24.7.2007 | 11:26
Hálf manneskja og geislar
Þuríður mín Arna er hálf ómögleg þessa dagana en ástæðan fyrir því er að Oddný Erla okkar er í sumarbústað hjá ömmu og afa og hún er bara hálf manneskja útaf því. Þetta minnir mig á þegar fólk er að tala um tvíbura sína þegar annan vantar þá verður hinn svo ómöglegur, en hún vaknar á morgnanna og spyr eftir ODdnýju og vill fara til hennar eða vill að hún komi heim. Þannig þetta verður ekki gert alveg í bráð ekki hægt eð gera Þuríði þetta, Oddný hefur samt ofsalega gott af þessu. Skreppa í burtu og vera laus við veikindatal og njóta þess að vera í dekri hjá ömmu og afa, þessi veikindi fara ofsalega illa í hana sem er ekki gott. Hún er einsog engill þegar hún fer eitthvað í burtu eða í leikskólanum en tekur þetta út hérna heima á mömmu sinni þannig kanski er næst á dagskrá að við mæðgur skreppum í burtu og dekrum við hvor aðra.
Geislameðferðin er hafin og svæfingin fer ekkert ofsalega vel í Þuríði sem er held ég í fyrsta skipti, var orðin mjög pirruð og leið þegar leið á daginn í gær. Er orðin mjög kvíðin ef hún mun alltaf fara svona í hana það er kanski í lagi á meðan það er "bara" það sem er að pirra hana.
Annars er andrúmsloftið uppá geisla allt annað en þegar við vorum þar um jólin síðustu, veit nú ekki afhverju kanski vegna þess það er farið að tala meira um krabbamein eða veikindi hjá fólki. Fólk er orðið miklu opnara með þetta umræðuefni enda engin skömm að greinast með krabbamein. Einsog ég hef sagt en þegar við vourm þarna um jólin þá sat fólk niðurlútið, leit varla upp, bauð ekki góðan daginn þegar maður mætti á svæðið en núna er þetta allt annað og miklu betra að mæta á svæðið þí ég myndi vilja sleppa því einsog allir hinir sem eru þarna. Fólk er glaðlegra að sjá og það liggur við að það syngi "góðan daginn" þegar það kemur á staðin og núna er fólk líka að spjalla saman sem er mjög skemmtilegt að sjá.
Er einmitt búin að "kynnast" tveimur well reyndar þremur þar sem eiginkona eins mætir alltaf með honum þarna niðrá geisla og gaman að heyra hvað fólk er bjartsýnt á lífið þó útlitið sé slæmt. Theodór mætir með okkur Þuríði niðrá geisla og búin að eignast sér einn "afa" þarna sem finnst ofsalega gaman að hann sé svona glaður þegar þeir hittast og fyrsta sem Theodór segir er "afa" eheh. Bara gaman!! ÞEssi "afi" er ofsalega glaður, hress og bjartsýnn á þetta allt saman þó hann sé með mjög slæmt krabbamein og mér finnst ofsalega gott og gaman að spjalla við hann um daginn og veginn og veikindi hans og Þuríðar, maður fær eitthvað svo gott pepp að tala við svona bjartsýnis fólk.
Fyrir hálfu ári síðan hefði fólk sem væri að mæta þarna á svæðið vegna veikinda sinna ekki verið að spjalla svona við mann um veikindin sín, þvílík breyting á fólki og kanski er það vegna umræða sem hafa farið af stað útaf öllu þessi fólki sem er að blogga um sína baráttu. Mjög gott!! Þetta hefur allavega alltaf hjálpa mér, ég hef alltaf verið mjög opin vegna veikinda Þuríðar minnar þó ég sé mjög lokuð manneskja og hleypi ekki hverjum sem er að mér en þá er þetta mín besta hjálp. Netið er þvííkur bjargvættur að eiga ykkur öll að sem peppa mann upp þegar maður er langt niðri er þvílíkur draumur í dós, hvar væri ég netsins og ykkar? Púffhh langar ekki að ímynda mér það.
Ég hef kynnst ofsalega góðu fólki í gegnum veikindin hennar Þuríðar minnar sem ég hefði frekar viljað sleppa því það er bara ein ástæða fyrir því að ég hef kynnst þessu fólki en þá er ég samt mjög þakklát. Einsog við Skari höfum oft sagt þá hefur raðast svo mikið af góðu fólki í kringum okkur gegnum veikindin hennar Þuríðar sem er ómetanlegt, knús til ykkar allra.
Farin að horfa á Latabæ með Þuríði og Theodóri.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eruð bara frábær! Knús á Þuríði. Nákominn ættingi minn er að byrja í geislum fljótlega og mér léttir svo að heyra að andrúmsloftið sé svona gott. Annars er þessi manneskja sem ég er að vísa í, með góða skapið og bjartsýnina að leiðarljósi. Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 11:37
Þið eruð líka svo frábær og það geyslar af ykkur. Þið eruð með svo mikla og góða nærveru að það væri skrítið ef ekki svona mikið að góðu fólki laðist að ykkur. Þið eruð algjörir englar.
Ég er hálf manneskja núna þessa dagana og ég skil Þuríði svo vel þegar það vantar eitthvað sem manni er svo kært.
Vonandi að svæfingin fari betur í hana
STTTTÓÓÓRRRTT knús til ykkar allra
Luv Magga K
Maggak (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 12:02
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.7.2007 kl. 14:49
Æi elsku Þuríður mín,ég vona að þetta fari batnandi frekar en hitt,hlýtur að vera álag á líkamann að fara í svæfingu daglega,en þú ert svo rosalega dugleg að það er leitun að öðru eins.Ég hugsa stöðugt til ykkar og dáist alltaf jafn mikið af ykkur öllum,þið eruð hetjur í mínum huga og þetta er alls ekki auðveld barátta sem þið eruð að há.En guð leiðir ykkur ávallt og ég bið um kraftaverkið fyrir þig litla ljúfa stelpa.Baráttukveðjur og takk fyrir kveðjuna Áslaug mín
Björk Andersen (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 16:06
sæl verið þið,
whuff !! ég vona að það verður lettari hjá þessu lítla engill og svæfingin mun fara betur í hana það sem eftur er, það hlýtur að vera afskaplega erfitt að fara í gegnum slíkt meðferð í svona langan tíma.Það er bara guðs viljandi að það verður kraftaverk úr þessi og hún mun ná fullan bata .Ég bið guð að styrkja og gefa þér kraft til að takast á við þetta og litla rúsina þínar.Það er bara frábært hugmynd að fara í smá fríi með Oddnyju og láta dekra aðeins við ykkar ,ég held að þið eigið það alveg skilið.
Guð gætu ykkar og ganga ykkar sem allra best í þessu baráttu
Kær kveðja Dee
Dolores Mary (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 16:24
Kæra fjölskylda
Eins og svo margir aðrir þá hef ég fylgst með baráttu ykkar og dugnaði, það er frábært að finna kraftin frá ykkur.
Ég læt loga kerti á síðunni hennar Þuríðar litlu með bæn um styrk og bata.
Vegni ykkur vel.
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 23:35
Þið eruð langbest.Kv
halldor johannsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 23:45
Gangi ykkur vel í baráttunni og endilega að fara í dekurferð með oddnýju ....held að þið hafið báðar mjög svo gott af því =)
bestu baráttukveðju frá einni sem fylgist með öllum blogghetjunum =)
og þekkti Hildi Sif...
Helga (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 17:46
Áslaug, mig langar bara til að segja þér hvað ég dáist að ykkur og hugsa oft til ykkar. Börnin ykkar eru lánsöm að eiga svona vel gerða foreldra.
Hugarfluga, 25.7.2007 kl. 19:34
Frábært að heyra að allt gengur amk. þokkalega. Hetjan í eins góðu standi og hægt er að búast við miðað við það sem hún er að ganga í gegn um.
Skiljanlegt en auðvitað ekki nógu gott að hún er að kvarta yfir því að Oddnýju vantar, því eins og þú segir réttilega þarf Oddný frí úr sínu vanalega umhverfi.
Hetjan ykkar og okkar allra sem fylgjast með henni, gæti verið orðin svolítill harðstjóri á sína familíu og svo sannarlega ekki að undra. Það þarf að reyna að andæfa en betra um að tala en í að komast. Ég býst við að ef ég ætti hana gerði ég ALLT sem hún bæði um.
Megi svo allar góðar vættir vera allan hringinn í kring um ykkur.
með kærri kveðju frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:25
Áslaug ég vil fá að hrósa þér hvað þú ert dugleg og hreynskilin á blogginu þínu þetta hlítur að vera alveg frábært fyrir þig að geta tjáð þig svona því betra er að segja steininum en engum.ef þessi tækni hefði nú alltaf verið til hvort maður hefði ekki nýtt sér hana og fl bara haltu áfram að vera svona opin hér það bara gerir gott og þetta með Oddnýju og litla kút þó þetta sé erfitt á meðan veikindunum stendur vertu viss þau koma sem mjög sterkar persónur á seinni árum og kunna að meta lífið á allt annan hátt en þau börn sem hafa ekki þurft að lifa með veikindum í fjölskyldu.En ég vona að meðferðin eigi eftir að gana vel hjá Þuríði sem og gerir þar sem hún hefur svona sterka og jákvæða með sér.Hef ykkur með í mínum bænum og huga
kveðja Ellen
Ellen (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.