Leita í fréttum mbl.is

Að þrá og sakna

Það eru okkur Skara ofsalega mikilvægt að gera mikið með börnunum okkar enda eru þau okkur það dýrmætasta í öllum heiminum og elskum þau mest í heimi.  En þá er ég farin að sakna þess að gera ekki neitt með Skara mínum þar að segja vera ein með honum í okkar heimi.  Fólk er oft að segja við okkur að muna ekki gleyma ykkur og að sjálfsögðu segir maður "nei nei auðvidað gerist það ekki" en svo gerum við ekkert í því.  Þetta þurfa ekkert að vera stórir hlutir sem við gerum saman, að kúra tvö inní stofu fyrir framan imban myndi duga mér þó ég eigi mér stærri drauma með honum ehe en þeir koma kanski þegar við verðum eldri og börnin uppkomin, púffhh það verða ansi mörg ár í það því við erum alls ekki hætt að eiga börn thíhí!! 

Ég veit það sjálf þegar fólk er að standa í þessari baráttu hvort sem ég væri veik sjálf jú eða barnið mitt einsog það er, er mjög mikilvægt fyrir pörin að eiga stundir saman og að sjálfsögðu líka fyrir pör þó það sé ekki í neinni baráttu.  Þetta er allt saman mikilvægt en samt finnst mér það ofsalega erfitt, mér finnst ég vera svíkja börnin mín að þrá þessara stunda ein með honum.  Svo þegar ég fer að "kvarta" undan þessari þrá (ekki það að ég sé að kvarta oft yfir þessu frekar hugsa um það)fer fólk að segja við mann "bíddu aldrei gerum við hjónin neitt saman", "við höfum ekkert gert síðustu blablabla árin" "og hvað ert þú að kvarta".  Og það fer ofsalega í mig, nei það er ekki mér að kenna og það er ekki heldur neinum að kenna að við gerum aldrei neitt saman ég og Skari en ég get samt þráð þetta og farið að sakna þess og vildi óska þess að maður gerði eitthvað í þessu. 

Hér eru flottustu börnin mín, myndin var tekin á Spáni.  Ég, Þuríður og Theodór vorum farin að sakna Oddnýjar minnar svo svakalega mikið (auddah Skari líka ehe) þannig við rúntuðum í Árnesið í dag og náðum í stúlkuna okkar og þvílíkur fögnuður þegar við mættum á svæðið.  Hún var ofsalega glöð að sjá okkur þó henni hafi ekki leiðst eitthvað hjá ömmu og afa, lifði einsog drottning einsog afi hennar orðaði það eheh en þá var hún líka farin að sakna okkar.

P7114183
Einsog þið sjáið á myndinni þá þykir Oddnýju ofsalega vænt um systir sína einsog þeim öllum um hvort annað, það er líka svo gaman hérna á morgnanna þegar við vöknum í sveitinni því þau fagna alltaf hvort öðru með stóru knúsi.  Bara yndislegast!!

Dreymið ykkur vel, ég ætla að láta mér dreyma um mig og Skara einhversstaðar tvö á eyðieyju, engin sími, engin tölva, engar búðir bara við tvö að hafa það ofsalega gott.
Góða nótt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég veit hvað þú ert að tala um... og ég skil þig vel. EN hef því miður engin ráð.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.7.2007 kl. 22:42

2 identicon

Dreymi þig vel og verði hann að veruleika fljótlega.Getið bara farið á Surtsey til að byrja með.Frábær börn og gaman að sjá svona vænt umhyggju.Draumakveðjur

halldor johannsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:55

3 identicon

Æi guð hvað ég skil ykkur,allir þurfa að eiga sínar stundir saman án barna og ábyrgðar,það er nauðsynlegt fyrir sálarlífið og fyrir sambandið.Vona að það komi hjá ykkur fljótlega,að eiga gæðatíma saman þarf ekki að vera flókið,eins og þú segir sjálf Áslaug mín.'En mikið rosalega eru börnin öll falleg og yndisleg.Og Þuríður ég vona að gangi vel hjá þér dúllan mín,þú ert baráttujaxl.

Björk Andersen (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:18

4 identicon

Kæra Áslaug.

Ég skil fullkomlega um hvað þú ert að tala með viðbrögð fólks við "kvörtunum" þínum. Stundum þurfum við bara viðurkenningu á tilfinningum okkar - sama hverjar þær eru. Fólk þarf ekkert að vera sammála og maður er ekki alltaf að biðja um komment á þær eða jafnvel ráð við vandanum. Stundum veit maður að það er ekki svo gott að gera neitt við vandanum sem um ræðir en maður þarf samt að fá að ræða hann.

Það er alveg 100% rétt hjá þér að pör/hjón þurfa ALLTAF á því að halda að eiga svona stundir til að rækta sambandið. Það að passa upp á slíkar stundir getur hreinlega bjargað sambandi sem þarf að ganga í gegnum mikið álag og erfiðleika eins og ykkar þarf svo sannarlega að reyna.

Bestu kveðjur og ég óska þess heitt að þið finnið stundirnar ykkar.

Ólöf (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:23

5 identicon

Sæl Áslaug

Mikið er ég glöð að sjá þig skrifa um þína langanir og þrár. Þetta er það mikilvægast í sambandinu hvort þið eru þrítug eða sextug. "Að vera samnan" og njóta þess að vera til, brjóta upp hversdaginn og gera eitthvað sem áhuginn og langanirnar standa til. Það fólk sem segir "við hjónin höfum ekki gert neitt saman í ??? ár"  á að mínu mati "bágt". Að eiga sér drauma um að gera eitthvað spes með makanum, að vera bara tvö að dúlla sér, er merki um að þú ert virkilega lifandi og heilbrigt hugsandi manneskja. Það ER SVO NAUÐSYNLEGT að

Fríða (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:31

6 identicon

Sæl aftur Áslaug.

ÞAÐ ER SVO NAUÐSYNLEGT AÐ FÁ FRÍ FRÁ BÖRNUNUM SÍNUM ANNAÐ SLAGIÐ. Ég talaði oft um þetta þegar mín börn voru lítil og ég veit bara ekki hvert fólk ætlaði, það var svo hneykslað. Ég var sköpuð til að vara til staðar 24 klst á sólarhring í fjölda ára og mátti ekki einu sinni hugsa til þess að fá frí, hvað þá að tala um það.

Gott að Oddný er komin heim vonandi endurnærð eftir frí og dekur hjá afa og ömmu.

Sendi Þuríði Örnu baráttukveðjur í geislalandið og bið þess að dvölin þar hressi hana mikið. Kveðja Fríða

ps ég vistaði fyrri partinn óvart hahaha

Fríða (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:38

7 Smámynd: Agný

Falleg mynd af krökkunum, þú átt falleg börn... En með það að pör/hjón þurfi sínar stundir saman þá er það sko alveg rétt.

Það eru því miður margir sem halda það að það verði nógur tími til að gera eitthvað með makanum þegar að börnin séu vaxin úr grasi....En á meðan börnin uxu úr grasi, þá hafa ansi mörg hjón vaxið hvort frá öðru..

Held að þetta þurfi allt að vera svona bland í poka og líka bara kenna börnunum strax að þessi eða hinn tíminn sé "mömmu og pabba" tími.

 Hvernig svo sem "mamma og pabbi" nota tímann.er annað mál...Þau eru ótrúlega fljót að skilja ef að pabbi og mamma ætli að skreppa í heimsókn bara 2 ein eitthvað en  ef ekki og þau vilja fá að fara með, þá benda þeim á að þú/þið leyfið þeim oft að fara einum í heimsókn til vina sinna...

Það er ekki bara að börnin geti orðið of háð manni, heldur verður maður óvart of háður þeim sjálfur, ef að maður gerir ekkert fyrir sig sjálfan einan nú eða með makanum... það þarf að hlaða batteríin svona af og til, til þess að næg orka sé á "geyminum" þegar að virkilega þarf á henni að halda.

Ekki svíkja ykkur sjálf kæra Áslaug, af því að þér finnist þú þá vera að svíkja börnin þín,   ef að þið hjónakornin leyfið ykkur að eiga stund saman 2 ein, hvað sem þið gerið eða farið er ekki málið.

Njótið þess bara  og komið endurnærðari heim til barnanna á eftir og látið engan segja ykkur eitthvað svona bull ,, "bíddu aldrei gerum við hjónin neitt saman", "við höfum ekkert gert síðustu blablabla árin" "og hvað ert þú að kvarta".  Ég held að ástæðan fyrir því að fólk segir svona,  sé einmitt af eftirsjá yfir því að hafa ekki gert meira af því að vera  saman 2 ein og nú eða sitt í hvoru lagi í einhverju áhugamáli....   Gangi ykkur svo bara allt sem best kæra Áslaug, Knús til þín og þinna..

Agný, 26.7.2007 kl. 01:31

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Innilega sammála þér, Áslaug og ykkur hinum líka.  Það er mikilvægt fyrir hjón að gera eitthvað saman, alein, barnlaus.  Við hjónin þráum einmitt að komast í burtu, eina helgi, vera bara tvö, og njóta lífsins og hvors annars.  En ég þekki þetta að fá samviskubit yfir því...gagnvart börnunum... Hins vegar veit ég líka að þeim líður vel af því að okkur foreldrunum líður vel saman. 

Vonandi að þú hafir átt ljúfa nótt með góðum draumum, og að draumar þínir rætist.

Ljós&kærleikur... 

SigrúnSveitó, 26.7.2007 kl. 10:39

9 identicon

Hæ hæ elsku fjölskylda. Ég hef lesið hjá ykkur bloggið á næstum hverjum degi og er að fara í frí í sumarbústað í dag og verð í tíu daga og á eftir að sakna ykkar alveg hræðilega mikið. Vona að Guð og vættirnir eigi eftir að gefa ykkur stirk og kraftaverk í ykkar baráttu. Æðislegt að lesa hvað þið hjónin eru dugleg að vera með krökkunum ykkar og sinna þeim:) Ég er ekkert smá stolt af ykkur þrátt fyrir að þekkja ykkur ekki neitt. Gangi ykkur ofsalega vel. Kær kveðja Lóa

Lóa(ókunnug) (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 11:12

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Oh... þetta þekki ég vel. Við þurfum einmitt líka svo á því að halda hérna hjónin að fá smá breik fyrir okkur tvö. Tala nú ekki um ef við værum undir sama álagi og þið eruð elskurnar alla daga!!

Ég finn bara í þessi fáu skipti sem við eyðum tíma saman bara ég og kallinn minn hvernig ástin blómstrar og allt fer í gang!

En ég kalla þig góða að vera ekki hætt að eiga börn!!! Fyrir mig eru þrjú sko alveg passlegt!!! En það er nú aldreilis gott ef aðrir eru svona duglegir. Það veitir ekki af núna þegar fólk er nánast hætt að eiga börn! Myndin af börnunum er svo falleg.

Bstu kveðjur að vestan; Ylfa

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.7.2007 kl. 13:18

11 identicon

sæl og blessuð,

                         ég var búin að skrífa eitthvað æilega pistill um daginn og hvort sem ég ýtti á vitlausan takki eða hvað ég veit ekki ,en ekkert varð úr því ,ég er hjartanlega sammála þér þegar þú talar um að þið þurfi að fá að vera tvo saman af og til.Það er svo nauðsynlegt fyrir öll pör!!!!Þeim sem svara svona að " guð má vita hvað það er langt síðan þau gerði eitthvað saman" og "hvað ertu að kvarta" ætti kannski að fara að gera eitthvað í sínu samband,(mér finnst þú ekki vera að kvarta þú ert bara að segja hvernig þú líður og bara gott hjá þér að gera það!!!!) .Það brýtur maður niður að fá svona neikvætt svar og líka það verður manni efins um hvort maður hefur rétt fyrir sér eða ekki.

Ég man eftir þegar mágurmín og kona hans , átti yngsta son þeirra og hann greindist með mjög alvarlegan hjartagall ,þau voru til skiptis á spítalan fyrsta ár, á meðan á það mesta skurð aðgerðir stóð yfir og það var erfitt að vera svo lengi í burtu frá hvor aðra en sem betur fer skildi folkið  þeirra og vinum þetta og leysti þeim af ,af og til og sá um hinna börn á meðan.Við vissum það að þau þurfti á smá tíma saman.

Það er spurningin um kannski ,hvort að tengdó foreldrar eða foreldrar þínum eða systkynni geta lest ýkkar af einn og einn kvöld bara til að fá smá break saman, þið tvo.

Þú ert rósalega dugleg og hugrökk og ég kveit þig til að berjast fyrir því að fá stund með maðurinn þín af og til og ekki hlusta á það folk sem svaraði svona leiðinlega ,þú þykkur vænt um þína samband og fjölskylda og á hros skilið fyrir að vera svona hreinskilin við tilfinningar þínar ,það er það sem skiptir málið.Gott hjá þér !!!!

Ég vona að þú hefur það gott og að allt mun ganga vel hjá Þúríður Arna,Guð geymið ykkar og veita ykkur styrk.Kær kveðja Dee

Dolores Mary (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 14:10

12 Smámynd: Margrét M

hey ..þetta er svo hárrétt hjá þér það er nauðsinlegt að hlúa að sambandinu til þess að það geti gengið endalaust og ekki þarf mikið kanski að fá pössun og fara saman út að borða í 2-3 klukkutíma  það er ekki mikill tími en getur gert ótúlega mikið fyrir sambandið ,njóta samverunar smá stund ..   þetta er nauðsinlegt stelpa .. og börnunum líður best ef við foreldrar eru ástfangin og ánægð með hvort annað 

Margrét M, 27.7.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband