27.6.2007 | 09:49
Ætlaði að fara skrifa eitthvað skemmtilegt......
Ég ætlaði að fara skrifa eitthvað skemmtilegt en svo fékk ég hringingu frá Skara mínum sem fór eiginlega alveg með mig. Æjhi finnst þetta svo hrikalega erfitt allt saman, maður lifir í svo miklum rússíbana. Hélt að þetta væri allt uppá við en ég veit eiginlega ekki neitt núna?
Skari var nefnilega að heyra í einni í teyminu okkar Þuríðar með meðferðina hennar og allt sem tengist því, ohh finnst þetta svo erfitt. Æjhi ohh ég veit eigilega ekki hvað ég get sagt nema þetta er allt svo skítt. Þeir eru svo svakalega hræddir við að setja hana í aðra meðferð ok sem ég skil alveg því þetta gæti var í merginn hennar og bara pínt hana meira en útfrá því gæti hún fengið hvítblæði. Ég vil heldur ekki pína hana meira, langar bara að hún njóti þess að vera til. Maður veit ekki hverju maður á að þora? En læknarnir hafa fundað um hana eða næsta skref eftir geislana en það verður ekkert ákveðið hvað verður gert fyrr en eftir þá. Það kæmi væntanlega ekki til greina að fara með hana út og ég veit heldur ekki hvort þeir þori að setja hana í aðra lyfjameðferð? Ég skil þá líka alveg með alla áhættu sem gæti fylgt og ekki viljum við að hún fái hvíblæði líka ofan á allt saman. Aaaargghh!!
Ekki segja mér núna að gera þetta frekar en hitt finnst vont þegar fólk er reyna segja manni hvað maður eigi að gera og eigi ekki að gera, veit að það er vel meint en ég er bara ekki að höndla það núna. Einsog ég sagði finnst mér þetta allt saman SKÍTT!!
Útí annað en rétt áður en Oddný mín Erla fæddist ákváðum við að eignast digitalmyndavél, ég man nú ekki nákvæmlega hvenær en það var í kringum fæðingu hennar. Okkur finnst líka endalaust gaman að taka myndir af börnunum okkar enda mjög dýrmætar minningar og hvað þá fyrir þau þegar þau verða eldri að skoða allar myndirnar af sér. Oft hefur maður heyrt að myndatökur fækki eftir hvað börnin verða eldri og fleiri en það hefur allavega ekki ennþá gerst hjá okkur þeim hefur frekar fjölgað ef eitthvað er. Skari minn var svo að fara yfir myndirnar okkar í gær og hvað haldiði að við erum búin að taka margar myndir af þeim? Á rúmum þremur árum eigum við 20.000 myndir nei ekki 2000 heldur 20.000myndir, takk fyrir!! Eru þið svona dugleg að taka myndir af ykkar börnum, endilega verið það þetta er svo ótrúlega dýrmætt. Fyrsta árið hennar Þuríðar minnar fylltum við þrjú albúm STÓR albúm, okkur finnst líka endlaust gaman að skoða þessar minningar og hvað þá krökkunum að skoða myndir af sér litlum. Þuríður mín elskar að skoða sjálfan sig eheh.
Mæli með því að þið séuð dugleg að taka myndir, ef þið eigið ekki börn þá bara af einhverjum sem ykkur þykir ofsalega vænt um.
Ohh þessi vika hefur verið svo góð en svo fer rússíbaninn niður og það var bara einsog batteríið mitt varð búið, gjörsamlega máttlaus. Ósanngjarnt!! Mikið ætla ég að reyna njóta fríið okkar útí það ysta og gera ALLT sem börnunum langar að gera og ég veit að Þuríði minni mun langa fara í tívolíi, Theodóri langar að borða ís allan tíman en hann er mesti ís karl ever eheh og Oddný mín vill ö-a bara klæðast pilsi og kjólum eheh og fá fínt í hárið. Svo fá þau að busla í sundlauginni og njóta þess að vera til.
Mæli líka með því að þið geri allt sem börnunum ykkar langar að gera í sumarfríinu ykkar, við vitum aldrei hvenær okkar dagur kemur? Tökum einn dag í einu og njótum þess að vera til.
Knús og kossar frá Áslaugu leiðu sem er með tárin í augunum.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra Áslaug og fjölskylda!
Æi, hvað ég finn ofboðslega mikið til með ykkur. Ég á sjálf 4 börn, en get enganvegin sett mig í ykkar spor. Þessi óvissa um hvað gerist næst er svo erfið og svo slítandi.
Þú/þið sýnið svo mikla skynsemi og svo mikinn þroska. Alveg er hreint magnað að lesa skrif þín hvort sem það er um staðreyndir og/eða vangaveltur. Ég fer hér inn á hverjum degi og hef gert lengi, en hef hinsvegar aldrei "kommenterað" fyrr.
Gangi ykkur allt í haginn og njótið sumarfrísins ykkar. Gaman að heyra hvað prinsessan er hress.
Bestu kveðjur
Anna
Anna (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 10:16
Ætla ekki að ráðleggja ykkur eitt n´e neitt vona bara svo heitt og innilega að eitthvað jákvætt gerist hjá Þuríði ykkar. Mér finnst líka mjög slæmt ef að þú nýtur ekki dekur vikunnar því þér hefði svo sannarlega ekki veitt af því, bið fyrir ykkur á herjum degi. Gangi ykkur allt að óskum. Með hlýrri kveðju að norðan, kona að norðan
KONA að norðan (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 10:19
Elsku dúllan mín.. ég get ekkert annað sagt en farðu vel með þig og njóttu dagana til hins ýtrasta...
koss og knús þín vinkona
Þórunn Eva , 27.6.2007 kl. 10:23
Bíttu á jaxlinn dúlla, það er ekki allt vont sem boðar ekki eitthvað gott. Það er gott að gráta líka.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 10:40
Elsku Áslaug - rétt eins og þú segir - njóttu hvers dags með yndislegu fjölskyldunni þinni og njóttu þess að vera til.
Held að þið hafið slegið íslandsmet í myndatöku ;)... svoooo dýrmætt!!
KNÚÚS
Elsa Nielsen, 27.6.2007 kl. 11:12
úfff... þvílíkur lífsins rússibani sem að þið lifið í .. þið eruð samt svo endalaust sterk..
já myndirnar geyma minninguna að eilífu..
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 12:05
Langaði bara að senda ykkur smá baráttuknús.
Steinunn (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 12:10
Njóttið þess að leika með börnunum ykkar og taka einn dag í einu allt verður þetta að dásamlegum minningum. Það er rétt myndatökum FÆKKAR þegar börnin eldast það bara gerist veit ekki afhverju. Er ekki botnslagur í boltanum FRAM - kr á næstunni.
knús knús til þín og boltakveðja.
Unnur
unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 12:13
heyrðu áslaig veistu það eina sem ég held að þið getið gert þegar svona fréttir er að hugsa alltaf jákvætt og vera bjartsýn það er einhvernvegin alltaf þannig að ef maður hugsar um það jákvæða ílífinu og allt það góða sem manni hefur verið gefið dofnar hitt bara þó það sé mjög erfitt að horfa framhjá því en ég skil þig svo fullkomlega að vera þreytt á fólki sem vill alltaf vera að segja þér hvað þú átt að gera og hvernig þú átt að gera það þú getur ein vitað hvernig þú átt að gera hlutina á þinn hátt en allavega vertu sterk og knúsaðu alla frá mér ;*
Tinna Rut (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 12:33
Myndir eru ómetanlegar. Passið bara að setja allar myndir á "flakkara" ekki á cd eins og svo margir gera. Helst setja á tvo flakkara til öryggis og geymið þá á sitt hvoru heimilinu. Ef diskurinn í tölvunni hrynur gætu allar myndirnar farið líka.
Njótið barna ykkar, knúsið þau og segið þeim endalaust hvað þau eru æðisleg og hvað þið elskið þau. Við vitum aldrei hvenær þeirra tími er kominn
Vonandi finna læknarnir einhvern meðalveg á þessu öllu saman. Held áfram að biðja fyrir ykkur fjölskyldunni.
Helga Linnet, 27.6.2007 kl. 12:41
Guð kenn mér að telja daga mína, aðég megi öðlast viturt hjarta.
Veit oss gleði í stað daga þeirra, er þú hefur lægt oss, ára þeirra, er vér höfum illt reynt.
Svo segir í Davíðssálmum.
Svörin eru til, við leitum þeirra. Stundum er gangan sár og ég held sárust, þegar mannlegur máttur má sín lítils fyrir þá sem maður ann hvað heitast.
Mín ósk til ykkar er einföld; hvílist í kærleika til ykkar þjáða ástvinar.
Ástin veitir styrk en krefst oft sársauka. Þú minnist á myndirnar ykkar, þar er laug til að lauga sárin.
Bjarni
Bjarni Kjartansson, 27.6.2007 kl. 12:52
Elsku Áslaug mín
Ég sendi ykkur alla mína straum og bið að sá sem ræður öllu verði nú á vaktinni og láti þetta allt verða eins gott og hægt er þegar þú minnist á myndatöku þá er það allveg satt ég held að ég eigi ekki svona margar myndir af minnifjölskyldu sem er orðin ansi gömul annars er þetta það skemmtilegasta sem maður getur gert að skoða og rifja upp Haldt áfram á þessari braut og við vinnum þenna vágest og njótið ykkar í sólinni og hafið það sem allra best
kveðja Asa
asa (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 13:24
Elsku fjölskylda. Ég fylgist alltaf með ykkur og gladdist svo þegar góðu fréttirnar frá Boston komu um daginn. Núna finn ég svo til með ykkur en ég er viss um að eitthvað gott kemur í ljós og kraftaverk gerast með litlu prinsessuna ykkar. Með bestu kveðju frá Akranesi, Elsa Lára og fjölskylda Klapparholti.
Elsa Lára og fjölskylda (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 13:33
Sæl Áslaug
Mikið er bloggið þitt fullt af speki og jákvæðum tilfinningum. Er það ekki jákvætt að njóta stundarinnar. Stundum þarf að tukta okkur svo mikið til svo við skiljum einfalda hluti eins og augnablikið. Ég finn til í hjartanu mínu að lesa um þessar bollaleggingar læknanna, en er það ekki eins með þó og allt annað að við ákveðum ekki langt fram í tímann því við erum öll lifandi og það er svo margt sem getur breyst.
Orð lækna eru ekki dómur heldur möguleikar og verður að taka þau sem slík. Það verður komin önnur staða eftir geislana og þá verður málið skoðað að nýju. Verum öll vongóð fyrir hön hennar Þuríðar, hún hefur komið okkur svo á óvart og gerið það örugglega áfram.
Bið Guð um bata vongleði og bjartsýni fyrir okkur öll. Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 13:41
Knússss til ykkar. Og stóóórt faðmlag.
Luv Magga K
Magga K (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 14:08
Hæ elskurnar og mikið rosalega er maður vanmáttugur þegar kemur að þessum sjúkdóm.En elsku Áslaug takk fyrir fallegar kveðjur til mín,var að sleppa út og er fegin að vera komin heim.En ég get aðeins eitt og það er að biðja algóðan guð að gefa ykkur kraftaverk og að Þuríði litlu hetjunni líði betur.Þið eruð svo sterk og miklar hetjur,að ég dáist af ykkur.Þið eruð og verðið alltaf í mínum bænum.Hetju-og baráttukveðjur..Björk Andersen
Björk Andersen (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 14:23
Fólk var duglegt að gefa okkur ráð varðandi veikindi sonar míns. En enginn var í okkar sporum(sem betur fer) Við létum hjartað og auðvitað svolitla skynsemi líka ráða för. En ráðin voru misgáfuleg.Þið vitið best hvað hentar hjá ykkur í ykkar aðstöðu. Sonur minn var með annan sjúkdóm en Þuríður. Guð blessi ykkur.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 15:51
thú ert ótúleg sterk, ég gaeti ekki deilt tilfinningum mínum svona, hvílíkt hugrekki. Kaer kvedja.
Benedikt Halldórsson, 27.6.2007 kl. 16:43
Sæl kæru hjón. Hvað sem þið gerið þá gerið þið það sem réttast er. Sumir eiga kannski eftir að velkjast í vafa, en þeir skilja ykkur ekki. Njótið hvors annars og barnanna ykkar, ég er hlynnt því að börn eigi að fá að gera það sem þau vilja svo fremi sem það skaði þau ekki, né aðra.. bara hafa gaman...saman :-)
Fríða (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 16:51
Sæl Áslaug
Gaf komment kl 13.41 eftir að hafa lesið bloggið þitt einu sinni. Var að lesa það aftur og sá þá betur þetta með ráðin. Hafi eitthvað verið í fyrra komentinu sem flokkast undir ráð þá var það óvart og ALLS EKKI meint sem ráð. Ég skil það mjög vel að "ráðin" geta verið uppáþrengjandi. Ráðríki er mjög sterkur eiginleiki hjá alltof mörgum og ráðin eru stundum aðalvandamál þeirra sem ráðlagt er. Maður fer að strekkja við að þóknast ráðgjöfunum og lendir svo í allskonar vanda.
Nóg um þetta en bið Guð enn og aftur að vaka yfir ykkur öllum og líka yfir læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem er að meðhöndla hana Þuríði og funda um hennar mál. Njótum augnabliksins.
Góðar kveðjur Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 17:37
Mikið finn ég til með ykkur foreldrunum og allri fjölskyldunni. Vona að betri fréttir fylgi í kjölfarið og að góð meðferð finnist fyrir hana sem hennti. Ekki missa trúna og vonina um að kraftaverk gerist.
Varðandi myndirnar þá verð ég að viðurkenna það að síðustu tvö árin eða svo hef ég verið svakalega ódugleg að taka myndir af þessum yndislegu börnum sem ég á. Þarf einmitt að fara að taka mig á í þeim efnum, því að eins og þú segir þá eru þessar minningar svo ótrúlega dýrmætar og gefa manni mikið síðar meir þegar flett er í gegnum albúmin.
kveðjur Sólrún
Sólrún, 27.6.2007 kl. 19:34
Elsku engilinn, mikið er þetta sárt að heyra , eins og það átti nú að vera gaman hjá þér bara í einu víku,það er ekkert hægt að segja nema mér þykkur þú og maðurinn þinn og fjölskyldan bara frábært !!!!!!!Þó svo að það er komið svona niðurstaða í málið flýtið ykkar hægt njótu lífsins og hafið það sem best ,kraftaverk gerist og þetta á allt eftir að rettast!!!
Hvernig sem fer njótu hvert einasta degi því eins og þú sagðir, manni veit aldrei staðurinn né stundinn,Þíð eru ofsalega dúglegar hetjur öll sömul og ég bið guð að hjálpa ykkar og byggja ykkur upp fyrir það sem er framundan hvað sem það verður,Guð geymið ykkar elsku fjölskyldu og megi guðs englar gætu ykkar líka
Kær kveðja Dee
Dee (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 21:21
Þið eruð frábær.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 21:23
Sæl aftur,
mannstu um daginn þú varst að segja um Þuríður sagði að þetta var mynd af sér þegar hún var lasin, er ekki kannski svolítið til í það kannski er gott að heyra þessi orð frá henni sjálf því sjálf veit hún best ,ég er að reyna að gleðja þig með þessari orð en sjálf finnst mér þetta bara svo jákvætt ég finn mikið til með ykkar ,guð geymi ykkur og skemmta ykkar bara sem best úti ,
Kær kveðja Dee
Dee (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 21:29
Risa stórt knús og alla mína bestu strauma.
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 22:07
Elsku duglega Áslaug, hart er að ykkur vegið. Ég er eyðilögð að lesa þessa bloggfærslu því allt var svo gott í gær. Svona er manni sagt að lífið sé, gott í dag en ónýtt á morgun. Mér dettur ekki í hug að reyna að segja þér hvað þú eigir að gera, nema þó, reyndu að borða og sofa ef þú mögulega getur, annars getur þú ekki neitt.
Ég hef oft sagt það áður og segi það enn, ykkar birgðir eru þær þyngstu sem fólk ber. Megi Guð og allir englarnir taka undir þær með ykkur.
Kærleiks og baráttukveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 22:16
Kæra Áslaug,
Þú ert greinilega frábær manneskja og með því að fylgjast með blogginu þínu reglulega finnst mér þú ótrúlega dugleg, heiðarleg og síðast en ekki síst fyrirmyndarforeldri. Kostir sem príða mættu sem flesta. Ég vona að þið getið haft það gott í sumarfríinu og getið notið þess eins vel og hægt er.
MegaKNÚS til ykkar allra, þið eruð best.
Katrín (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 22:26
Kæra fjölskylda Baráttukveðja til ykkar Guð veri með ykkur
Sigrún Sól (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 22:46
hæ,hæ allir sem kíkja hérna við langað bara að benda ykkur á að kíkja á síðuna hans Óskars, þar er mynd af flottustu ÍA stelpu allra tíma gat ekki stillt mig, hún er svo sæl með búninginn sinn þessi elska
Knús til ykkar börnin mín og Guð geymi ykkur.
Amma á Skaganum (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 23:24
Knúa á þig Áslaug, ég bið fyrir ykkur og litlu hetjunni ykkar.
Sigríður ókunnug útí bæ (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 00:01
"Knús á þig..." átti þetta að vera.
Sigríður ókunnug útí bæ (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 00:02
Æ oh - þvílíka rússíbanaferðin!!! Ekki skemmtileg ferð það :(
En það er alveg rétt hjá þér með myndirnar, það er ómetanlegt að eiga fullt fullt af myndum og börnunum finnst ógurlega gaman að fletta þessu...eini gallinn er hvað ég er orðin léleg við að framkalla eftir að ég fékk mér digital :S En það er á todo listanum.
Knús og farið vel með ykkur
Súsanna (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 07:34
Gangi ykkur bara allt sem best hverjar sem ákvarðanir ykkar verða.. En stundum er það eiginlega það versta að standa frammi fyrir vali á einhverju og þurfa og velja og hafna...Ljósmyndir eru ómetanlegar og gaman að skoða þær og rifja upp liðna tíð í gegnum þær.... Eins gott að einhver fann upp þá tækni..... Mínar bestu óskir til ykkar allra.
Agný, 3.7.2007 kl. 11:25
Stórt knús frá mér til þín!
Kolbrún H (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.