Leita í fréttum mbl.is

Góða helgi

Var búin að skrifa langa rummsu í morgun, setja inn nokkrar myndir þegar ég ýti óvart á vitlausan takk þegar ég ætlaði að vista færsluna,  aaaaaaaaaargghh!!  Ég varð svo pirruð að ég slökkti á tölvunni og fór að taka til eheh, ég ætti kanski að vona að ég ýtti óvart á vitlausan takka þegar ég er að blogga þá tek ég kanski oftar til í haugnum hérna heima? hmm!!  Ekki svo vitlaus hugmynd.

Allavega þá undirbúningurinn búinnn fyrir geislana hennar Þuríðar minnar sem hefjast á mánudaginn sem verða í tvær vikur, sem sagt svæfing á hverjum degi í tvær vikur.  Sem betur fara þessar svæfingar vel í hana enda öllu vön  þessi hetja, hef ekki tölu á öllum þessum svæfingum sem hún hefur þurft að fara í.

Það var líka yndislega gaman að sjá hana í undirbúningnum sínum í gær, fyrst var sprautað í brunninn hennar og það heyrðist ekki orð í  minni bara bitið á jaxlinn.  Hún veit að það þýðir ekkert að segja neitt eða reyna berjast á móti því fær engu um þetta ráðið, næst var farið niðrá geisladeild og þar lagðist mín bara í rúmið sitt tilbúin í svæfinguna en fyrst rétti mín puttann sinn til að láta mæla súrefnismettunina, hún kann sko alveg á þetta og veit alveg hvað er næst.  Þegar við mættum uppá vöknun til að ná í hana var mín ekki bara vöknuð þegar við birtumst sem hefur aldrei gerst, henni finnst nefnilega svooooo gott að sofa eftir svona svæfingar og vanalega þarf maður að hanga í klukkutíma eða tvo eftir að hún vakni en ekki lengur, svæfingalæknarnir vita greinilega líka hvað hún þarf mikið af svæfingalyfinu.  Farnir að kunna á hetjuna mína.

Hjúkkan hennar Þuríðar minnar ætlar svo að mæta með myndavélina næstu vikur og taka myndir af henni þegar er verið að gera hitt og þetta við hana.  Hún er nefnilega orðin svo hrikalega dugleg að það á að sýna hinu krökkunum (með okkar leyfi að sjálfsögðu) sem eru að berjast fyrir veikindum hvernig maður eigi að gera þetta.  Að sjálfsögðu viljum við leyfa öðrum að sjá hvernig maður eigi að gera þetta en ekki hvað?  Alltaf tilbúin að leggja smá hjálparhönd ef við getum.  ...og auðvidað ætlum við að heimta nokkrar myndir líka og leyfum kanski ykkur að sjá hvernig eigi að gera þessa hluti enda mjög stollt af henni Þuríði okkar.  Við fengum líka að sjá grímuna sem er alltaf sett á Þuríði í hverjum geisla og hún er ekkert smáræði og auðvidað erum við búin að heimta hana í lok þessara meðferðar.

Annars erum við krakkarnir á fullu að pakka fyrir helgina, ætlum nefnilega að skreppa í sumarbústað til mömmu og pabba en Oddny mín Erla ætlar að vera eftir og njóta þess að vera ein með ömmu sinni og afa út vikuna.  Aðeins að létta undir okkur þessa vikuna á meðan Þuríður mín er í geislanum, Skari þarf nefnilega að sinna sinni vinnu og ég Þuríðar "vinnu" og ætli Theodór Ingi fylgir okkur ekki alltaf í þeirri baráttu.  Það er líka ofsalega gott fyrir hana Oddnýju mína vera laus við veikindatal og fá aðeins að njóta sin ein með ömmu og afa sem ég veit að hún mun fíla í botn enda er hún búin að telja niður dagana í bústaðinn og búin að pakka niður í heila ferðatösku af dóti thíhí!!

Ætla að sjálfsögðu að láta nokkrar myndir fylgja í lokin en finnst tilvalið að leyfa ykkkur að sjá humarinn minn sem ég pantaði mér á sjálfan afmælisdaginn úti á Spáni, slurp slurp!!  Uppáhaldið mitt þess vegna skil ég ekki afhverju ég hef aldrei farið á humarhúsið?  Hmmm kanski vegna þess það er svo hrikalega dýrt?
P7124300
hmmmm hann var svoooo góður.

P7124303
Var soldið subbulegt að borða hann thíhí.  Mmmmm hvað mig langar í humar núna.

Ætlaði að setja inn líka myndir af börnunum mínum en hef engan tíma lengur verð að klára pakka og drífa mig svo í bústaðinn en mamma og pabbi ætla einmitt að grilla handa okkur humar í kvöld, ohh ekki leiðinlegt!!

Góða helgi allir saman og vonandi njótið hennar einsog við ætlum að gera, knús og kossar til ykkar allra.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða helgi elskurnar.

Öfunda þig af humarmáltíðinni í kvöld, ummm....

Knús

Anna Lilja 

Anna Lilja (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 18:17

2 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

oooo.....Þetta er eiginlega bannað  úff hvað mig langar í humar núna  Gangi ykkur vel og Guð geymi ykkur öll fallega fjölsk.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 20.7.2007 kl. 19:21

3 Smámynd: Elsa Nielsen

Góða helgi elsku fjölskylda

Dúllan hún Þuríður Arna er ekkert smá mikil hetja!!

Hafið það gott í sveitinni - í fallegu lopapeysunum ;)

Glæsilegar myndir frá Brosbörnum - enda hið glæsilegasta myndefni!!! Flottir krakkar.

KNÚÚÚÚS (bíðandi bollan)

Elsa Nielsen, 20.7.2007 kl. 19:30

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta lítur virkilega girnilega út... Góða helgi.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.7.2007 kl. 20:34

5 identicon

Halló frábæra fjölskylda

Það er ekki ef henni skafið henni Þuríði Örnu, hún er hetja og óskaplega dugleg. Svo er hún líka svo skynsöm stelpan og veit nákvæmlega hvernig best er að gera þetta. Það má örugglega sýna sumu fullorðnu fólki myndirnar af henni í meðferðinni. Frábært hjá ykkur að fara í bústað um helgina. Þar er örugglega góð leið til að hlaða smá meira af kærleika, jákvæðni og orku á batteríin ykkar. Ég talaði smá um draumana mína í vikunni og það var frábær dagur í dag. Fyrst hópur frá Ísrael (tvær ferðir) og svo fólk frá Litháen. Það er svo gaman að sýna erlendum ferðamönnum fallaga landið okkar. En hvað haldið þið, ég er búin að fá skólavist í fjarnám í Háskólanum í Bifröst næsta haust. Það er bara eitt, ég man ekki eftir að hafa sótt um (kannski orðin kölkuð). Ég fæ þetta á hreint eftir helgina

Hafið það gott og Guð veri með ykkur, Fríða. 

Fríða (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 20:59

6 identicon

Vá hvað þú ert dugleg elsku Þuríður,það er ekki að spurja að því,kannt þetta að sjálfsögðu allt eftir allar þessar meðferðir,en það eru ekki allir svona duglegir eins og þú,ég dáist að þér litla hetja.Vona að þið eigið yndislega helgi í bústaðnum og safnið orku fyrir næstu vikur,ekki veitir af.En þið eruð ávallt í mínum bænum og ég hugsa að hái herrann þarna uppi sé ávallt tilbúin að leiða þig áfram í baráttunni.Haltu áfram að vera svona dugleg elsku stelpan.Baráttukveðjur

Björk Andersen (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 21:19

7 identicon

Vonandi eruð þið búin að borða humarinn og hefur orðið gott af. Ég er sammála hann er ofboðslega góður. Ég sé á myndinni að hann er borinn fram öðru vísi en ég er vön að gera. Fór einu sinni í Humarhúsið og borðaði humar hann var mjög góður en ofboðslega dýr eins og mér finnst næstum allt, ef maður fer út að borða á Íslandi, er reyndar næstum alltaf á Íslandi þannig að ég borða oftast heima en þar eru stundum SVERAR veislur.

Það er eins og ALLTAF frábært að líta við hjá ykkur, dugnaðurinn, bjartsýnin, og jafnvel spaugið, þið eruð frábær.

Hópurinn í lopapeysunum er bara flottur.

Megi englar alheimsins vernda ykkur öll og gefa ykkur góða helgi og svo áfram góða daga og framtíð.

Með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 22:37

8 identicon

Hún er sko dugleg hún nafna mín. Baráttukveðjur. Guð blessi ykkur

Kkv.ÞÞK

Þuríður Þorbjörg Káradóttir (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 12:32

9 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 15:16

10 identicon

Sæl Áslaug

Mikið hefur afmæliskrabbinn þinn verið góður og þú notið þess að borða hann uuuummmm. Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 18:44

11 identicon

Kæra fjölskylda. Vonandi gengur meðferðin vel, ég hugsa til ykkar og fylgist með á síðunni.

kv. Berglind

Berglind Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband