einsog ég vaknaði til lífsins aftur og varð eitthvað svo spennt og fékk smá sprautu í rassinn.  Æði gæði!!

Þetta voru nú góðu fréttirnar sem ég lét ykkur bíða eftir, vonandi héldu þið ekki að hún væri bara læknuð svo gott er það nú ekki en þetta eru samt spennandi og góðar fréttir fyrir okkur fjölskylduna.

Takk fyrir mig í dag og vonandi eigi þið líka yndislegan dag á pallinum einsog við eigum hérna eða áttuð góða helgi einsog við áttum líka.
Knússí mússí.
Slauga

psss.ssss Hér eru myndir af fallegu börnunum mínum sem voru teknar um helgina: Njótið!!
P6233256

P6233221

P6233257


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elskurnar mínar. Gott að heyra góðar fréttir.

Þið eruð svo dugleg, þið algjörlega læknið mann af sjálfsvorkun þegar hún kemur upp.

Þið eruð í öllum mínum bænum, Áslaug.. takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með. Þetta kennir mér svo mikið.

Kv. Lovísa.

Iwanna Humpalot (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 14:18

2 identicon

Elsku fjölskylda - til hamingju með fréttirirnar.  Það er svo mikilvægt að hafa einhverja möguleika  eftir á hendi. Njótið helgarinnar    Bestu kveðjur frá ameríkuförunum

Þórdís tinna (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 14:26

3 Smámynd: Helga Linnet

þetta er sko sannkallaðar góðar fréttir  Frábært að fá pínu spark í rétta átt. Vonandi gengur þetta allt upp....það er allavega ósk ansi margra

Helga Linnet, 24.6.2007 kl. 16:09

4 identicon

FRÁBÆRAR FRÉTTIR!!!! innilega til lukku með þetta,nú verðum við bara að vera dugleg að fara með bænir fyrir góðu framhaldi. Enn og aftur til lukku er svo hamingjusöm fyrir ykkar hönd :-) hafið það sem allra best kær kv Guðrún Bergmann og co.

Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 16:29

5 identicon

Ég er líka búin að vera úti á palli og í garðinum síðan í morgun og ákvað að taka mér smá pásu áður en mér væri bara sópað í öskustónna, þvílík blíða 

Vá ég er búin að halda niðri í mér andanum síðan þú lofaðir góðum fréttum........hæhójibbýjei og jibbý jey  þetta er ótrúlegt og alveg frábært, samgleðst ykkur innilega

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 16:46

6 identicon

Gleði og taka þetta svo KR hetja.Sólskinskveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 18:31

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

  mikið er ég glöð, elsku þið, vona sannarlega að þetta verði elsku krúttinu til góðs. Þið verðið áfram í bænum mínum. Megi góður Guð stykja ykkur og gefa Þuríði kraft til að nýta sér það sem er verið að gera.

Knús á ykkur öll.

Gunna í Olís á skaganum :* 

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.6.2007 kl. 19:08

8 identicon

Æðislegar fréttir

Frábært að það séu einhverjir læknar sem vilja gera allt fyrir litla og sæta snúllu og vonum bara að það gangi bara upp þrátt fyrir mikla fjarveru.

Biðjum að heilsa

Anna, Ívar

Anna (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 20:23

9 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Frábært og vonandi gengur ykkur ávalt sem best.

Sóley Valdimarsdóttir, 24.6.2007 kl. 20:24

10 identicon

En hvað þetta eru frábærar fréttir og ég er svo glöð fyrir ykkar hönd. Gangi ykkur OFBOÐSLEGA vel og megi guð vera með ykkur. Knús, kossar og rosastórt faðmlag

RR(ókunnung) (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 21:09

11 identicon

Þetta eru frábærar fréttir. Get ýmindað mér að þær gefa ykkur líka góða hleðslu á batteríin ef það má orða það þannig. Gangi ykkur vel.

Baráttukveðjur frá okkur

Elfa og fjölskylda (SKB) (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 21:10

12 Smámynd: Þórunn Eva

yndislegar fréttir skvís ;) maður bara grætur hérna við tölvuna.....

það var gaman að hitta ykkur á fimmtudaginn og vonandi verður það sem allra fyrst aftur :)

koss og knús... p.s við fórum í laugarás ættla að henda inn ferðasögu og myndum á morgun...:=)

Þórunn Eva , 24.6.2007 kl. 21:23

13 identicon

Halló halló

Gott að heyra og það sannst enn einu sinni máltækið sem ég held svo mikið uppá "Þú finnur alltaf leið ef þú leitar" Til hamingju þrautseiga fjölskylda, mikið er ég glöð og ánægð. það eru eimitt þrjóskukindur eins og þið sem stuðla að framförum. Hugsið ykkur alla sem á eftir koma og eiga möguleika. Þetta er dásamlegt hvernig sem á það er litið. ÞAÐ ER VON og það er svo stórkostlegt. Þið sem bloggið um erfiðu hlutina hjálpið svo mörgum. Það er alltaf fullt af fólki að kljást við einhverja erfiða hluti og fá aukinn hjark og von við að fylgjast með ykkur. TIL HAMINGJU OG HALDIÐ BARÁTTUNNI ÁFRAM.

Kveðja og Guðsblessun Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 21:38

14 identicon

Þetta er FRÁBÆRT AÐ HEYRA.

Treystum á að þetta verði til góðs fyrir Þuríði þína, og þess vegna fáið þið hjónin STÓRA vitamínsprautu af þessari nýju von.

Með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 21:44

15 identicon

Sæl kæra fjölskylda. Ég hef verið að fylgjast með frá því seint í vetur, en aldrei kvittað fyrr (kunni ekki við það vegna þess að ég þekki ykkur ekkert), en núna stenst ég ekki mátið því ég er svo glöð fyrir ykkar hönd !

Þetta eru frábærar fréttir sem þið voruð að fá frá Boston ! Vonandi gengur allt vel og Þuríður litla nái bata. Þið eruð í bænum mínum á hverjum degi.

Kærar kveðjur.

Jóhanna Ósk (ókunnug).

Jóhanna Ósk (ókunnug). (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 22:08

16 identicon

Vá frábærar fréttir samgleðst ykkur innilega áfram Þuríður Arna þú getur þetta !!! Knús og kram ókunnug Boston

Boston (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 22:26

17 identicon

Jibbí en æðislegar fréttir og til lukku með þetta :-)

Kkv. Martha og krílin

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 22:41

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

YNDISLEGT! Einstaklega góðar fréttir. Frábært!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 22:55

19 identicon

Hæ aftur

Ég gleymdi alveg að dást að myndunum af þeim öllum. Það má ekki gleyma hinum litlu skottunum, þau eru mikilvæg alveg eins og Þuríður. Guð blessi ykkur og enn og aftir til hamingju

Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 01:07

20 identicon

Hæ hæ, þetta eru frábærar fréttir  Ég trúi því að þetta eigi allt eftir að ganga vel.

Flottar myndirnar af börnunum  Og Þuríður ótrúlega flott í KR-gallanum Mér finnst að pabbi hennar eigi að fá sér einn líka....hehe..

Knús í kotið

Kv. Anna Elín og Co.

Anna Elín (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 08:55

21 identicon

Sæl Kæra fjölskylda.

Til lukku með þessar frábæru fréttir.

Kveðja Silla Karen 

SillaKaren (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 09:05

22 Smámynd: katrín atladóttir

jibbí! þetta eru góðar fréttir:)

vonandi ertu farin að borða aftur eftir hálskirtlana;) 

katrín atladóttir, 25.6.2007 kl. 09:22

23 identicon

Mánudagur til mæðu??? NEI ekki lengur, ekki þegar að maður les svona yndislegar fréttir... Kraftaverkin eru til ...

 Knus og kram í ræmur

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 09:44

24 Smámynd: Elsa Nielsen

Glæsó!!...þetta eru frábærar fréttir :)

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 25.6.2007 kl. 11:12

25 identicon

Æðislegt, svo er bara að Krossleggja alla útlimii og vona það allra besta.  Góða kveðjur af Skaganum já og að sjálfsögðu......

Knús

Viktor Elvar (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:01

26 identicon

Æðislegt !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!,

                                                    míkið áttu falleg börn algjört krútt öll sömul.Ég bið og vona svo innílega að allt á eftir að ganga bara eins og í sögu ,eins og ég sagði " where theres a will theres a way " Þau hafa greinilega gert sitt vinna úti og er til í allt til að hjálpa ykkar flott hjá ykkar´líka að  láta senda út til ameríku sýni og slíkt það er bara frábært að heyra að það er von ,ég vona að þú ert farin að geta sofið almennilega og hvíla þig þér veitir ekkert af því ,ég vona að þið hafið það sem allra allra best kæru fjölskylda !

Ég bið guð að styrkja og hjálpa ykkar og þakka guð fyrir að það sé komin nýtt úrræði og vonandi verður það bara allt til góðs.

Kveð í bili kær kveðja Dee Ö)

Dolores Mary (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:06

27 identicon

Jí en æðislegar fréttir. Það er svo gott að læknar hafi líka von um kraftaverk og að eitthvað meira sé í boði. Mikið eruð börnin sæt og mikið sakna ég þeirra. Njótið ykkar vel í góða veðrinu og hlakka til að hitta ykkur. Knús og kossar, Kristín Amelía.

Kristin Amelía (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:07

28 identicon

Yndislegar fréttir....... hef litlu dúlluna alltaf í bænum mínum.

Lilja mamma Nadíu (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:39

29 Smámynd: Linda

Mikið er gott að vita að frekari úrræði eru þarna fyrir dömuna ykkar, og við höldum áfram að vera bjartsýn og treystum því að þetta verður til bóta.   Guð blessi ykkur öll og varðveiti.

Linda, 25.6.2007 kl. 13:07

30 Smámynd: Halla Rós

Ég fékk tár í augun við að lesa þessa færslu frá þér Áslaug mín já ég segi mín, því mér finnst ég eiga svolítið í ykkur hetju fjölskyldunni, er alltaf að fylgjast með þó svo að ég kvitti ekki alltaf.

Enn þetta eru æðislegar fréttir og bið ég Guð að hjálpa ykkur og þá sérstaklega Þurýði fallegu STÓR hetjunni ykkar. Og Okkar.

Ég kannast við að fá góðar fréttir þó það sé ekki nærri eins stórt sem að hefur verið hjá okkur.

Enn henni Þuríði tileinka ég fallegasta engla kertastjakann sem við eigum og er ofboðslega dugleg að hafa kveikt á kerti fyrir hana. Og hugsa mikið til ykkar. Og bið fyrir ykkur.

Ég mun halda áfram að biðja fyrir kraftaverki fyrir fallega stúlku.

Bestu óskir Halla Rós og stór fjölskyldan. 

Halla Rós, 25.6.2007 kl. 14:59

31 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Frábærar fréttir handa ykkur, það er æðislegt að sjá að vonin lifir enn, og lifir sterk. Ég bjó sjálf í Boston, og veit að þar eru mikið af góðum krabbameinslæknum, þannig að þið verðið í góðum höndum. Það er mikið af íslendingum í Boston, og ég á nokkrar rosalega góðar vinkonur, sem væru án efa til í að hitta ykkur og aðstoða ykkur með hvað sem er, gistingu, barnapössun, upplýsingar um svæðið, bara hvað sem er. Endilega sendu mér tölvupóst á berjamo@hotmail.com og ég skal koma þér í samband við vinkonur mínar í Boston. Það er það minnsta sem ég get gert, fylgist alltaf með ykkur hér á blogginu, og bið fyrir ykkur öllum. Ég dáist að styrknum sem þið sýnið, og held áfram að biðja fyrir kraftaverki handa ykkur.

Bestu kveðjur frá Kaliforníu, og vinsamlegast ekki vera feimin að senda mér tölvupóst í sambandi við Boston, ég skal gera allt sem ég get til þess að aðstoða ykkur, á hvaða máta sem ég get. Orkukveðjur til ykkar allra, frábærar fréttir, og fallegar myndir af börnunum þínum.

Bertha Sigmundsdóttir, 25.6.2007 kl. 17:49

32 identicon

Frábærar fréttir kæra fjölskylda!   Nú er bara að spýta í lófana og halda ótrauð áfram.  Ég held áfram að biðja fyrir Þuríði Örnu súperhetju  

Baráttukveðjur

Sigríður ókunnug útí bæ

Sigríður (ókunnug) (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 19:46

33 identicon

Ohh hvað þetta er yndislegt, innilega til hamingju! Megi lukkan og guð fylgja ykkur!!

Katrín og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband