19.7.2007 | 14:25
Draumar
Svo ég haldi áfram með draumatal en þá létum við einn draum Þuríðar minnar rætast í gær og sjálfsögðu voru hin tvö með í för en voru ekki jafn spennt fyrir þessu einsog þuríður eheh!! Ég ætla ekki að segja ykkur frá þessum draumi alveg strax eða ekki fyrr en í næstu i viku þegar við erum búin að uppfylla drauminn 100%. Trallala!! Þá fáiði að sjá myndir, spennt?
Draumar þurfa ekki að kosta neitt einsog þessi sem við létum verða af í gær bara eitt lítið símtal ok þau voru tvö ehe. Þuríður mín mun allavega muna vel eftir honum og talar mikið um hann sem er alveg yndislega gaman að hlusta á, þessi draumur er nú ekki stór í augum margra en hjá Þuríði minni var hann einn af þeim stærstu hjá henni. Bara gaman!!
Ég á mér líka marga drauma og einsog allir vita er minn stærsti að Þuríður mín verði "heilbrigð" að ný en ég veit líka að hún getur aldrei orðið alheilbrigð en ég á mér samt þann draum.
Draumarnir mínir með Skara mínum verða væntanlega að bíða þanga til börnin verða uppkomin og við förum í draumaferðina okkar, dekurferðina ALEIN, liggjum í sólinni, engar búðir í kring og helst með einn golfvöll hliðina á hótelinu bara fyrir Skara minn eheh. Svo á ég mér einn draum sem er í vinnslu en það er "góðverka" draumurinn minn en meira fáiði ekki að vita allavega ekki strax.
Að sjálfsögðu í lokin fylgir mynd af börnunum mínum sem var tekin í gær uppá Skaga en tengdamóðir mín og ein lang-ömmusystirin tóku sig til og prjónuðu lopapeysur á öll börnin mín en það var einn minn draumur að fá svona peysur á börnin. Yndislega flott!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið eru þau falleg og sæt í fínu peysunum! Vildi að ég væri svona myndarleg í höndunum!
Draumar eru nauðsynlegir. Alveg sama þó einhverjir þeirra rætist. Það er algjört möst að koma sér upp nýjum. Hvernig væri líf okkar ef allir okkar draumar væru uppfylltir og engar langanir eða þrár væru eftir? Það er svo gaman að láta sig dreyma....
Ylfa Mist Helgadóttir, 19.7.2007 kl. 14:56
Góðan daginn
Það eru bara hálfkveðnar vísur í dag hmmm. Ég bíð spennt efir að fá alla botnana. Þau eru flott systkinin í nýju peysunum, það er svo gott að eiga duglegar frænkur. Mér finnst það frábært að þið skulið vinna í að láta draumana ykkar rætast. Ég er að láta einn minna stærstu drauma rætast og það er að stofna fyrirtæki þar sem ég mundi vinna með mörgu fólki. Fyrirtækið mitt er með ferðaþjónustubát sem gerður er úr á sela- fugla og náttúruskoðun á Húnaflóanum. Svo höfum við prófað sjóstöngina og hún er bæði skemmtileg og gríðarlega vinsæl. Svona eru draumarnir misjafnir sem betur fer og það er bara að þora að láta þá rætast. Þessi draumur minn var doltið strembinn til að byrja með, fullt af ljónum en ég er steingeit og get klifrað uppá svo örmjóar sillur að ljónin ná ekki í mig. HA HA HA og er þar núna.
Góðar óskir og kveðjur í "draumalöndin ykkar". Það er svo erfitt að lesa að Þuríður geti "aldrei" orðið alheilbrigð. Eigum við ekki bara að segja "verður kannski ekki".
Nú er ég farin að skipta mér af og það var ekki ætlunin. Þið eruð frábærar manneskjur og gott að geta sent ykkur línu við og við. Kveðja - Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 15:20
Vá flottar lopapeysur Núna langar Evu Natalíu í svona líka hehehe
Og geggjaður dreumur
Oddný sys (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 15:33
Til þess að komast af verðum við að halda í draumana okkar og það er yndislegt að fá að fylgjast með ykkur fá að upplifa eitthvað af ykkar. Börnin ykkar bara fullkomin, falleg og yndisleg. Við höldum bara í drauminn áfram....... vonin fleytir okkur vonandi langt.
Lilja mamma Nadíu (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 15:41
Já vá ég er sammála,ef við ættum enga drauma,þá væri framtíðin ekki mjög skemmtileg og ég tala nú ekki um að láta drauma sína rætast,en þú talar í hálfkveðnum vísum í dag og gerir mann forvitin.Bíð spennt eftir framhaldinu.En mikið eru englarnir þínir fallegir í nýju peysunum sínum.En ég ætla að segja þér eitt að minn draumur er að allir sem eiga um sárt að binda fái bata og að lítil börn þurfi aldrei að þjást og ég bið sérstaklega fyrir prinsessunni ykkar sem er stóri engillinn og hetjan í mínum augum..baráttukveðjur
Björk Andersen (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 17:03
Já þú lætur mann hugsa hverjir eru draumarnir manns... mínir eru að sjálfsögðu að dóttir mín yfirstígi sín veikindi sem fyrst... Eru það ekki draumar allra foreldra, að sjá börnin sín heilbrigð og hamingjusöm? Ef "heilbrigði" er ekki fyrir hendi þá er það eins og þið segið í okkar hring að láta drauma þeirra rætast og hjálpa þeim að vera hamingjusöm:) Hlakka til að sjá hvaða draum þið uppfylltuð;)
Katrín og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 22:49
Ja ja ,
mér dettur í hug að þú hefur beðið fótbolta maður sem hún heldur uppá að koma og hitta hana. glott ,heh heh ég er að deyja úr forvitni og bara gott hjá ykkar að láta draumanna rætist ,mín alstærsta draum er að klára að mennta mig þó svo að ég er Írsk og er að reyna að skrífa og tala Íslensku það verður svona erfitt að klára þetta en wow ef eitthvað tími verður, að ég klára það þá verð ég ánægð!!!!!! Meira er það nú ekki, ég óska ykkar alls hins besta og mun alltaf biðja um kraftaverk handa ykkar og hver veit það er alltaf hægt að fá einn og einn kraftaverk ,
Guð geymið ykkar fallega fjölskylda og eigðu góðan helgi.
Kær kveðja Dee
Dolores Mary (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 00:18
Mig langadi bara ad kvitta á síduna tína sem ég kíkti frá annari sídu tar sem tid fjölskyldan erud ad takast á vid stórann pakka ef svo má segja.
Yndislegt ad lesa um jákvædni ykkar. Gangi ykkur áfram vel í baráttu ykkar vid sjúkdóminn (kúkalabbann)
kv .frá sumrinu í danmörku GH
gudrún danmörku (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 09:47
Myndarleg börn í peysum eftir myndarlegar konur. Það er gott að eiga góða drauma.
kv Unnur
unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.