Leita í fréttum mbl.is

Draumar sem rætast

Allir sem þekkja Þuríði Örnu vita að hún er sérlega áhugasöm um fótbolta og í hennar huga eru aðeins til tvö fótboltalið og það eru ÍA og KR.  Þessi fótboltaáhugi hennar og lítið komment hér á heimasíðunni kveiktu hjá okkur lítinn draum.  Við ákváðum að kanna hvort það væri hægt að láta drauminn rætast og höfðum samband við tvo góða menn, þá Þórð Guðjónsson og Sigurstein Gíslason.  Í kjölfarið var Þuríði boðið að koma í heimsókn á æfingu meistaraflokka þessara tveggja félaga og voru móttökurnar frábærar.  Hún fékk mynd af sér með leikmönnum beggja liða og var svo aðeins að sniglast í kring um leikmenn á meðan á æfingum stóð.

Sannarlega frábær draumur sem rættist og erum við þeim Dodda og Steina þakklát fyrir.

null
Þuríður Arna með leikmönnum úr meistaraflokki ÍA

null
Þuríður Arna með leikmönnum úr meistaraflokki KR

null
Að hita upp á Akranesvelli með Gutta

null
Með "bláa liðinu" á KR-æfingu

null
Í vítateig "gestaliðsins" á Akranesvelli

null
Með Steina Gísla og Teiti Þórðar

Og svona rétt í lokin þá ætla ég að segja frá því að fleiri myndir í þessum dúr verða líklega teknar í þessari viku - bíðið spennt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Glæsilegt, þetta á sú stutta eftir að muna lengi. Má maður kommenta hvor búningurrinn er...........nei, nei þeir eru báðir jafnflottir, báðum megin.

S. Lúther Gestsson, 23.7.2007 kl. 14:08

2 identicon

En yndislegar myndir og ekkert smá sem þetta hefur verið gaman. Langaði að kvitta fyrir mig núna en fylgist alltaf með ykkur. Gangi ykkur vel í baráttunni,kv Jóhanna

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 14:15

3 identicon

Æðislegar myndir! Frábært hjá ykkur að láta þennan draum rætast

Oddný (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 14:59

4 identicon

Þetta er frábært framtak hjá báðum klúbbum að láta drauminn hennar Þuríðar rætast. Enda eru bæði liðin topp lið ,ætla ekkert að kommenta á  það hvort liðið er betra. Er skagamanneskja sjálf og við eigum nú mikið í KR liðinu enda skagamenn þar í forystu.

Glæsilegt og gangi ykkur vel

Kveðja Silla Karen 

Silla Karen (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 15:24

5 identicon

Okkar stúlka BARA FLOTT með sínum mönnum.

með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 15:28

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ha ha! Sjá þá stuttu!! Skemmtilegar myndir. Knús til allra.

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.7.2007 kl. 15:42

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Teiti Þórðar... Þetta er svindl, ég vill hitta hann.

Tilkynning til alla blogg-vini!
Ég ætla að vera smá hallærislegur og senda mína tillögu um betra blogg til vefstjóra blogg.is. því vill ég spyrja þig um að kíkja á þetta rugl mitt og segja þína skoðun með því að kjósa á vinstri dálk. Ef þú ert búinn að kjósa eða hefur engan áhuga á þessu… þá skil ég þig.

 

EF þú skildir hafa áhuga… smelltu þá HÉR!   

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.7.2007 kl. 17:22

8 identicon

Æðislegur draumur sem greinilega hefur ræst og mikið er ég glöð fyrir þína hönd litla prinsessa,þú átt eftir að muna eftir þessu alla ævi,það er ég viss um.En ég vona að allt gangi vel í geislunum og að þetta verði þér ekki mjög erfitt litla hetja.Baráttukveðjur Björk Andersen

Björk töffari (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 17:32

9 identicon

Fylgist alltaf með síðunni ykkar, og nú verð ég bara að kvitta.  Yndislegar myndir, manni vöknar bara um augun.  Gangi ykkur sem allra best.  - Guðbjörg. -

Guðbjörg - ókunnug - (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 18:30

10 identicon

En gaman !!!!!!!!!!

                                 ég táraðist þegar ég sá myndirnar ,ó það er svo gaman að sjá hvað það gleðir lítil hjarta þegar folkið gerir svona gott.Það sýnir okkar líka að það er til fullt af góðu fólki sem er til í að láta draumanna rætast.

Mikið er ég ánægð fyrir ykkar hönd.Guð verið með ykkar kæru fjölskylda þið eigið svo margt gott skilið.

Kær kveðja Dee mikið var þetta fallegt gert af þessu menn takk fyrir það !!!!!

Dolores Mary (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 19:41

11 identicon

Þuríður þú ert glæsileg og lukkustúlkan þeirra, nú fer gæfan  loks að snúast með þeim og þér vonandi.Takk KR-ÍA.Baráttukveðjur til allra.

halldor johannsson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 19:54

12 identicon

Jedúdda mía hvað þetta hefur verið gaman fyrir hana Þuríði Örnu, hreint út sagt alveg frábært og þessu gleymir hún aldrei litla snúllan :-)

Kkv. Martha og krílin

Martha (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 20:34

13 identicon

Vá, æðislegar myndir.

Frábært framtak hjá fótboltagæjunum.

Anna Lilja (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 20:44

14 Smámynd: Elsa Nielsen

VÓ - en frábært :) Meiriháttar myndir!

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 23.7.2007 kl. 20:57

15 identicon

Sæl frábæra fjölskylda

Hjartað mitt tók gleðikipp þegar ég skoðaði bloggið ykkar. Það er svo frábært þegar draumarnir rætast og þessi druamur hefur verið mjög stór fyrir Þuríði Örnu. Gleðin í augum fótboltamannanna er líka einlæg og sönn. Þeir eru mjög stoltir af því að eiga þessu miklu hetju í stuðningsmannaliðumum sínum. Yndislegt, fallegt og frábært.

Áfram ÍA.  Áfram KR.  Áfram Þuríður Arna.  Kveðja Fríða 

Fríða (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:03

16 identicon

Frábærar myndir. Yndislegur stuðningsmaður, þessi litla fallega stúlka.

Gangi ykkur allt í haginn kæra fjölskylda.

Áfram Stjarnan og TBR !!!....(og KR og ÍA)

hahhahaha

Helga Stjörnukona (badmintonkona) (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband