2.8.2007 | 11:44
Hjálpaðu mér upp
Ég get það ekki sjálf(ur)
Ég er orðin leið(ur) á að liggja hér
Ofsalega þungt yfir manni þessa dagana og þyrmdi eitthvað yfir mig í morgun þegar ég beið á biðstofunni uppá geisla þar sat ég ein ásamt fimm karlmönnum sem voru allir í sinni baráttu og ofsalega létt yfir þeim. Allir á léttu spjalli en svo sat ég þarna niðurlútin, þreytt og andlaus en samt var ég ekki í neinum geisla en litla hetjan mín var inni í svæfingu og fá sína geisla í næst síðasta sinn. Þetta tekur á hana og tekur alltaf meira á hana þegar líður á geislana og bara einn eftir og mikið hlakka ég til að vera laus við þessa geislameðferð en því miður getur hún ekki farið í fleiri geisla.
Þegar það var verið að "keyra" henni uppá vöknun í morgun fór alltíeinu svæfingalæknirinn að potta,klípa og ýta ansi mikið við henni Þuríði minni og ég var að spá afhverju í andskotanum hann væri að þessu, er ekki búið að pína hana nóg? En þá fór súrefnismettunin hennar svo langt niður að hann var farinn að hafa áhyggjjur en um leið og við vorum komin upp fór mettunin uppá við sem betur fer því ég var farin að hafa áhyggjur. Svo fór ég líka að hugsa hvursu mikið þessi litli kroppur hefur þolað mikið og mun hann þola endalaust meir? Mun hann einhverntíman gefa sig? Það hefur verið dælt í hana ansi mikið af lyfjum síðustu tæp þrjú ár og varla þolir hún endalaust þó hún sé hörkutól og lætur ekkert stoppa sig í þessari bráttu.
Ég var spurð í morgun hvert næsta skref væri eftir geislana en ég hef verið spurð þessa spurningu óteljandi sinnum en þá veit ég ekki sjálf svarið við henni og læknarnir hennar Þuríðar minnar vita það ö-a ekki sjálfir. Að sjálfsögðu munum við heimta fund með þeim í ágúst eða þegar þeir fara tínast í vinnuna eftir sumarfrí og mikið kvíður mér fyrir þeim fundi því hingað til höfum við ekki fengið margar góðar fréttir þegar við hittum þá því verr og miður og ég er ofsalega hrædd við að þeir segir að nú er komið nóg fyrir þennan kropp og vilja ekki pína hann meir. Þegar ég sagðist ekki vita það í morgun hvert næsta skref væri þá fékk ég svarið á móti "nei það er líka best að nýta tíman vel" því einsog læknarnir segja er þessi geislameðferð engin lækning bara til að lengja tíman hennar með okkur og þetta svar á móti fékk doltið á mig. Ég vill ekki vera alltaf kapp við tímann, ég vill ekki vera með í maganum allan sólarhringinn og hugsa "já ætli hún nái að láta draum sinn rætast og farið í skóla?" Munum við geta gert hitt og þetta, næ ég að fara með börnunum mínum ÖLLUM í jólaland í Kaupmannahöfn eftir X mörg ár. Svona hugsar maður fram og tilbaka, ég veit líka engin veit sína framtíð en þá er búið að láta okkur vita af þessu, jújú ég gæti þess vegna lent fyrir bíl á morgun og þá eru allir mínir draumar búnir en maður fer samt aðhugsa þetta þegar maður á veikt barn og ekki spáð að eiga framtíð fyrir sér.
Púfffh hvað ég verð þreytt af öllum þessum pælingum, taka á og gera erfitt fyrir. Ég reyni að gera mitt besta að vera ekki að hugsa neitt en það er bara ekki hægt. Sorrý!!
Útí annað þá er stefnan sett hjá okkur að vera í bænum um helgina, Þuríðar minnar vegna og líka kanski veðurspáarinnar en það verður í fyrsta sinn í okkar sambandi Skara að við verðum heima þessa helgi. Ætlum að grilla okkur góðan mat, fara á Simpson í bíó og leyfa litla pung honum Theodóri að fara í sína fyrstu bíóferð sem verður fróðlegt að sjá ehhe en Oddný mín Erla var nú bara 18 mánaða þegar hún fór í fyrsta sinn og það var einsog hún hefði ekki gert neitt annað eheh!! Húsdýragarðurinn mun eflaust kalla á okkur, kanski við rúntum á Laugarvatn og kíkjum í heimsókn þannig við verðum kanski ekkert mikið heima en við ætlum ekkert í tjaldinu okkar en svo fer það líka allt eftir kröftum Þuríðar minnar hvað verður úr helginni. Stefnum allavega á marg og svo er spurning hvað verður úr þessu öllu.
Bið að heilsa ykkur í bili, keyrið varlega þeir sem eru að fara útur bænum í dag og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Slauga
pssss.sss Mikið var samt gott að fá mömmu hingað í morgun að passa börnin fyrir mig á meðan við Þuríður vorum uppá geisla því allt glansaði þegar við komum heim. Alltaf gott að eiga mömmur að, hún er yndislegust!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra fjölskylda,
Mikið vildi ég óska þess af öllu mínu hjarta að litla rósin ykkar yrði snert af kraftaverki, það virkilega tekur á að lesa það sem að þið eruð að ganga í gegnum, mér virkilega líður illa með ykkur og græt yfir örlögum litlu snúllunnar ykkar, get ekki ýmindað mér hvernig ykkur líður þá. En þið eruð alveg afskaplega sterk og falleg fjölskylda, og börnin ykkar hepppin að eiga ykkur að, mikið held ég að þið léttið undir henni snúsunni, ég bið fyrir ykkur á hveju kvöldi (þó ég sé nú ekki mikið trúuð, en ef hann er þarna þá ber honum skylda til að lækna litlu stelpuna ykkar:) ok tendra á kerti á kertasíðunni hennar. Megi allt það góða vaka yfir ykkur og vonandi verður restin af sumrinu ykkur yndisleg.
Kv. Steinunn 2ja barna mamma.
Steinunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 11:54
Hef engin orð, bið til Guðs að hann lækni hana og hjálpi ykkur.
hm (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 14:07
Elsku Áslaug mín
Þú veist að þið eruð alltaf í bænum mínu
og þið eruð alltaf velkomin í heimsókn
ef það er EINHVAÐ sem ég get gert endilega láttu mig vita
kveðja Ása
asa (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 14:20
Æi hvað það tekur á mig að lesa þetta,finn svo mikið til með ykkur og eins og þið vitið þá fylgist ég mjög vel með ykkar baráttu og vona svo sannarlega að þessi sem er okkur æðri muni koma með kraftaverkið inn í ykkar líf elskurnar.Ég segi það og meina að þú Þuríður ert svakalega mikil hetja og að eiga svona góða að er ekkert sjálfgefið,þið eruð svo sannarlega að berjast og ekkert skrítið að þið þráið hvíld frá þessu öllu.Ég vona að þið eigið skemmtilega helgi framundan og að öll ykkar plön gangi upp..baráttukveðjur
Björk Andersen (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 17:35
Já það er mikið satt hjá þér ,
það er alltaf gott að fá mömmur í heimsókn og allt glansandi fínt.Ég vildi óska þess að það var til góð fréttir fyrir ykkar en það verður bara að bíða og vona það besta að litla telpan ykkur mun sigrast á í þessari baráttu.Þessi geislameðferð er bara til að lengja tíminn hennar segir þú, kannski verður hún fyrir rísakraftaverk í geislameðferðinni og allt mun ganga vel.Það er afskalega erfitt að finna til orð varðandi þessu ástæðu ,mér finnst þér og skari þínu og allir svo duglegir að takast á við þetta .
Þið eru nú alveg meiri háttar og mér finnst ekki skrýtið að þú varst niður á við í morgun ,það hlýtur að taka heldur betur á þegar maður fer að pæla í hvað getur gerst, og líka að horfa á dóttur þinni vera svona veikburða, ekki skrýtið að manni spyr sig hvað svona litla skrokk þólir ,en það er alveg með ólíkindum hvað þessi hetjur ná að þóla !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!við vítum það öll og það er bara gott að þú getur tjáð þig um þetta frekar en að birgja það inni.Ég óska ykkar bara frábært helgi og ef þið eruð á ferðinni um helginna farið þið varlega því það verður sjálfsagt mikið umferð mjög sennílega !!!Það er allt á stopp herna á leiðinn út úr Selfossi, ég held því miður að það hafi verið slæmslýs fyrir hálftíma eða svo síðan ,Guð verið með þessu hetjar sem bjarga okkur þegar svona ber að.Það er alveg með ólíkindum hvað þessu lögreglumenn og sjúkraflutningamenn eru frábær, hvað þá öll hinnar starfsfolk sem tekur á moti menn á spítalum.Ja ja eigðu góðan helgi og guð verið' með ykkur öll og ég vona að morgun daginn verður bjartara yfir þér og þínu hjarta ,og allt mun lita aðeins betur út.
Guðs englar verið með ykkar öll , ég er alltaf með logandi kerti fyrir ykkar og ég mun senda ykkar góðastraum .
Kveðja Dee
Dolores Mary (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 18:11
Sæl kæra fjölskylda
Mér er ómögulegt að setja mig í ykkar spor og þegar ég reyni það þá hrekk ég til baka því aðstæðurnar eru svo skelfilegar. Þá er ég að tala um það sem komið er og framtíðarhorfurnar ekki teknar með. Ég man eftir því þegar börnin mín voru lítil og ég sá að barn hefði dáið. Þá helltist yfir mig svo mikil sorg og mér fannst að ég mundi ekki geta vitað af barninu mínu dánu og það yrði síðan jarðað. Þetta eru ekki uppbyggileg skrif en þetta er samt raunveruleiki sem alltof oft gerist. Við sem erum áhorfendur getum lokað hugskotinu. Það er frábært að þú, kæra Áslaug látir það eftir þér að skrifa um þína líðan og deilir henni með okkur. Sannar hetjur segja frá sínum tilfinningum, en loka ekki allt inni og tilfinningarnar verða að hörðum hnútum í líkamanum á í sálinni. Látið ykkur líða vel um helgina og gerið eitthvað skemmtilegt saman.
Bið Guð að gefa ykkur styrk, kjark og von. Bið Guð að gefa henni Þuríði Örnu heilsuna sína á ný og að hún geti farið með ykkur og systkinum sínum (mörgum) eftir x ár. Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 20:38
Kæra fjölskylda.Ef þið komist á Laugarvatn,skellið ykkur þá að Borg í sundið,rennibrautina og pottinn.Kanski eruð þið búin að prófa hana.Þá er stutt að Haga og systir vor og stórfjölsku hennar þaraf prinsessa sem byrjar í skóla núna hún tæki vel á móti ykkur.Kanski hestbak eða setja stöng í vatnið og fiska.Tek undir með þér og bið alla um að aka með skynsemi.Með bros á vör,gefa sér tíma,og endilega gefa merki ef hætta er framundan ef stressaðir vilja fara framúr.Guð veri með öllum og gangið hægt um gleðinnar dyr.Góða helgi.
halldor johannsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 23:06
Kæra Áslaug.
Þú skrifar; "Allir á léttu spjalli en svo sat ég þarna niðurlútin, þreytt og andlaus en samt var ég ekki í neinum geisla en litla hetjan mín var inni í svæfingu og fá sína geisla í næst síðasta sinn."
Ég held að það sé margfalt erfiðara að vera í þinni stöðu, að vera móðir en að vera sjálfur í þessu. Ekki að ég þekki það af eigin raun, en ég get ímyndað mér - sem móðir 3ja barna - að þetta sé það erfiðasta sem hægt er að upplifa.
Sendi ykkur ljós&kærleika og megi helgin verða góð hjá ykkur.
SigrúnSveitó, 2.8.2007 kl. 23:15
Kæra Áslaug
Mig langar bara til að segja þér að þið eruð í mínum bænum á hverjum degi. Í mínum huga eruð þið agjörar hetjur og ég bara dáist að kjarkinum þínum og því hvað þú stendur í lappirnar í gegnum allt þetta! Ég er innst inni sannfærð um að þetta fer allt vel. Ég veit ekki afhverju en ég bara er sannfærð um það. Guð veri með ykkur í gegnum alla erfiðleikana
Sigga (ókunug) (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 23:25
Kæru ofurhetjur!
Ég bið fyrir kraftaverki fyrir undurfögru stelpuna ykkar og sendi ykkur ljós og kærleik.
Megi Guð og gæfa vera með ykkur.
Hildur ókunnug (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 00:15
kæra fjölskylda
Ég sendi ykkur barátukveðjur..þið eruð hetjur.
Sendi Þuríði ykkar kærleikskraft og guðsljósið með von um kraftaverk
Kær kveðja Ókunnug (Eva Lind Þuríðardóttir)
Eva , 3.8.2007 kl. 03:34
Ef maður má ekki skammast sín, ég er í hálfgerðu þunglyndi yfir svo agnarsmáum málum, en skömmin er sú að ég get breytt þessu ástandi með breytingum eins og sagt er í Æðruleysisbæninni, en þið VERÐIÐ að halda áfram í því ástandi sem ykkur er skapað.
Ég ætla ekki að reyna að vera eitthvað vitleg í commenti svo erfið eru ykkar spor bara að senda ykkur kærleiksstrauma og hugsanir.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 08:34
Kæra fjölskylda ég er ein af þeim sem fylgist með síðunni þinni Áslaug mín og mér er eiginlega algjörlega orðavant , það er hrikalega sorglegt hvað lagt er á litla manneskju .'Eg sendi þér og þínum kærleikskveðjur góðar hugsanir og bænir. OG ég faðma ykkur að mér í huganum.
Gangi ykkur vel kv.Munda
Munda (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 09:42
Sæl fjölskylda.
Haldið í vonina og biðjum fyrir að kraftaverk gerist hjá ykkur þið eigið það svo sannalega skilið.
Guð veri með ykkur.
Silla Karen
Silla Karen (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 11:19
Elskan mín besta veðrið er í Reykjavík þessa helgi, bara gott að liggja ekki í rigningunni í fjúkandi tjaldi heheh
Stuðmenn í húsdýragarðinum og öll hin dýrin líka, sjáumst kanski bara þar.
Nú hef ég kveikt á Þuríðar kerti í hugleiðisluhorninu mínu alla daga. Sendi ykkur allar mínar bestu hugsanir, óskir og bænir. Óskar ykkur góðrar helgar elskurnar.
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 12:05
Megi allt sem styrkir, vera með ykkur. Engin leið að setja sig í ykkar spor, en kærleikur, hugur margra og jákvæðir straumar hjálpa ætíð.
Halldór Egill Guðnason, 3.8.2007 kl. 12:33
Hvernig hughreystir maður þá, sem eru líklega miklu sterkari á svellinu en maður sjálfur?
Hvernig getur maður sett sig í spor þeirra sem þjást af vanmáttakennd vegna þess, að þeir vildu svo gjarnan taka þjáningu ástvinar og gera að sinni.
Þetta kvak mitt er hingað sett, til þess að undirstrika Kærleikann, sem til er í heimi hér.
Ég vildi óska, að Hann heyrði barna sinna kvak eins og segir í sálminum góða.
Eitt er þó víst, þegar allt er orðið, förum við í náðarfaðminn hans, hver á sínum tíma. Ekkert er óvart og ekkert er án tilgangs.
Bjarni Kjartansson, 3.8.2007 kl. 13:46
Elsku Áslaug og óskar! Ég bið fyrir litlu Þuríði með ósk um að hennar framtíð reynist glaðlynd og umvafin kærleika, hvort sem hennar ævi verður stutt eða löng. Ég bið góðan guð um að styrkja ykkur hjóninn nú sem aldrei fyrr í þessari milku baráttu. Um leið tek ég undir orð sveitamærinnar - að það er ekki léttara að vera náin aðstandi frekar en sjúklingurinn sjálfur svo ég tali ekki um að vera foreldri barns sem berst við illvígan sjúkdóm - það er eitthvað sem ég tel að hljóti að vera erfiðasta hlutverk í heimi.
Þið eruð að standa ykkur með þvílíkum sóma að það eru ekki til orð yfir það. Ég vil með þessum orðum mínum reyna með veikum mætti að hjálpa ykkur og styrkja í þessari baráttu.
sendi ykkur mína dýpstu kærleiksstrauma
Berglind Elva (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 15:04
Vildi
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 22:05
Vildi bara óska ykkur góðra daga núna um helgina. Þetta verður vonandi bara yndisleg helgi þrátt fyrir að þið séuð heima en ekki í tjaldi. Hugsa mikið til ykkar með von um kraftaverk fyrir duglegu sætu stóru stelpuna ykkar og ykkar allra. Endalaust knús og kossar. Kv. Kristín Amelía og fjölskylda.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 22:07
Kaera fjölskylda,megi Guð vera ykkar styrkur í gegnum erfiðleikana,sendi ykkur mínar innilegustu kveðjur og faðmlag til litlu prissessunar,hún mun vera í mínum baenum.
Bestu kveðjur María
María Anna P Kristjánsdóttir, 3.8.2007 kl. 22:35
Ekki gefast upp!! Ég veit að það er auðvelt fyrir mig að segja svona. Það er auðvelt fyrir alla að segja það sem þeir vilja. Ég á börn og ég er svo lífhrædd sjálf og má ekkert aumt sjá. Það hefur sú hugsun komið hjá manni hvernig maður myndi bregðast við ef barnið manns myndi deyja.. Skelfileg hugsun, en samt. Ég veit það eitt að ég myndi gera ALLT( vildi geta skrifa stafina stærri því að þetta orð á að hljóma miklu stærra) ALLT, fyrir börnin mín og er þakklát fyrir það að þau eru heilbrigð og fylgi minni eigin visku með það að leyfa þeim að upplifa sem mest á meðan þau eru að vaxa úr grasi, svo framarlega sem það skaði hvorki þau, né aðra. Mér finnst mjög mikilvægt að vera til staðar fyrir börnin og ég fórna mér mörgum sinnum á dag fyrir þau.. (sumum er reyndar ofboðið hvað ég nenni að þjóna þeim..En, það skaðar mig ekki og vonandi ekki þau heldur..) Gangi ykkur vel
Fríða Bj. (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 14:55
Kæra Áslaug.Þú ert alveg einstök manneskja og allar þessar pælingar og hugsanir eru allar svo normal og eðlilegar miðað við aðstæðurnar.Við sem fylgjumst með ykkur og erum búin að gera lengi getum ekki annað en dáðst að hugrekkinu og dugnaðinum í ykkur Óskari hvernig þið vinnið þessu saman enda ábyggilega alveg samvalin til þess.Sendi ykkur knús og faðmlög.
Lóa (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 18:57
Æi elskurnar mínar. Elsku Áslaug. Hvað á ég að segja? Annað en Guð blessi ykkur og reyna að senda ykkur allan þann styrk sem mér er unnt svona þvert yfir landið.
Hér er lítill Natti Patti í heimsókn, þar er nú hress drengur á ferð!! Í gær þá var ég að kenna þeim Birni og Natta bæn sem ég fór með þegar ég var lítil og síðan var Guð beðinn um að blessa okkur og hina og þessa og þá sagði Natanael, þessi engill,: Og líka hana Þuríði Örnu því að hún er víst veik. Og þeir frændur báðu Guð sérstaklega að lækna og passa Þuríði og hjálpa henni að líða vel. Ég sat með augun full af tárum og tók undir bænir þeirra. Þegar börnin biðja þá hlýtur einhver að hlusta. Bænir þeirra eru svo einlægar.
Ég vona að þið njótið lífsins eins og hægt er. Guð blessi ykkur.
Ylfa Mist Helgadóttir, 4.8.2007 kl. 20:23
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.8.2007 kl. 20:53
Mikið er á ykkur lagt, það er átakanlegt að lesa frásögn þína.
Kíktu á slóðina sem ég sendi þér hér að neðan, margir hafa jákvæða sögu að segja af þessari konu.
http://www.blog.central.is/thora_j
Hún talar í síðustu færslu um fyrirbænir.
Það má skoða allt með opnum huga.
Gangi ykkur vel.
Kristín (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.