Leita í fréttum mbl.is

Góð helgi að baki

Vorum á fjölskylduhátíð hjá styrktarfélaginu um helgina og skemmtum okkur ofsalega vel einsog þið sjáið á henni Þuríði minni, gvuuuð hvað hún er falleg.
P7274743

Skoppa og Skrítla mættu á svæðið og auddah voru teknar myndir en í þetta sinn fékk ég mynd af þeim með mér, ég sagði við þær að Theodór þorði ekki að vera einn þannig ég yrði að vera með en auddah var það vitleysa mig langaði bara að fá mynd af mér með þeim eheh!!
P7274846

Oddný fékk að taka lagið með Skoppu og Skrítlu en það kom okkur mjög á óvart að stúlkan hafi sungið í mígrafónin fyrirframan alla gestina sem voru á hátíðinni.  Hún er öll að koma til stúlkan.
P7274824

Björgvin Franz kom og skemmti, rosalega er maðurinn fyndinn oh mæ god!!  Hér er hann í gervi Geir Ólafs.
P7274899

Læt þessar myndir duga handa ykkur þarf víst að hætta en Viddi og Bjössi úr Greifunum skemmtum á kvöldvökunni og brennunni og þeir stóðu fyrir sínu en ekki hvað?  Það var nammiregn fyrir krakkana á laugardeginum en þá kom flugvél og hellti nammi "yfir" krakkana sem þeim fannst ekki leiðinlegt að tína upp þannig núna eigum við nammi frammað jólum eheh.

Skjáumst á morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlega krúttlegar myndir af yndislegu börnunum ykkar...þið eruð flottust..töffarakveðja

Björk Andersen (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 18:20

2 identicon

Sælt veri fólkið

Bara verið í stuði um helgina. Mikið er það gott og svo eru myndirnar af ykkur fínar. Hvernig er með hann Óskar, er hann alltaf upptekinn þegar verið er að taka myndir af ykkur. Þuríður blómstarar þessi elska og Oddný er dugleg að koma fram fyrir fólkið og syngja í mikrafóninn. Það skiptir svo miklu máli að venja börnin við að tjá sig innan um fólk, það hjálpar svo mikið við að standa á sínu seinna meir.

Kveðjur Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 20:01

3 identicon

Gaman að lesa og sjá! Gullfalleg börn sem þið eigið :) Gangi ykkur allt í haginn.

hm (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 20:11

4 identicon

Góð helgi búin hjá ykkur.Megi komandi vika líka vera góð.Kv

halldor johannsson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 20:39

5 identicon

Æðislegar myndir og ég sé að það hefur verið rosa fjör þarna

Bryndís R (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 21:47

6 identicon

vá en gaman að sjá myndirnar - yndislegt að sjá ykkur njóta líðandi stundar - það er svo mikilvægt. Kíki reglulega á ykkur þó ég kvitti ekki alltaf.  Mér finns þið standa ykkur ofboðslega vel miðað við erfiðustu aðstæður. Baráttukveðjur ;)

Berglind Elva (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 22:07

7 identicon

Alveg yndislegt að sjá og heyra hvað var gaman hjá ykkur.Er ein af þessum barnakellum sem hef fylgst með ykkur í marga mánuði og dáðst af hugrekki ykkar og dugnaði.Gangi ykkur vel og hef ykkur með í bænum mínum.Stórt knús frá okkur..

Lóa á Hellu (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 22:39

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

En dásamlegt ! Sýnist sem svo að allir hafi skemmt sér konunglega! Það er nú gott. Ég hef nokkrum sinnum verið svo heppin að sjá þetta prógramm hjá Björgvini Franz og ég hlæ alltaf jafn rosalega mikið! Hann er snillingur!

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.7.2007 kl. 23:46

9 identicon

hi hi

svakalega hefur verid gaman hja ykkur!!!

hlokkum til ad hitta ykkur af okkur er allt fint hedan af spani.  Otrulega gaman ad sja mydir af dullunum okkar.

bidjum ad heilsa ykkur ollum. Hafid thad sem allra allra best.

Linda og co a Spani

Linda og strakarnir (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 07:36

10 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta... langt síðan síðast.... :)

ekkert smá flottar lopapeysur sem þau eru í......

stórt baráttuknús á ykkur... :) koss og knús

Þórunn Eva , 30.7.2007 kl. 08:22

11 identicon

Það var gaman að sjá ykkur öll svona hress og kát á sumarhátíðinni sérstaklega Þuríði diskóskvísu . Gangi ykkur vel í baráttunni.

Gerða (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 10:47

12 Smámynd: Elsa Nielsen

STUUUÐ ;) Yndislega fallegir krakkar sem þið eigið - og geggjaðar lopapeysur!

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 30.7.2007 kl. 11:43

13 identicon

Elsku þið öll, nú er greinilega erfitt og þungt að bera ykkar þungu birgðar.

Með góðum hugsunum og fyrirbænum reynum við sem fylgjumst með ykkur að gera það sem við getum, en fullkomlega ljóst er að það viktar alls ekki nóg.

Megi HANN, HANN, HANN líta til með ykkur öllum, mér finnst hann hafi kannski verið að trassa það, kannski allt of mikið að gera. Nógar eru hörmungarnar hjá fólki, því er nú verr og miður.

með kærleiks og baráttukveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband