17.7.2007 | 08:49
"Góði Guð" (ath breytt færsla)
"Viltu passa Þuríði sem er lasin í höfðinu". En á þessu endaði Þuríður mín í fyrrakvöld þegar hún fór með bænirnar sínar eða Skari heyrði hana segja þetta þegar hann var búinn að kyssa hana góða nótt og var að gefa Oddnyju minni koss líka. Það er ekki annað hægt en að tárast við þessi orð hennar, vávh hvað ég átti erfitt með mig og á enn þegar ég hugsa um þetta.
Rétt í þessu var Theodór minn að vakna og við mæðgur hlaupum inní herbergi þar sem pungurinn kallaði á mömmu sína og hann er nú ennþá hálfsofandi en er samt tilbúinn í knúsið sem hann gefur alltaf systrum sínum á morgnana, það er ótrúlega sætt!! Hann hleypur alltaf til þeirra á hverjum morgni með hendurnar útglenntar og gefur þeim eitt stórt knús. Bara gaman!!
Þuríður mín byrjaði í undirbúningnum fyrir síðari geislameðferðina sína í gær sem var djúp svæfing, myndatökur og fleira svo er aftur endurtekning á fimmtudag en þá verður gríman gerð einhverjar aðrar mælingar, er ekki alveg 100% inní þessu. Geislameðferðin hefst svo á mánudag eftir tæpa viku og mun standa í tvær vikur eða síðasti geislin verður gerður föstudag fyrir verslunarmannahelgi. Fyrri geislarnir fóru mjög vel í Þuríði mína, hún hafði aldrei verið jafn hress og hún var þegar hún var í þeim og hafði aldrei átt jafn góð jól einsog síðustu. Byrjaði að krampa minna og hætti að krampa í febrúar sem hefur ekki gerst í þessi tæp þrjú ár sem hún hefur barist við þennan andskota. Það er alveg ótrúlegt hvað hún hefur verið krampalaus lengi það yrði líka ofsalega erfitt ef hún færi að krampa aftur, mig dreymdi það í nótt að hún væri farin að krampa aftur og shit þetta var ömurleg martröð. Núna krossa ég fingur og fer með mínar bænir að þessir geislar fari jafn vel í hana, hún svaf reyndar tuttugu tíma á sólarhring mánuði eftir geislana í tvær vikur en það yrði nú í lagi ef það yrði bara vegna kraftleysis útaf geislunum en mér kvíður samt fyrir hvernig þetta mun fara í hana. Það eru engir geislar eins.
Eftir geislana fara læknarnir yfir næstu meðferð eða hvort þeir vilji leyfa henni að fara í aðra meðferð en þeir eru svo hræddir við að senda hana í aðra meðferð (gæti farið í mergin og hún gæti kanski fengið hvítblæði ofan á allt saman) sem ég oft skil ekki? Sorrý!! Það hafa margir aðrir krakkar farið í miklu harðari meðferð en hún og oftar en einu sinni en afhverju eru þeir meira hræddari við að senda Þuríði en aðra krakka?
Annars áttum við yndislegan tíma á Spáni saman, það er alveg lífsnauðsynlegt fyrir mann að komast svona í burtu og búa til þessu fallegu minningar og reyna gleyma þessu sem við erum að ganga í gegnum þó að það sé erfitt en þá hlóð þetta batteríin mín endalaust mikið sem voru orðin batterílaus. Vildi óska þess að fleiri sem ættu veik börn eða veikir einstaklingar væru svona heppnir og við að vera send í svona ferð en því miður eru ekki allir svo heppnir.
Ég hef verið að reyna setja myndir á forsíðuna frá Brosbörnum eða Spáni en það gengur ekkert, veit ekki alveg hvað er að kerfinu hjá blog þessar vikurnar.
Farin að sinna börnunum, gera Oddnýju Erlu mína tilbúna sem er að fara til Stokkseyrar með ömmu sinni nöfnu en hin ætla að vera í dekri hjá mömmu sinni í dag, vonandi getum við farið í hjólreiðatúr í dag sem yrði ekki amalegt.
Knús á línuna....
psss.ss ok ég get orðið sett inn myndir og það koma fleiri á morgun frá Brosbörnum en hérna eru fallegustu börnin mín, njótið!! ...og finnst ykkur skrýtið að mig langi í fleiri börn?
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Barn að biðja Guð um hjálp, er eitthvað svo ósegjanlega fallegt.
Hvegi er hægt að lauga sín sár betur en einmitt í bæn barnsins.
MEgi hún verða bænheyrð.
Það er svo svakalega skrítið að horfa á þesssa litlu kroppa liggja og bíða meðferðar hjá læknum, sem auðvitað vilja ALLT GERA þeim til hjálpar, þetta er svo óraunverulegt og sárt. Börn EIGA ekki að vera veik, það passar við gamalt fólk en ekki lítil börn, sem eiga að vera úti að leika sér.
EMgi Hinn Hæst hjálpa ykkur á meðferðartímabilinu og bið ég þess í auðmýkt, að Hann bænheyri stúlkuna þína.
Með hluttekningu
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 17.7.2007 kl. 09:03
Elsku Þuríður,ég fékk tár í augun yfir þínu bænum og ég vona svo sannarlega að guð bænheyri þig litla hetja sem ert að ganga í gegnum svo mikla erfiðleika núna.Ég get ekki annað en dáðst að þér.En rosalega eru þið systkinin nú vel af guð gerð og Áslaug ég er ekkert hissa þó að þig langi í fleiri.Vona að allt gangi vel hjá ykkur í undirbúningnum og að styrk hendi guðs leiði ykkur þessa erfiðu braut.Baráttukveðjur
Björk Andersen (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 11:58
Gvööööð....þau eru YNDISLEGA FALLEG
Helga Linnet, 17.7.2007 kl. 12:19
Sæl ágæta fjölskylda
Þessi einlæga bæn hennar Þuríðar segir mér svo mikið kærleikann og traustið sem hún er umvafin. Hún trúir því að Guð passi hana og veit að mamma og pabbi hjálpa henni á allan hátt. Hún trúir líka á að fá hjálp frá umhverfi sínu, sem er frábært. Ef það er bara að vera "lasin" að vera með æxli í höfðinu, þá er kvef og svoleiðis bara ekki neitt.
Mikið er gott að þið eruð komin með meiri orku til að fylgja litlu stúlkunni ykkar í gegnum meðferðina hver sem hún verður.
Ég hlakka til að sjá fleiri myndir af systkynunum. Þau eru svo yndisleg og mikill fjársjóður. Prakkarskapurinn, lífsgleðin og átríkt umhverfi bókstaflega skín af þeim. Fleiri börn, ekki spurning!!!
Góði Guð, villtu passa hana Þuríði sem er lasin í höfðinu og villtu passa fjölskyldu hennar. Kveðja Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 12:38
Rosalega eru börnin ykkar falleg. Alltaf gaman að fara í myndatöku með grislingana sína því svona myndir eru algjör fjársjóður. Sendi mínar bestu kveðjur um að allt gangi vel í geislunum.Bið fyrir litlu dömunni ykkar og hugur okkar er hjá ykkur. Með bestu kveðju, Elsa Lára og fjölskylda Klapparholti Akranesi.
Elsa Lára (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 12:55
Ofboðslega eigið þið falleg og vel gerð börn
Megi Guð bænheyra hana Þuríði þína, einlæg bæn barna er eitt það fallegasta sem til er því þau tala beint frá hjartanu þessar elskur.
Bið þess að meðferðin virki vel og útkoman verði jákvæð fyrir ykkur öll.
Baráttukveðjur
Sólrún, 17.7.2007 kl. 14:18
Vá en æðisleg mynd af þeim algjörir englar sem þið eigið
lilja (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 16:39
Bið þess að öllu hjarta að bænir litlu hnátunnar hitti himnaföðurinn í hjartastað hið snarasta og meðferðin skili súper árangri!!!
Falleg er myndin af elskunum þínum Slauga mín. Velkomin heim bæ ðö vei :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 17.7.2007 kl. 16:54
Æji Guð hvað það var sætt að lesa hvað hún Þuríður sagði, maður bara tárast :-) megi hún verða bænheyrð. Óska ykkur öllum góðs gengis í þeirri törn sem nú er að byrja og þið verðir í bænum okkar.
Kkv. Martha
Martha (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 19:50
Dásamleg bæn..við vonum að allt gangi vel í meðferðinni
Við hugsum til ykkar og kveikjum á Þuríðar kerti reglulega....Myndin frá brosbörnum er bara yndisleg,dásamlegur hópur sem þið eigið
Hafið það sem allra best....
knús frá Helgu Björg,
Óskars og Sigrúnar Birtu mömmu
Helga Björg (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:02
Þið áttuð það sko sannarlega skilið þessa ferð og ég er viss um að ALLIR séu sammála um það.
Fullt af fallegum hugsunum sendi ég til ykkar hverstagshetjur sem þið eruð.
(Vonandi er þetta rétt skrifað)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.7.2007 kl. 21:30
Alltaf sama sálarmeðalið að líta við hjá ykkur fjölskyldunni.
Bið Guð um blessun fyrir Þuríði ykkar í því sem fram undan er og ekki síður fyrir ykkur sem með henni verða. Sem betur fer eru batteryin vel hlaðin eftir fríið. En það er fljótt að tæmast af endurhlöðnum batteryjum þannig að þið VERÐIÐ að reyna að bæta inná hvemær sem hægt er.
Börnin ykkar eru yndislega falleg mér finnst systurnar líkar á þessari mynd sem ég held að mér hafi ekki fundist áður á myndum sem hafa verið á blogginu.
Megi svo allt gott til ykkar streyma í stórum fljótum kæra fjölskylda.
Með kærri kveðju frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 21:40
Æ hvað hún er sæt. Maður fær nú bara tár í augun við svona lestur. Knús á ykkur. Gangi ykkur vel.
Guðrún (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 23:33
Yndisleg börnin ykkar! Flott mynd, hlakka til að sjá fleiri!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.7.2007 kl. 00:34
Sæl fjölskylda.
Fallegust í heimi þessi börn ykkar og megið þið alveg vera stolt af þeim.
Flott mynd
Kveðja Silla Karen
Silla Karen (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.